Árásarmaðurinn úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. nóvember 2020 23:49 Myndband af líkamsárásinni var birt á Facebook-síðu bardagakappans um helgina. Þar var hún í birtingu í vel á annan sólarhring áður en hún var fjarlægð. Maðurinn sem birti myndband af sér á Facebook þar sem hann gengur í skrokk á öðrum manni hefur verið úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald. Þetta staðfesti lögreglan við Fréttablaðið fyrr í kvöld. Maðurinn var handtekinn síðastliðinn sunnudag vegna myndbandsins. Honum var síðar sleppt eftir yfirheyrslu Myndbandið er tveggja og hálfs mínútna langt þar sem maðurinn, sem er bardagaíþróttamaður, sparkar og ber yngri mann. Tveimur dögum eftir að myndbandið var birt dreifðist annað myndband um internetið eins og eldur um sinu, sem sýnir einhvern kasta því sem virðist vera bensínsprengja í gegn um rúðu á íbúð í fjölbýlishúsi í Úlfarsárdal. Karlmaðurinn, sem birti fyrra myndbandið og hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald, er sagður búsettur í íbúðinni. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu réðst þá í umfangsmiklar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu í gær. Húsleit var gerð og tveir karlmenn á þrítugsaldri voru handteknir, annars vegar maðurinn sem um hér ræðir. Þá hafði lögreglan afskipti af þremur karlmönnum í fjölbýlishúsi í Fellahverfi síðdegis í gær vegna rannsóknar málsins. Nokkur viðbúnaður var á vettvangi vegna málsins. Það var svo síðdegis í dag sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir Ævari Annel Valgarðssyni en samkvæmt upplýsingum fréttastofu er leitin að honum í tengslum við aðgerðirnar sem raktar hafa verið hér að ofan. Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Lögregla lýsir eftir Ævari Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Ævari Annel Valgarðssyni, 20 ára. 20. nóvember 2020 16:56 Húsleit og handtökur vegna bruna, líkamsárása og hótana Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu réðst í nokkuð umfangsmiklar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu í gær og seint í gærkvöldi sem lauk með handtöku tveggja karlmanna. Þetta herma heimildir fréttastofu. 20. nóvember 2020 09:11 Krafðist „vanvirðingargjalds“ og kýldi konu Karlmaðurinn sem birti myndband af sér á Facebook um síðustu helgi þar sem hann gengur í skrokk á öðrum manni fékk dæmdar 1,5 milljónir króna í bætur vegna líkamsárásar sem hann varð fyrir í ágúst í fyrra. Ákærði í málinu hlaut tæplega fjögurra ára dóm. 19. nóvember 2020 16:15 Myndband sýnir bensínsprengju kastað inn á heimili árásarmannsins Myndband sem sýnir einhvern kasta bensínsprengju, svokölluðum mólótov-kokteil, í gegnum rúðu á íbúð í fjölbýlishúsi í Úlfarsárdal gengur nú manna á milli í netheimum. 18. nóvember 2020 20:36 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira
Maðurinn sem birti myndband af sér á Facebook þar sem hann gengur í skrokk á öðrum manni hefur verið úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald. Þetta staðfesti lögreglan við Fréttablaðið fyrr í kvöld. Maðurinn var handtekinn síðastliðinn sunnudag vegna myndbandsins. Honum var síðar sleppt eftir yfirheyrslu Myndbandið er tveggja og hálfs mínútna langt þar sem maðurinn, sem er bardagaíþróttamaður, sparkar og ber yngri mann. Tveimur dögum eftir að myndbandið var birt dreifðist annað myndband um internetið eins og eldur um sinu, sem sýnir einhvern kasta því sem virðist vera bensínsprengja í gegn um rúðu á íbúð í fjölbýlishúsi í Úlfarsárdal. Karlmaðurinn, sem birti fyrra myndbandið og hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald, er sagður búsettur í íbúðinni. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu réðst þá í umfangsmiklar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu í gær. Húsleit var gerð og tveir karlmenn á þrítugsaldri voru handteknir, annars vegar maðurinn sem um hér ræðir. Þá hafði lögreglan afskipti af þremur karlmönnum í fjölbýlishúsi í Fellahverfi síðdegis í gær vegna rannsóknar málsins. Nokkur viðbúnaður var á vettvangi vegna málsins. Það var svo síðdegis í dag sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir Ævari Annel Valgarðssyni en samkvæmt upplýsingum fréttastofu er leitin að honum í tengslum við aðgerðirnar sem raktar hafa verið hér að ofan.
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Lögregla lýsir eftir Ævari Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Ævari Annel Valgarðssyni, 20 ára. 20. nóvember 2020 16:56 Húsleit og handtökur vegna bruna, líkamsárása og hótana Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu réðst í nokkuð umfangsmiklar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu í gær og seint í gærkvöldi sem lauk með handtöku tveggja karlmanna. Þetta herma heimildir fréttastofu. 20. nóvember 2020 09:11 Krafðist „vanvirðingargjalds“ og kýldi konu Karlmaðurinn sem birti myndband af sér á Facebook um síðustu helgi þar sem hann gengur í skrokk á öðrum manni fékk dæmdar 1,5 milljónir króna í bætur vegna líkamsárásar sem hann varð fyrir í ágúst í fyrra. Ákærði í málinu hlaut tæplega fjögurra ára dóm. 19. nóvember 2020 16:15 Myndband sýnir bensínsprengju kastað inn á heimili árásarmannsins Myndband sem sýnir einhvern kasta bensínsprengju, svokölluðum mólótov-kokteil, í gegnum rúðu á íbúð í fjölbýlishúsi í Úlfarsárdal gengur nú manna á milli í netheimum. 18. nóvember 2020 20:36 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira
Lögregla lýsir eftir Ævari Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Ævari Annel Valgarðssyni, 20 ára. 20. nóvember 2020 16:56
Húsleit og handtökur vegna bruna, líkamsárása og hótana Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu réðst í nokkuð umfangsmiklar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu í gær og seint í gærkvöldi sem lauk með handtöku tveggja karlmanna. Þetta herma heimildir fréttastofu. 20. nóvember 2020 09:11
Krafðist „vanvirðingargjalds“ og kýldi konu Karlmaðurinn sem birti myndband af sér á Facebook um síðustu helgi þar sem hann gengur í skrokk á öðrum manni fékk dæmdar 1,5 milljónir króna í bætur vegna líkamsárásar sem hann varð fyrir í ágúst í fyrra. Ákærði í málinu hlaut tæplega fjögurra ára dóm. 19. nóvember 2020 16:15
Myndband sýnir bensínsprengju kastað inn á heimili árásarmannsins Myndband sem sýnir einhvern kasta bensínsprengju, svokölluðum mólótov-kokteil, í gegnum rúðu á íbúð í fjölbýlishúsi í Úlfarsárdal gengur nú manna á milli í netheimum. 18. nóvember 2020 20:36