Sérstakar áhyggjur af fólki með þroskahömlun sem býr við ofbeldi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 22. nóvember 2020 12:08 Ragna Björg Guðbrandsdóttir verkefnastýra Bjarkarhlíðar hefur sérstakar áhyggjur af fólki með þroskahömlun í þessu árferði. Stöð2 Rúmlega tvö hundruð manns hafa leitað til Bjarkarhlíðar miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis frá því í september. Verkefnastjóri segir að ástandið sé þungt á mörgum heimilum. Hún hefur sérstakar áhyggjur af fólki meðþroskahömlun sem eigi erfitt með að leita sér aðstoðar í þessu árferði. Í ár hafa 744 leitað til Bjarkarhlíðar miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis en allt árið í fyrra voru það 565 manns. Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri Bjarkarhlíðar segir að eftir að fyrstu bylgju kórónuveirufaraldurins lauk hafi verið stöðug fjölgun á brotaþolum sem leita til Bjarkarhlíðar. „Það má segja að það hafi verið jafnt og þétt nánast helmings auking miðað við hvern mánuð. En núna í nóvember sjáum við mikinn mun þá fór málunum að fækka þannig það var alveg greinilegt að fólk hlustaði á skilaboð í sambandi við sóttvarnir. Svo var líka breyting á þjónustunni hjá okkur og við erum bara með símaviðtöl og netviðtöl. Það er greinilegt að það eru ekki margir sem treysta sér til opna á svona erfið mál í gegn um síma eða netið,“ segir Ragna Björn og bætir við að heimilisofbeldismálum hafi ekki fækkað. „Sérstaklega ekki við þessar aðstæður þar sem við vitum það almennt að auka álag í fjölskyldum leiðir oft til aukins ofbeldis en það sem er að gerast er að fólk treystir sér ekki út úr húsi eða er bannað að fara eða það getur ekki hringt því það eru allir heima,“ segir Ragna Björg. Í september leituðu 74 til Bjarkarhlíðar, 86 leituðu þangað í október og 47 í nóvember.„Vissulega er þetta áhyggjuefni og það eru allir þjónustuaðilar að hugsa hvernig þeir geti sem best stutt fólk,“ segir Ragna. Hún viti að ástandið sé slæmt á mörgum heimilum.„Það getur verið mjög þungt. Þegar fólk er fast í ofbeldissambandi þá er þessi ofbeldishringur þar sem koma þessar sprengjur og síðan er komið með einhverjar mótvægisaðgerðir og öllu lofað. Þetta getur lengt þetta ferlið að komast út,“ segir Ragna. Hún hefur sérstakar áhyggjur af fólki með þroskahömlun sem verður fyrir ofbeldi. „Það er voða erfitt að bjóða því fólki upp á símtöl því það er erfiðara fyrir það þannig við höfum sérstakar áhyggjur af þeim hópi,“ segir Ragna Björg. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heimilisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Sjá meira
Rúmlega tvö hundruð manns hafa leitað til Bjarkarhlíðar miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis frá því í september. Verkefnastjóri segir að ástandið sé þungt á mörgum heimilum. Hún hefur sérstakar áhyggjur af fólki meðþroskahömlun sem eigi erfitt með að leita sér aðstoðar í þessu árferði. Í ár hafa 744 leitað til Bjarkarhlíðar miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis en allt árið í fyrra voru það 565 manns. Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri Bjarkarhlíðar segir að eftir að fyrstu bylgju kórónuveirufaraldurins lauk hafi verið stöðug fjölgun á brotaþolum sem leita til Bjarkarhlíðar. „Það má segja að það hafi verið jafnt og þétt nánast helmings auking miðað við hvern mánuð. En núna í nóvember sjáum við mikinn mun þá fór málunum að fækka þannig það var alveg greinilegt að fólk hlustaði á skilaboð í sambandi við sóttvarnir. Svo var líka breyting á þjónustunni hjá okkur og við erum bara með símaviðtöl og netviðtöl. Það er greinilegt að það eru ekki margir sem treysta sér til opna á svona erfið mál í gegn um síma eða netið,“ segir Ragna Björn og bætir við að heimilisofbeldismálum hafi ekki fækkað. „Sérstaklega ekki við þessar aðstæður þar sem við vitum það almennt að auka álag í fjölskyldum leiðir oft til aukins ofbeldis en það sem er að gerast er að fólk treystir sér ekki út úr húsi eða er bannað að fara eða það getur ekki hringt því það eru allir heima,“ segir Ragna Björg. Í september leituðu 74 til Bjarkarhlíðar, 86 leituðu þangað í október og 47 í nóvember.„Vissulega er þetta áhyggjuefni og það eru allir þjónustuaðilar að hugsa hvernig þeir geti sem best stutt fólk,“ segir Ragna. Hún viti að ástandið sé slæmt á mörgum heimilum.„Það getur verið mjög þungt. Þegar fólk er fast í ofbeldissambandi þá er þessi ofbeldishringur þar sem koma þessar sprengjur og síðan er komið með einhverjar mótvægisaðgerðir og öllu lofað. Þetta getur lengt þetta ferlið að komast út,“ segir Ragna. Hún hefur sérstakar áhyggjur af fólki með þroskahömlun sem verður fyrir ofbeldi. „Það er voða erfitt að bjóða því fólki upp á símtöl því það er erfiðara fyrir það þannig við höfum sérstakar áhyggjur af þeim hópi,“ segir Ragna Björg.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heimilisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Sjá meira
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent