Vara við fullyrðingum um að grímur virki ekki Kjartan Kjartansson skrifar 21. nóvember 2020 15:07 Grímuklætt fólk á götum Santiago í Síle. Mörg ríki hafa innleitt grímuskyldu til að hefta útbreiðslu faraldursins en víða hafa hægriflokkar sérstaklega lagst gegn slíkum aðgerðum. Sumir þeirra gripu niðurstöður danskrar aðgerðar á lofti til að fullyrða að grímur nýtist ekki sem sóttvörn. Vísir/EPA Lýðheilsusérfræðingar hafa gert athugasemdir við fullyrðingar um að grímur gagnist ekki til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar á grundvelli nýrrar danskrar rannsóknar. Höfundur rannsóknarinnar segir sjálfur að fullyrðingar um það stangist á við niðurstöður hans en aðrir vísindamenn telja að rannsóknin sjálf sé gölluð. Danska rannsóknin vakti töluverða athygli í vikunni en grein um hana birtist í Annals of Internal Medicine. Niðurstöður hennar voru að grímur veiti þeim sem þær bera takmarkaða vernd fyrir kórónuveirusmiti. Þær dragi þó úr líkum á að þeir sem eru með veiruna smiti aðra. Slík vörn skiptir sköpum því þekkt er að smitberar veirunnar geta verið einkennalausir. Þessar niðurstöður stangast nokkuð á við aðrar rannsóknir sem hafa bent til þess grímur dragi úr smithættu, ekki bara fyrir annað fólk heldur einnig þann sem gengur með grímu. Sumir andstæðingar grímuskyldu af hægri væng stjórnmála gripu niðurstöður dönsku rannsóknarinnar á lofti til þess að halda því fram að grímur virki ekki sem sóttvörn í faraldrinum. Áður en niðurstöðurnar voru birtar fóru á flug samsæriskenningar um að stór vísindarit hefðu hafnað því að birta grein um rannsóknina því að „frjálslyndir“ vísindamenn vildu þagga hana niður. Enginn fótur var fyrir þeim hugmyndum. Niðurstaðan að best sé að nota grímu Washington Post segir að lýðheilsusérfræðingar hafi verulegar efasemdir um dönsku rannsóknina. Tom Frieden, fyrrverandi forstjóri Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC), skrifaði í leiðara ritsins sem birti rannsóknina að sýnt hafi verið fram á að grímur verndi annað fólk fyrir smiti og „þrátt fyrir niðurstöður þessarar rannsóknar, sennilega þann sem gengur með grímuna líka“. CDC uppfærði leiðbeiningar sínar um grímur í síðustu viku og segir að þær geti einnig varið þá sem ganga með þær fyrir smiti. Vísaði stofnunin til fjölda rannsókna. Niðurstöður rannsóknarinnar á um sex þúsund manns í Danmörku frá apríl til júní þegar ekki var grímuskylda í landinu var að um fjórtán prósentustigum færri af þeim sem gengu með grímu hafi smitast en þeir sem voru grímulausir. Munurinn hafi þó ekki verið tölfræðilega marktækur og því væri ekki ljóst að grímurnar veittu vernd fyrir smiti. Helmingur þátttakenda voru gefnar grímur og honum ráðlagt að nota þær en hinum helmingnum ekki. Henning Bundgård, aðalhöfundur rannsóknarinnar, segir bandaríska blaðinu að niðurstöðurnar bendi til þess að fólk ætti að ganga með grímur til að vernda aðra. „Við teljum að niðurstaðan sé að við ættum að ganga með grímur.“ Rannsóknir hafa bent til þess að grímuskylda geti gagnast til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar.Vísir/EPA Efast um aðferðirnar Sérfræðingar sem tengjast rannsókninni ekki benda á að hún hafi verið gert þegar samfélagslegt smit í Danmörku hafi verið tiltölulega lítið. Mótefnamæling, eins og sú sem var gerð á þátttakendum, geti ekki sagt til um það á áreiðanlegan hátt hvort að þeir hafi verið smitaðir á samanburðartímabilinu. Aðrar athugasemdir hafa verið gerðar við hönnun rannsóknarinnar og túlkun hennar. Í grein sem fjórir vísindamenn skrifuðu í danskt læknarit héldu þeir fram að rannsóknin væri í raun ekki á hvort betra væri að nota grímur eða ekki heldur aðeins hvort að tilmæli um að fólk noti grímur hvetji fólk til þess að gera það. Vöruðu þeir við því líklegt væri að niðurstöður hefðu spillst af því að sumir þeirra sem áttu ekki að nota grímu hafi einhvern tímann gert það og öfugt. Angela Rasmussen, veirufræðingur við Columbia-háskóla í New York, varar við því að einhverjir sérvelji rannsóknir eins og þær dönsku sem óyggjandi sannanir fyrir málinu sínu vegna þess hversu hápólitískar sumar sóttvarnaaðgerðir eins og grímuskylda er orðin sums staðar. „Vísindin eru aðferð. Bara vegna þess að það birtist í ritrýndu tímariti þýðir það ekki að málið sé til lykta leitt. Allar rannsóknir hafa sín takmörk og ritrýniferlið sjálft hefur sín takmörk,“ segir hún. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Sjá meira
Lýðheilsusérfræðingar hafa gert athugasemdir við fullyrðingar um að grímur gagnist ekki til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar á grundvelli nýrrar danskrar rannsóknar. Höfundur rannsóknarinnar segir sjálfur að fullyrðingar um það stangist á við niðurstöður hans en aðrir vísindamenn telja að rannsóknin sjálf sé gölluð. Danska rannsóknin vakti töluverða athygli í vikunni en grein um hana birtist í Annals of Internal Medicine. Niðurstöður hennar voru að grímur veiti þeim sem þær bera takmarkaða vernd fyrir kórónuveirusmiti. Þær dragi þó úr líkum á að þeir sem eru með veiruna smiti aðra. Slík vörn skiptir sköpum því þekkt er að smitberar veirunnar geta verið einkennalausir. Þessar niðurstöður stangast nokkuð á við aðrar rannsóknir sem hafa bent til þess grímur dragi úr smithættu, ekki bara fyrir annað fólk heldur einnig þann sem gengur með grímu. Sumir andstæðingar grímuskyldu af hægri væng stjórnmála gripu niðurstöður dönsku rannsóknarinnar á lofti til þess að halda því fram að grímur virki ekki sem sóttvörn í faraldrinum. Áður en niðurstöðurnar voru birtar fóru á flug samsæriskenningar um að stór vísindarit hefðu hafnað því að birta grein um rannsóknina því að „frjálslyndir“ vísindamenn vildu þagga hana niður. Enginn fótur var fyrir þeim hugmyndum. Niðurstaðan að best sé að nota grímu Washington Post segir að lýðheilsusérfræðingar hafi verulegar efasemdir um dönsku rannsóknina. Tom Frieden, fyrrverandi forstjóri Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC), skrifaði í leiðara ritsins sem birti rannsóknina að sýnt hafi verið fram á að grímur verndi annað fólk fyrir smiti og „þrátt fyrir niðurstöður þessarar rannsóknar, sennilega þann sem gengur með grímuna líka“. CDC uppfærði leiðbeiningar sínar um grímur í síðustu viku og segir að þær geti einnig varið þá sem ganga með þær fyrir smiti. Vísaði stofnunin til fjölda rannsókna. Niðurstöður rannsóknarinnar á um sex þúsund manns í Danmörku frá apríl til júní þegar ekki var grímuskylda í landinu var að um fjórtán prósentustigum færri af þeim sem gengu með grímu hafi smitast en þeir sem voru grímulausir. Munurinn hafi þó ekki verið tölfræðilega marktækur og því væri ekki ljóst að grímurnar veittu vernd fyrir smiti. Helmingur þátttakenda voru gefnar grímur og honum ráðlagt að nota þær en hinum helmingnum ekki. Henning Bundgård, aðalhöfundur rannsóknarinnar, segir bandaríska blaðinu að niðurstöðurnar bendi til þess að fólk ætti að ganga með grímur til að vernda aðra. „Við teljum að niðurstaðan sé að við ættum að ganga með grímur.“ Rannsóknir hafa bent til þess að grímuskylda geti gagnast til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar.Vísir/EPA Efast um aðferðirnar Sérfræðingar sem tengjast rannsókninni ekki benda á að hún hafi verið gert þegar samfélagslegt smit í Danmörku hafi verið tiltölulega lítið. Mótefnamæling, eins og sú sem var gerð á þátttakendum, geti ekki sagt til um það á áreiðanlegan hátt hvort að þeir hafi verið smitaðir á samanburðartímabilinu. Aðrar athugasemdir hafa verið gerðar við hönnun rannsóknarinnar og túlkun hennar. Í grein sem fjórir vísindamenn skrifuðu í danskt læknarit héldu þeir fram að rannsóknin væri í raun ekki á hvort betra væri að nota grímur eða ekki heldur aðeins hvort að tilmæli um að fólk noti grímur hvetji fólk til þess að gera það. Vöruðu þeir við því líklegt væri að niðurstöður hefðu spillst af því að sumir þeirra sem áttu ekki að nota grímu hafi einhvern tímann gert það og öfugt. Angela Rasmussen, veirufræðingur við Columbia-háskóla í New York, varar við því að einhverjir sérvelji rannsóknir eins og þær dönsku sem óyggjandi sannanir fyrir málinu sínu vegna þess hversu hápólitískar sumar sóttvarnaaðgerðir eins og grímuskylda er orðin sums staðar. „Vísindin eru aðferð. Bara vegna þess að það birtist í ritrýndu tímariti þýðir það ekki að málið sé til lykta leitt. Allar rannsóknir hafa sín takmörk og ritrýniferlið sjálft hefur sín takmörk,“ segir hún.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Sjá meira