Töldu sig hafa lagt hald á metmagn ketamíns Samúel Karl Ólason skrifar 24. nóvember 2020 10:27 Lögregluþjónar töldu sig hafa lagt hald á 11,5 tonn af ketamíni. Svo reyndist ekki. Vísir/ONCB Fyrr í þessum mánuði sendu yfirvöld í Taílandi frá sér yfirlýsingu um að metmagn lyfsins ketamín hefði fundist og að lögregla hefði lagt hald á það. Ketamínið var verðmetið á um milljarð dala, eða um 135 milljarða króna. Nú virðist þó sem ekki hafi verið um ketamín að ræða. Somsak Thepsuthin, dómsmálaráðherra, sagði frá þessu í morgun. Hann sagði lögregluþjóna nota efni sem verður fjólublátt í snertingu við ketamín til að finna lyfið. Nú hefur komið í ljós að efnið verður einnig fjólublátt þegar það kemst í snertingu við trísódíum fosfat, sem er efni sem notað er i framleiðslu matvæla og hreinsiefna, samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar. „Þetta var misskilningur sem við þurfum að sætta okkur við. Þetta voru ekki mistök. Þetta er ný þekking,“ sagði Thepsuthin. Efnin fundust og voru haldlögð þann 12. nóvember. Þegar fundurinn var tilkynntur sögðu yfirvöld í Taílandi að smyglið vísaði til alþjóðlegrar glæpastarfsemi. Efnin voru flutt í báti og voru í 475 pokum og alls 11,5 tonn að þyngd. Búið er að greina efni í 66 pokum og hefur ekkert ketamín fundist. Í frétt Vice frá því þegar efnin voru haldlögð segir að vitað sé að umfangsmikið framleiðsla á metamfetamíni á sér stað í Suðaustur-Asíu og að frá árinu 2015 hafi lögregluembætti á svæðinu verið að leggja meira og meira hald á ketamín. Hér má sjá færslu frá undirstofnun dómsmálaráðuneytis Taílands, ONCB, þar sem farið er með málefni fíkniefna þar í landi, um fund efnanna fyrr í mánuðinum. . . . 11.5 12 2563 ...Posted by on Thursday, 12 November 2020 Taíland Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Fyrr í þessum mánuði sendu yfirvöld í Taílandi frá sér yfirlýsingu um að metmagn lyfsins ketamín hefði fundist og að lögregla hefði lagt hald á það. Ketamínið var verðmetið á um milljarð dala, eða um 135 milljarða króna. Nú virðist þó sem ekki hafi verið um ketamín að ræða. Somsak Thepsuthin, dómsmálaráðherra, sagði frá þessu í morgun. Hann sagði lögregluþjóna nota efni sem verður fjólublátt í snertingu við ketamín til að finna lyfið. Nú hefur komið í ljós að efnið verður einnig fjólublátt þegar það kemst í snertingu við trísódíum fosfat, sem er efni sem notað er i framleiðslu matvæla og hreinsiefna, samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar. „Þetta var misskilningur sem við þurfum að sætta okkur við. Þetta voru ekki mistök. Þetta er ný þekking,“ sagði Thepsuthin. Efnin fundust og voru haldlögð þann 12. nóvember. Þegar fundurinn var tilkynntur sögðu yfirvöld í Taílandi að smyglið vísaði til alþjóðlegrar glæpastarfsemi. Efnin voru flutt í báti og voru í 475 pokum og alls 11,5 tonn að þyngd. Búið er að greina efni í 66 pokum og hefur ekkert ketamín fundist. Í frétt Vice frá því þegar efnin voru haldlögð segir að vitað sé að umfangsmikið framleiðsla á metamfetamíni á sér stað í Suðaustur-Asíu og að frá árinu 2015 hafi lögregluembætti á svæðinu verið að leggja meira og meira hald á ketamín. Hér má sjá færslu frá undirstofnun dómsmálaráðuneytis Taílands, ONCB, þar sem farið er með málefni fíkniefna þar í landi, um fund efnanna fyrr í mánuðinum. . . . 11.5 12 2563 ...Posted by on Thursday, 12 November 2020
Taíland Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira