Aldrei eins margar tilkynningar um heimilisofbeldi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 23. nóvember 2020 19:00 Aldrei hafa eins margar tilkynningar borist um heimilisofbeldi og í ár, að sögn lögreglu. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur aldrei fengið eins margar tilkynningar um heimilisofbeldi og í ár, en þær eru nú orðnar tæplega sjö hundruð talsins. Alls hafa 698 tilkynningar borist um heimilisofbeldi á höfuðborgarsvæðinu í ár en til samanburðar voru þær 639 á sama tíma. Flestar tilkynningar bárust í svonefndri fyrstu bylgju kórónuveirufaraldursins en þá voru þær allt að 82 á mánuði. Í dag eru þær um 60 til 65 talsins á mánuði. „Í fyrstu bylgju sáum við verulega aukningu. Þetta er líkamsárásir, hótanir, eignaspjöll, kynferðisbrot og fleira,“ segir Guðrún Jack, rannsóknarlögreglumaður. Skýringin á fjölgun tilkynninga er ekki síður rakin til þeirrar vitundarvakningar sem hefur átt sér stað og fólk virðist veigra sér síður við því að hafa samband við lögreglu. Þá hefur lögregla verið í sérstöku átaki gegn heimilisofbeldi undanfarin ár. „Þessi mál heimilisofbeldismál eru alltaf í forgangi hjá okkur. Og við vinnum markvisst að því að gera betur og rýnum til gagns. Við sjáum núna í þriðju bylgjunni að það er ekki kominn toppur eins og var í fyrstu bylgju. Við skýrum það meðal annars af samfélagslegri ábyrgð og að þessi málaflokkur er kominn í algjöran forgang,“ segir hún. Fjörutíu prósent af tilkynningunum snúa að ofbeldi af hendi maka, og 28,5 prósent að ofbeldi af hendi fyrrum maka. Tólf prósent tilkynninganna eru vegna ofbeldis barns í garð foreldris, og 7,3 prósent af hendi foreldris í garð barns. Guðrún segir konur oftast vera þolendur en að mörg dæmi séu um andlegt ofbeldi af þeirra hálfu. Sá vandi sé falinn og sé almennt fyrirferðarlítill í umræðunni. Guðrún Jack segir að vitundarvakning hafi átt sér stað. Fólk veigri sér síður við því að tilkynna um hugsanlegt ofbeldi. Vísir/Egill „Ofbeldið er oftast milli skyldra og tengdra, þá í nánu sambandi eða aðilar sem voru í sambandi. Oft er þetta líka konur sem beita karlmenn ofbeldi og þá sjáum við oft andlegt ofbeldi sem er falið og kannski að festa hendur á.“ Hún segir að þegar deilur verði á milli fólks með börn á heimilinu sé því oft borið við að börnin hafi verið sofandi og ekki orðið vör við þær. „Börnin vita alltaf um ofbeldi sem á sér stað á heimilinu. Þegar maður fer inn á heimili þar sem heimilisofbeldi hefur átt sér stað vill það oft loða við að heimilisfólk segir að börnin hafi verið sofandi og viti ekki. En rannsóknir hafa sýnt að börn vita, og þau vita alltaf.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Heimilisofbeldi Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur aldrei fengið eins margar tilkynningar um heimilisofbeldi og í ár, en þær eru nú orðnar tæplega sjö hundruð talsins. Alls hafa 698 tilkynningar borist um heimilisofbeldi á höfuðborgarsvæðinu í ár en til samanburðar voru þær 639 á sama tíma. Flestar tilkynningar bárust í svonefndri fyrstu bylgju kórónuveirufaraldursins en þá voru þær allt að 82 á mánuði. Í dag eru þær um 60 til 65 talsins á mánuði. „Í fyrstu bylgju sáum við verulega aukningu. Þetta er líkamsárásir, hótanir, eignaspjöll, kynferðisbrot og fleira,“ segir Guðrún Jack, rannsóknarlögreglumaður. Skýringin á fjölgun tilkynninga er ekki síður rakin til þeirrar vitundarvakningar sem hefur átt sér stað og fólk virðist veigra sér síður við því að hafa samband við lögreglu. Þá hefur lögregla verið í sérstöku átaki gegn heimilisofbeldi undanfarin ár. „Þessi mál heimilisofbeldismál eru alltaf í forgangi hjá okkur. Og við vinnum markvisst að því að gera betur og rýnum til gagns. Við sjáum núna í þriðju bylgjunni að það er ekki kominn toppur eins og var í fyrstu bylgju. Við skýrum það meðal annars af samfélagslegri ábyrgð og að þessi málaflokkur er kominn í algjöran forgang,“ segir hún. Fjörutíu prósent af tilkynningunum snúa að ofbeldi af hendi maka, og 28,5 prósent að ofbeldi af hendi fyrrum maka. Tólf prósent tilkynninganna eru vegna ofbeldis barns í garð foreldris, og 7,3 prósent af hendi foreldris í garð barns. Guðrún segir konur oftast vera þolendur en að mörg dæmi séu um andlegt ofbeldi af þeirra hálfu. Sá vandi sé falinn og sé almennt fyrirferðarlítill í umræðunni. Guðrún Jack segir að vitundarvakning hafi átt sér stað. Fólk veigri sér síður við því að tilkynna um hugsanlegt ofbeldi. Vísir/Egill „Ofbeldið er oftast milli skyldra og tengdra, þá í nánu sambandi eða aðilar sem voru í sambandi. Oft er þetta líka konur sem beita karlmenn ofbeldi og þá sjáum við oft andlegt ofbeldi sem er falið og kannski að festa hendur á.“ Hún segir að þegar deilur verði á milli fólks með börn á heimilinu sé því oft borið við að börnin hafi verið sofandi og ekki orðið vör við þær. „Börnin vita alltaf um ofbeldi sem á sér stað á heimilinu. Þegar maður fer inn á heimili þar sem heimilisofbeldi hefur átt sér stað vill það oft loða við að heimilisfólk segir að börnin hafi verið sofandi og viti ekki. En rannsóknir hafa sýnt að börn vita, og þau vita alltaf.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Heimilisofbeldi Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira