Zlatan ósáttur við að tölvuleikjaframleiðandi noti nafn hans og útlitseinkenni án leyfis Ísak Hallmundarson skrifar 24. nóvember 2020 18:01 Það er bara einn Zlatan. getty/Marco Canoniero Hinn sænski knattspyrnusnillingur Zlatan Ibrahimovic er engum líkur. Hann hefur skorað yfir 500 mörk á ferlinum og þrátt fyrir að verða fertugur á næsta ári er hann lykilmaður í toppliði AC Milan í ítölsku úrvalsdeildinni og markahæsti leikmaður deildarinnar á tímabilinu til þessa. Zlatan er einnig þekktur fyrir að segja nákvæmlega það sem honum finnst utan vallar og í nýlegri Twitter-færslu furðar hann sig á því hvers vegna tölvuleikjaframleiðandinn EA Sports, sem framleiðir meðal annars FIFA tölvuleikinn vinsæla, geti notað nafn hans og útlit án þess að hafa nokkurn tímann rætt við hann sjálfan. Who gave FIFA EA Sport permission to use my name and face? @FIFPro? I’m not aware to be a member of Fifpro and if I am I was put there without any real knowledge through some weird manouver. And for sure I never allowed @FIFAcom or Fifpro to make money using me— Zlatan Ibrahimović (@Ibra_official) November 23, 2020 Hann segist aldrei hafa leyft FIFA eða leikmannasamtökunum Fifpro að nota sig til að græða pening. „Einhver hefur hagnast á nafninu mínu og andliti án samkomulags öll þessi ár. Tími til kominn að rannsaka málið,“ segir Zlatan á Twitter. Somebody is making profit on my name and face without any agreement all these years.Time to investigate— Zlatan Ibrahimović (@Ibra_official) November 23, 2020 Staðreyndin er hinsvegar sú að hvort sem Svíanum líkar betur eða verr, gerði EA Sports samkomulag við bæði AC Milan og Inter Milan fyrr á árinu sem veitti EA réttinn á að nota búninga liðanna, heimavöll og útlitseinkenni leikmanna. Það síðastnefnda útskýrir hvers vegna fyrirtækið má nota útlit Zlatans í leiknum. Ítalski boltinn Rafíþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Sjá meira
Hinn sænski knattspyrnusnillingur Zlatan Ibrahimovic er engum líkur. Hann hefur skorað yfir 500 mörk á ferlinum og þrátt fyrir að verða fertugur á næsta ári er hann lykilmaður í toppliði AC Milan í ítölsku úrvalsdeildinni og markahæsti leikmaður deildarinnar á tímabilinu til þessa. Zlatan er einnig þekktur fyrir að segja nákvæmlega það sem honum finnst utan vallar og í nýlegri Twitter-færslu furðar hann sig á því hvers vegna tölvuleikjaframleiðandinn EA Sports, sem framleiðir meðal annars FIFA tölvuleikinn vinsæla, geti notað nafn hans og útlit án þess að hafa nokkurn tímann rætt við hann sjálfan. Who gave FIFA EA Sport permission to use my name and face? @FIFPro? I’m not aware to be a member of Fifpro and if I am I was put there without any real knowledge through some weird manouver. And for sure I never allowed @FIFAcom or Fifpro to make money using me— Zlatan Ibrahimović (@Ibra_official) November 23, 2020 Hann segist aldrei hafa leyft FIFA eða leikmannasamtökunum Fifpro að nota sig til að græða pening. „Einhver hefur hagnast á nafninu mínu og andliti án samkomulags öll þessi ár. Tími til kominn að rannsaka málið,“ segir Zlatan á Twitter. Somebody is making profit on my name and face without any agreement all these years.Time to investigate— Zlatan Ibrahimović (@Ibra_official) November 23, 2020 Staðreyndin er hinsvegar sú að hvort sem Svíanum líkar betur eða verr, gerði EA Sports samkomulag við bæði AC Milan og Inter Milan fyrr á árinu sem veitti EA réttinn á að nota búninga liðanna, heimavöll og útlitseinkenni leikmanna. Það síðastnefnda útskýrir hvers vegna fyrirtækið má nota útlit Zlatans í leiknum.
Ítalski boltinn Rafíþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Sjá meira