Lára ánægð með að Foden sé kominn aftur í landsliðið: „Ég samgleðst honum innilega“ Stefán Árni Pálsson skrifar 20. nóvember 2020 16:13 Lára Clausen segir að það hafi verið tekið rosalega hart á drengjunum eftir atvikið á Hótel Sögu og hafi þeir ekki fengið sanngjarna meðferð í fjölmiðlum. Myndir/instagram/getty „Ég samgleðst honum innilega,“ segir Lára Clausen en hún varð nánast heimsfræg eftir að hafa farið í heimsókn til landsliðsmannsins Phil Foden á Hótel Sögu í september. Þá var enska landsliðið í knattspyrnu hér á landi til að keppa við íslenska liðið í Þjóðadeildinni. Þær Lára Clausen og Nadía Sif Líndal heimsóttu þá Phil Foden og Mason Greenwood og með því brutu leikmennirnir sóttvarnarreglur og ferðuðust ekki með landsliðinu í næsta leik gegn Danmörku. Foden og Greenwood voru til umfjöllunar í öllum breskum miðlum og fengu drengirnir að finna fyrir því. „Það er bara gott að ferillinn sé kominn aftur á uppleið hjá honum og maður hafi ekki eyðilagt meira fyrir honum. Mér fannst tekið alveg svakalega hart á þeim og mjög ósanngjörn umfjöllun. Við fengum alveg að finna fyrir þessu líka en það var tekið harðara á þeim.“ Phil Foden fór á kostum í landsleiknum gegn Íslandi í vikunni og skoraði hann tvö mörk og lagði upp eitt í 4-0 sigri. „Það var mjög erfitt að horfa upp á þá missa eitthvað sem þeir voru búnir að vinna svo mikið fyrir. Þeir voru kallaðir heimskri og ég veit ekki hvað og það fannst mér ömurlegt að lesa,“ segir Lára og bætir við að það hafi aldrei verið planið hjá þeim að málið myndi rata í fjölmiðla. „Ég horfði ekki á leikinn í vikunni en fékk rosalega mikið af snöppum frá leiknum og hann stóð sig greinilega vel,“ segir Lára. Hún lenti sjálf í fjölmiðlafárinu í september og segir það hafa verið erfið reynsla. „Maður var allt í einu komin í alla miðla nánast í heiminum og það var erfitt. Ég á ömmu sem hét líka Lára Clausen og mamma mín var að reyna finna upplýsingar um hana á netinu um daginn og það komu bara upp endalausar fréttir um mig, meira segja í kínverskum miðlum.“ Eftir allt fjölmiðlafárið er Lára komin með yfir þrjátíu þúsund fylgjendur á Instagram. View this post on Instagram A post shared by L A R A C L A U S E N (@laracclausen) Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Elskar að bera klúta Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Sjá meira
„Ég samgleðst honum innilega,“ segir Lára Clausen en hún varð nánast heimsfræg eftir að hafa farið í heimsókn til landsliðsmannsins Phil Foden á Hótel Sögu í september. Þá var enska landsliðið í knattspyrnu hér á landi til að keppa við íslenska liðið í Þjóðadeildinni. Þær Lára Clausen og Nadía Sif Líndal heimsóttu þá Phil Foden og Mason Greenwood og með því brutu leikmennirnir sóttvarnarreglur og ferðuðust ekki með landsliðinu í næsta leik gegn Danmörku. Foden og Greenwood voru til umfjöllunar í öllum breskum miðlum og fengu drengirnir að finna fyrir því. „Það er bara gott að ferillinn sé kominn aftur á uppleið hjá honum og maður hafi ekki eyðilagt meira fyrir honum. Mér fannst tekið alveg svakalega hart á þeim og mjög ósanngjörn umfjöllun. Við fengum alveg að finna fyrir þessu líka en það var tekið harðara á þeim.“ Phil Foden fór á kostum í landsleiknum gegn Íslandi í vikunni og skoraði hann tvö mörk og lagði upp eitt í 4-0 sigri. „Það var mjög erfitt að horfa upp á þá missa eitthvað sem þeir voru búnir að vinna svo mikið fyrir. Þeir voru kallaðir heimskri og ég veit ekki hvað og það fannst mér ömurlegt að lesa,“ segir Lára og bætir við að það hafi aldrei verið planið hjá þeim að málið myndi rata í fjölmiðla. „Ég horfði ekki á leikinn í vikunni en fékk rosalega mikið af snöppum frá leiknum og hann stóð sig greinilega vel,“ segir Lára. Hún lenti sjálf í fjölmiðlafárinu í september og segir það hafa verið erfið reynsla. „Maður var allt í einu komin í alla miðla nánast í heiminum og það var erfitt. Ég á ömmu sem hét líka Lára Clausen og mamma mín var að reyna finna upplýsingar um hana á netinu um daginn og það komu bara upp endalausar fréttir um mig, meira segja í kínverskum miðlum.“ Eftir allt fjölmiðlafárið er Lára komin með yfir þrjátíu þúsund fylgjendur á Instagram. View this post on Instagram A post shared by L A R A C L A U S E N (@laracclausen)
Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Elskar að bera klúta Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Sjá meira