Aðhaldskrafa á spítalann eins og blaut tuska Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. nóvember 2020 14:47 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Vísir/vilhelm Þjarmað var að Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, vegna niðurskurðarkröfu á Landspítalann í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. „Nú sjá stjórnendur Landspítalans fram á að þurfa að fresta húsnæðisframkvæmdum, skerða þjónustu kvenlækningadeildar, þétta vaktaskipulag lækna og seinka sumarráðningum, vegna þess að fjármunum til rekstursins er of naumt skammtað. Auk þess að geta ekki unnið á biðlistum sem hafa lengst mikið vegna farsóttarinnar,“ sagði Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingar, og spurði hvort forsvaranlegt væri í miðjum heimsfaraldri að spítalinn þurfi að skerða þjónustu við sjúklinga. Samkvæmt yfirlýsingu heilbrigðisráðuneytisins nam uppsafnaður halli Landspítalans 3,8 milljörðum króna í árslok 2019. Þar segir að spítalinn hafi farið fram úr fjárlögum á síðustu árum og gert er ráð fyrir að hann fái svigrúm til að vinna hallann upp á næstu þremur árum. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs er auk þess 0,5% aðhaldskrafa á allar heilbrigðisstofnanir landsins. Hjá Landspítala nemur þessi krafa um 400 milljónum króna. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.vísir/stefán Í svari við fyrirspurn Loga sagði Svandís að skerðing á þjónustu við sjúklinga komi ekki til álita sem hluti af hagræðingaraðgerðum. Fyrirhugað sé að funda með yfirstjórn spítalans um málið í vikunni. Þá ítrekaði hún að allur viðbótarkostnaður sem falli á spítalann vegna Covid-19 verði bættur. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, sagði hagræðinguna ekkert annað en niðurskurðarkröfu og ekki síst þar sem fresta eigi uppbyggingu innviða. „Og korteri eftir Landakotsskýrsluna er þetta afar furðuleg forgangsröðun.“ Sara Elísa Þórðardóttir, þingmaður Pírata, sagði kröfuna blauta tusku í andlit stjórnenda spítalans og þjóðarinnar allrar. „Það sætir undrun að stjórnvöld skuli gera stórkostlega aðhaldskröfu á þungamiðju heilbrigðiskerfisins sjálfs, Landspítalann.“ Svandís sagði stjórnendur spítalans hafa verið miðvitaða um kröfuna. „Af því að háttvirtur þingmaður spyr um blauta tusku er það svo, því miður, að Landspítalinn veit og vissi af þessum halla og vissi af því hvernig hann liti út. En aðhaldskrafa stjórnvalda er 0,5% á ári hverju á heilbrigðisþjónustu.“ Alþingi Heilbrigðismál Landspítalinn Hópsýking á Landakoti Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
Þjarmað var að Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, vegna niðurskurðarkröfu á Landspítalann í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. „Nú sjá stjórnendur Landspítalans fram á að þurfa að fresta húsnæðisframkvæmdum, skerða þjónustu kvenlækningadeildar, þétta vaktaskipulag lækna og seinka sumarráðningum, vegna þess að fjármunum til rekstursins er of naumt skammtað. Auk þess að geta ekki unnið á biðlistum sem hafa lengst mikið vegna farsóttarinnar,“ sagði Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingar, og spurði hvort forsvaranlegt væri í miðjum heimsfaraldri að spítalinn þurfi að skerða þjónustu við sjúklinga. Samkvæmt yfirlýsingu heilbrigðisráðuneytisins nam uppsafnaður halli Landspítalans 3,8 milljörðum króna í árslok 2019. Þar segir að spítalinn hafi farið fram úr fjárlögum á síðustu árum og gert er ráð fyrir að hann fái svigrúm til að vinna hallann upp á næstu þremur árum. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs er auk þess 0,5% aðhaldskrafa á allar heilbrigðisstofnanir landsins. Hjá Landspítala nemur þessi krafa um 400 milljónum króna. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.vísir/stefán Í svari við fyrirspurn Loga sagði Svandís að skerðing á þjónustu við sjúklinga komi ekki til álita sem hluti af hagræðingaraðgerðum. Fyrirhugað sé að funda með yfirstjórn spítalans um málið í vikunni. Þá ítrekaði hún að allur viðbótarkostnaður sem falli á spítalann vegna Covid-19 verði bættur. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, sagði hagræðinguna ekkert annað en niðurskurðarkröfu og ekki síst þar sem fresta eigi uppbyggingu innviða. „Og korteri eftir Landakotsskýrsluna er þetta afar furðuleg forgangsröðun.“ Sara Elísa Þórðardóttir, þingmaður Pírata, sagði kröfuna blauta tusku í andlit stjórnenda spítalans og þjóðarinnar allrar. „Það sætir undrun að stjórnvöld skuli gera stórkostlega aðhaldskröfu á þungamiðju heilbrigðiskerfisins sjálfs, Landspítalann.“ Svandís sagði stjórnendur spítalans hafa verið miðvitaða um kröfuna. „Af því að háttvirtur þingmaður spyr um blauta tusku er það svo, því miður, að Landspítalinn veit og vissi af þessum halla og vissi af því hvernig hann liti út. En aðhaldskrafa stjórnvalda er 0,5% á ári hverju á heilbrigðisþjónustu.“
Alþingi Heilbrigðismál Landspítalinn Hópsýking á Landakoti Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira