Solskjær: Þurftum á þessum sigri að halda Arnar Geir Halldórsson skrifar 21. nóvember 2020 23:01 Ole Gunnar Solskjær. vísir/Getty Ole Gunnar Solskjær, stjóri Man Utd, var glaður í bragði eftir að hafa séð sína menn leggja West Bromwich Albion að velli á Old Trafford í kvöld. „Það er gott að fá sigur eftir landsleikjatörnina. Við þurftum á þessum sigri á heimavelli að halda. Þetta stóð tæpt en við hefðum átt að skora eitt eða tvö mörk til viðbótar. Þá hefðum við getað verið rólegri í restina,“ sagði Ole Gunnar og hrósaði markverði sínum sérstaklega. „Það er aldrei þægilegt að hafa eins marks forystu gegn góðum liðum. Þeir fengu fín færi og David (De Gea) varði tvisvar frábærlega. Það er stutt á milli í þessu en við erum ánægðir og nú þurfum við að byggja á þessu. Vonandi getum við náð að komast á sigurbraut.“ Eina mark leiksins kom úr vítaspyrnu sem var endurtekin þar sem Sam Johnstone, markvörður WBA, var farinn of snemma af línunni þegar hann varði spyrnu Bruno Fernandes. „Þetta er það sama og David (De Gea) lenti í fyrr á leiktíðinni þegar hann var kominn aðeins af línunni. Þetta er kannski helsti kosturinn við skottækni Bruno (Fernandes). Markmennirnir fara aðeins of snemma af stað,“ sagði Solskjær sem var sammála vítaspyrnudómnum. „Það er hægt að ræða reglurnar um hendi eða ekki hendi endalaust en með VAR er auðvelt að sjá það og lítil snerting getur verið nóg. Þetta er annað en þegar ég var að spila þegar maður þurfti að vera negldur niður til að fá vítaspyrnu,“ sagði Ole Gunnar, léttur í bragði í leikslok. Enski boltinn Tengdar fréttir VAR áberandi þegar Man Utd marði sigur á WBA Manchester United hefur ekki enn unnið heimaleik í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð og West Bromwich Albion er án sigurs eftir fyrstu átta umferðirnar. 21. nóvember 2020 21:51 Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Sjá meira
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Man Utd, var glaður í bragði eftir að hafa séð sína menn leggja West Bromwich Albion að velli á Old Trafford í kvöld. „Það er gott að fá sigur eftir landsleikjatörnina. Við þurftum á þessum sigri á heimavelli að halda. Þetta stóð tæpt en við hefðum átt að skora eitt eða tvö mörk til viðbótar. Þá hefðum við getað verið rólegri í restina,“ sagði Ole Gunnar og hrósaði markverði sínum sérstaklega. „Það er aldrei þægilegt að hafa eins marks forystu gegn góðum liðum. Þeir fengu fín færi og David (De Gea) varði tvisvar frábærlega. Það er stutt á milli í þessu en við erum ánægðir og nú þurfum við að byggja á þessu. Vonandi getum við náð að komast á sigurbraut.“ Eina mark leiksins kom úr vítaspyrnu sem var endurtekin þar sem Sam Johnstone, markvörður WBA, var farinn of snemma af línunni þegar hann varði spyrnu Bruno Fernandes. „Þetta er það sama og David (De Gea) lenti í fyrr á leiktíðinni þegar hann var kominn aðeins af línunni. Þetta er kannski helsti kosturinn við skottækni Bruno (Fernandes). Markmennirnir fara aðeins of snemma af stað,“ sagði Solskjær sem var sammála vítaspyrnudómnum. „Það er hægt að ræða reglurnar um hendi eða ekki hendi endalaust en með VAR er auðvelt að sjá það og lítil snerting getur verið nóg. Þetta er annað en þegar ég var að spila þegar maður þurfti að vera negldur niður til að fá vítaspyrnu,“ sagði Ole Gunnar, léttur í bragði í leikslok.
Enski boltinn Tengdar fréttir VAR áberandi þegar Man Utd marði sigur á WBA Manchester United hefur ekki enn unnið heimaleik í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð og West Bromwich Albion er án sigurs eftir fyrstu átta umferðirnar. 21. nóvember 2020 21:51 Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Sjá meira
VAR áberandi þegar Man Utd marði sigur á WBA Manchester United hefur ekki enn unnið heimaleik í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð og West Bromwich Albion er án sigurs eftir fyrstu átta umferðirnar. 21. nóvember 2020 21:51