Hversdagsleikinn, ömurlega veðrið og þunglyndið Stefán Árni Pálsson skrifar 24. nóvember 2020 15:31 Frá tökum á myndbandinu. Mynd/Þórsteinn Sigurðsson Nú þegar vetur skellur á hér á norðurhveli jarðar gefur Jón Þór Birgisson, betur þekttur sem Jónsi, út nýtt myndband fyrir lagið Sumarið sem aldrei kom af nýju plötu sinni Shiver, sem kom nýlega út á vegum Krunk útgáfunnar. Myndbandinu er leikstýrt af Frosta Jóni Runólfssyni og lýsir Jónsi tilurð þess svona. „Ég bað Frosta vin minn um að gera myndband um Ísland, en ekki með fallegu náttúrunni og umhverfinu. Meira svona svipmyndir af hversdagsleikanum, ömurlega veðrinu og þunglyndinu. Ég man þegar ég hringdi heim einn sumardaginn og talaði við systur mína. Hún var að kvarta yfir veðrinu, að það væri bara stanslaus rigning og kuldi. Það var vor og síðan haust og sumarið kom aldrei. Íslendingar lifa fyrir sólarglætuna og birtuna og þegar það gerist ekki þá er það virkilega erfitt. Þetta er erfiður staður að vera á en líka besti staðurinn,“ segir Jónsi og heldur áfram. Jónsi og félagar í Sigur Rós á tónleikum í Laugardalshöllinni.fréttablaðið/valli „Þessir öfgar á milli ljós og myrkurs og allt þar á milli. Þetta myndband er líka tileinkað minningu Ólafs Kristjánssonar (veðurmannsins) sem kemur fyrir í því en hann lést stuttu síðar. Hvíl í friði.“ Shiver inniheldur 11 ný lög, þar á meðal Salt Licorice þar sem poppstjarnan Robyn syngur með honum, Exhale og Cannibal, sem hann gerði í samstarfi við Liz Fraser úr hljómsveitinni Cocteau Twins. Jónsi hefur frá upphafi ferils síns skapað sér nafn með mikilfenglegum tónsmíðum sem kafa djúpt ofan í mannlega vitund og kanna samband okkar við náttúruna. Með Sigur Rós tókst honum að umbreyta harðneskjulegu landslagi Íslands yfir í tónlist sem er bæði tær, lífræn og ósnortin af nútímanum, þó svo að hún lifi þar góðu lífi. Upptökustjórn Cook er á hinum enda litrófsins, hljóðheimur hans getur verið vélrænn, stundum harkalegur og afar tilraunakenndur. Samstarf þeirra gæti því komið einhverjum á óvart, en afraksturinn er fallegur og dáleiðandi rödd Jónsa ferðast á nýjar og ókunnugar slóðir í Shiver. Hér að neðan má sjá myndbandið. Tónlist Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Nú þegar vetur skellur á hér á norðurhveli jarðar gefur Jón Þór Birgisson, betur þekttur sem Jónsi, út nýtt myndband fyrir lagið Sumarið sem aldrei kom af nýju plötu sinni Shiver, sem kom nýlega út á vegum Krunk útgáfunnar. Myndbandinu er leikstýrt af Frosta Jóni Runólfssyni og lýsir Jónsi tilurð þess svona. „Ég bað Frosta vin minn um að gera myndband um Ísland, en ekki með fallegu náttúrunni og umhverfinu. Meira svona svipmyndir af hversdagsleikanum, ömurlega veðrinu og þunglyndinu. Ég man þegar ég hringdi heim einn sumardaginn og talaði við systur mína. Hún var að kvarta yfir veðrinu, að það væri bara stanslaus rigning og kuldi. Það var vor og síðan haust og sumarið kom aldrei. Íslendingar lifa fyrir sólarglætuna og birtuna og þegar það gerist ekki þá er það virkilega erfitt. Þetta er erfiður staður að vera á en líka besti staðurinn,“ segir Jónsi og heldur áfram. Jónsi og félagar í Sigur Rós á tónleikum í Laugardalshöllinni.fréttablaðið/valli „Þessir öfgar á milli ljós og myrkurs og allt þar á milli. Þetta myndband er líka tileinkað minningu Ólafs Kristjánssonar (veðurmannsins) sem kemur fyrir í því en hann lést stuttu síðar. Hvíl í friði.“ Shiver inniheldur 11 ný lög, þar á meðal Salt Licorice þar sem poppstjarnan Robyn syngur með honum, Exhale og Cannibal, sem hann gerði í samstarfi við Liz Fraser úr hljómsveitinni Cocteau Twins. Jónsi hefur frá upphafi ferils síns skapað sér nafn með mikilfenglegum tónsmíðum sem kafa djúpt ofan í mannlega vitund og kanna samband okkar við náttúruna. Með Sigur Rós tókst honum að umbreyta harðneskjulegu landslagi Íslands yfir í tónlist sem er bæði tær, lífræn og ósnortin af nútímanum, þó svo að hún lifi þar góðu lífi. Upptökustjórn Cook er á hinum enda litrófsins, hljóðheimur hans getur verið vélrænn, stundum harkalegur og afar tilraunakenndur. Samstarf þeirra gæti því komið einhverjum á óvart, en afraksturinn er fallegur og dáleiðandi rödd Jónsa ferðast á nýjar og ókunnugar slóðir í Shiver. Hér að neðan má sjá myndbandið.
Tónlist Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira