Lífið

Sagan af stór­slysa­stúlkunni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Prakkaralegum svip Zoe Roth hefur verið splæst inn á ógrynni mynda.
Prakkaralegum svip Zoe Roth hefur verið splæst inn á ógrynni mynda.

Það kannast eflaust margir við hugtakið meme. Það er í raun ljósmynd sem fer eins og eldur í sinu um netheima, oftar en ekki hefur texta verið komið fyrir á eða við myndina og hún svo notuð við alls kyns tilefni í netumræðu.

Myndin af Zoe Roth birtist fyrst á netinu árið 2005 og var hún þá aðeins fimm ára. Þá var hún að slaka á heima hjá sér að horfa á sjónvarpið með fjölskyldunni þegar þau heyra gríðarlega mikil sírenulæti í götunni.

Þegar út var komið stóð einbýlishús í götunni í ljósum logum. Í raun var um æfingu að ræða hjá slökkviliðinu og áttu þeir að spreyta sig í raunverulegum aðstæðum.

Faðir Roth hafði nýverið fjárfest í myndavél og náði hann þessari skemmtilegu mynd af dóttur sinni, mynd sem átti eftir að breyta lífi hennar.

Umrætt meme kallast Disaster Girl eða stórslysastúlkan og er reglulega notað á veraldarvefnum.

Hér að neðan má heyra sögu Roth hvernig hún varð að stórslysastúlkunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×