Sérstakar áhyggjur af fólki með þroskahömlun sem býr við ofbeldi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 22. nóvember 2020 12:08 Ragna Björg Guðbrandsdóttir verkefnastýra Bjarkarhlíðar hefur sérstakar áhyggjur af fólki með þroskahömlun í þessu árferði. Stöð2 Rúmlega tvö hundruð manns hafa leitað til Bjarkarhlíðar miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis frá því í september. Verkefnastjóri segir að ástandið sé þungt á mörgum heimilum. Hún hefur sérstakar áhyggjur af fólki meðþroskahömlun sem eigi erfitt með að leita sér aðstoðar í þessu árferði. Í ár hafa 744 leitað til Bjarkarhlíðar miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis en allt árið í fyrra voru það 565 manns. Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri Bjarkarhlíðar segir að eftir að fyrstu bylgju kórónuveirufaraldurins lauk hafi verið stöðug fjölgun á brotaþolum sem leita til Bjarkarhlíðar. „Það má segja að það hafi verið jafnt og þétt nánast helmings auking miðað við hvern mánuð. En núna í nóvember sjáum við mikinn mun þá fór málunum að fækka þannig það var alveg greinilegt að fólk hlustaði á skilaboð í sambandi við sóttvarnir. Svo var líka breyting á þjónustunni hjá okkur og við erum bara með símaviðtöl og netviðtöl. Það er greinilegt að það eru ekki margir sem treysta sér til opna á svona erfið mál í gegn um síma eða netið,“ segir Ragna Björn og bætir við að heimilisofbeldismálum hafi ekki fækkað. „Sérstaklega ekki við þessar aðstæður þar sem við vitum það almennt að auka álag í fjölskyldum leiðir oft til aukins ofbeldis en það sem er að gerast er að fólk treystir sér ekki út úr húsi eða er bannað að fara eða það getur ekki hringt því það eru allir heima,“ segir Ragna Björg. Í september leituðu 74 til Bjarkarhlíðar, 86 leituðu þangað í október og 47 í nóvember.„Vissulega er þetta áhyggjuefni og það eru allir þjónustuaðilar að hugsa hvernig þeir geti sem best stutt fólk,“ segir Ragna. Hún viti að ástandið sé slæmt á mörgum heimilum.„Það getur verið mjög þungt. Þegar fólk er fast í ofbeldissambandi þá er þessi ofbeldishringur þar sem koma þessar sprengjur og síðan er komið með einhverjar mótvægisaðgerðir og öllu lofað. Þetta getur lengt þetta ferlið að komast út,“ segir Ragna. Hún hefur sérstakar áhyggjur af fólki með þroskahömlun sem verður fyrir ofbeldi. „Það er voða erfitt að bjóða því fólki upp á símtöl því það er erfiðara fyrir það þannig við höfum sérstakar áhyggjur af þeim hópi,“ segir Ragna Björg. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heimilisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fleiri fréttir Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Sjá meira
Rúmlega tvö hundruð manns hafa leitað til Bjarkarhlíðar miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis frá því í september. Verkefnastjóri segir að ástandið sé þungt á mörgum heimilum. Hún hefur sérstakar áhyggjur af fólki meðþroskahömlun sem eigi erfitt með að leita sér aðstoðar í þessu árferði. Í ár hafa 744 leitað til Bjarkarhlíðar miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis en allt árið í fyrra voru það 565 manns. Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri Bjarkarhlíðar segir að eftir að fyrstu bylgju kórónuveirufaraldurins lauk hafi verið stöðug fjölgun á brotaþolum sem leita til Bjarkarhlíðar. „Það má segja að það hafi verið jafnt og þétt nánast helmings auking miðað við hvern mánuð. En núna í nóvember sjáum við mikinn mun þá fór málunum að fækka þannig það var alveg greinilegt að fólk hlustaði á skilaboð í sambandi við sóttvarnir. Svo var líka breyting á þjónustunni hjá okkur og við erum bara með símaviðtöl og netviðtöl. Það er greinilegt að það eru ekki margir sem treysta sér til opna á svona erfið mál í gegn um síma eða netið,“ segir Ragna Björn og bætir við að heimilisofbeldismálum hafi ekki fækkað. „Sérstaklega ekki við þessar aðstæður þar sem við vitum það almennt að auka álag í fjölskyldum leiðir oft til aukins ofbeldis en það sem er að gerast er að fólk treystir sér ekki út úr húsi eða er bannað að fara eða það getur ekki hringt því það eru allir heima,“ segir Ragna Björg. Í september leituðu 74 til Bjarkarhlíðar, 86 leituðu þangað í október og 47 í nóvember.„Vissulega er þetta áhyggjuefni og það eru allir þjónustuaðilar að hugsa hvernig þeir geti sem best stutt fólk,“ segir Ragna. Hún viti að ástandið sé slæmt á mörgum heimilum.„Það getur verið mjög þungt. Þegar fólk er fast í ofbeldissambandi þá er þessi ofbeldishringur þar sem koma þessar sprengjur og síðan er komið með einhverjar mótvægisaðgerðir og öllu lofað. Þetta getur lengt þetta ferlið að komast út,“ segir Ragna. Hún hefur sérstakar áhyggjur af fólki með þroskahömlun sem verður fyrir ofbeldi. „Það er voða erfitt að bjóða því fólki upp á símtöl því það er erfiðara fyrir það þannig við höfum sérstakar áhyggjur af þeim hópi,“ segir Ragna Björg.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heimilisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fleiri fréttir Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Sjá meira