Æfingafélagi Katrínar Tönju með COVID Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. nóvember 2020 08:31 Tori Dyson og Katrín Tanja Davíðsdóttir hafa æft lengi saman og þekkjast mjög vel. Instagram/@toridysonnn Tori Dyson, æfingafélagi Katrínar Tönju Davíðsdóttur, í aðdraganda heimsleikanna, greindist með kórónuveiruna á dögunum. Katrín Tanja hefur verið á Íslandi undanfarnar vikur og þetta smit hefur því sem betur fer engin áhrif á hana. Tori Dyson talaði mjög vel um Katrínu Tönju í pistli á Instagram síðu sinni sem við sögðu frá hér á Vísi en finna má einnig hérna neðst í fréttinni. Tori Dyson er einn af þjálfurunum hjá CrossFit New England stöðinni þar sem Katrín Tanja æfir stóran hluta ársins hjá þjálfara sínum Ben Bergeron. Fréttasíðan Morning Chalk Up sagði frá smiti Tori Dyson og var með alla málavexti á hreinu. Tori ferðaðist til Nashville fyrir tveimur vikum til að hitta CrossFit konurnar Brooke Wells, Jessicu Griffith og Amöndu Barnhart. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Hún fór í kórónupróf þegar hún kom til baka, samkvæmt reglum Massachusetts-fylkis, en var neikvæð. Hún mætti svo aftur til vinnu en fór síðan að finna fyrir einkennum á miðvikudaginn fyrir viku. Tori Dyson hafði ekki áhyggjur eftir að hafa fengið neikvæða niðurstöðu en fór loksins í annað próf á laugardeginum. Hún fékk jákvæða niðurstöðu úr því á sunnudaginn var. Tori hefur það ágætt fyrir utan það að vera kvefuð en hún missti einnig lyktar- og bragðskyn. Tori Dyson er nú í einangrun en það þurfti að loka CrossFit New England stöðinni í tvo daga vegna smitsins. Tori Dyson sendi frá sér myndband á Instagram síðunni þar sem hún sagði hversu leið hún var yfir því að hafa orsakað það að það þurfti að loka stöðinni. „Kórónuveiran er alvöru. Notið grímu, þvoið ykkur um hendurnar og ef þið finnið einhver einkenni farið strax í próf og haldið ykkur til hlés þar til þið fáið niðurstöðurnar,“ sagði Tori Dyson. View this post on Instagram A post shared by Tori Dyson (@toridysonnn) CrossFit Tengdar fréttir Segir að Katrín Tanja sé með hjarta úr gulli Æfingafélagi Katrínar Tönju Davíðsdóttur út í Bandaríkjunum skrifar mjög fallega um íslensku CrossFit stjörnuna og þá sérstaklega um það hvað hún sé laus við alla stjörnustæla og komi vel fram við fólkið í kringum sig. 24. september 2020 09:01 Katrín Tanja á topplistanum yfir markaðsvænlegasta íþróttafólk heims Ísland á flottan fulltrúa á nýjum lista yfir það íþróttafólk heimsins sem er með seljanlegustu ímyndina. Lionel Messi endaði ofar en Cristiano Ronaldo. 29. september 2020 09:00 Gælunafn Katrínar Tönju kom frá þjálfara hennar Íslenska CrossFit stjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur fengið gælunafnið „Sled-dog“ eða sleðahundur í CrossFit heiminum. 9. október 2020 09:00 Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Sjá meira
Tori Dyson, æfingafélagi Katrínar Tönju Davíðsdóttur, í aðdraganda heimsleikanna, greindist með kórónuveiruna á dögunum. Katrín Tanja hefur verið á Íslandi undanfarnar vikur og þetta smit hefur því sem betur fer engin áhrif á hana. Tori Dyson talaði mjög vel um Katrínu Tönju í pistli á Instagram síðu sinni sem við sögðu frá hér á Vísi en finna má einnig hérna neðst í fréttinni. Tori Dyson er einn af þjálfurunum hjá CrossFit New England stöðinni þar sem Katrín Tanja æfir stóran hluta ársins hjá þjálfara sínum Ben Bergeron. Fréttasíðan Morning Chalk Up sagði frá smiti Tori Dyson og var með alla málavexti á hreinu. Tori ferðaðist til Nashville fyrir tveimur vikum til að hitta CrossFit konurnar Brooke Wells, Jessicu Griffith og Amöndu Barnhart. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Hún fór í kórónupróf þegar hún kom til baka, samkvæmt reglum Massachusetts-fylkis, en var neikvæð. Hún mætti svo aftur til vinnu en fór síðan að finna fyrir einkennum á miðvikudaginn fyrir viku. Tori Dyson hafði ekki áhyggjur eftir að hafa fengið neikvæða niðurstöðu en fór loksins í annað próf á laugardeginum. Hún fékk jákvæða niðurstöðu úr því á sunnudaginn var. Tori hefur það ágætt fyrir utan það að vera kvefuð en hún missti einnig lyktar- og bragðskyn. Tori Dyson er nú í einangrun en það þurfti að loka CrossFit New England stöðinni í tvo daga vegna smitsins. Tori Dyson sendi frá sér myndband á Instagram síðunni þar sem hún sagði hversu leið hún var yfir því að hafa orsakað það að það þurfti að loka stöðinni. „Kórónuveiran er alvöru. Notið grímu, þvoið ykkur um hendurnar og ef þið finnið einhver einkenni farið strax í próf og haldið ykkur til hlés þar til þið fáið niðurstöðurnar,“ sagði Tori Dyson. View this post on Instagram A post shared by Tori Dyson (@toridysonnn)
CrossFit Tengdar fréttir Segir að Katrín Tanja sé með hjarta úr gulli Æfingafélagi Katrínar Tönju Davíðsdóttur út í Bandaríkjunum skrifar mjög fallega um íslensku CrossFit stjörnuna og þá sérstaklega um það hvað hún sé laus við alla stjörnustæla og komi vel fram við fólkið í kringum sig. 24. september 2020 09:01 Katrín Tanja á topplistanum yfir markaðsvænlegasta íþróttafólk heims Ísland á flottan fulltrúa á nýjum lista yfir það íþróttafólk heimsins sem er með seljanlegustu ímyndina. Lionel Messi endaði ofar en Cristiano Ronaldo. 29. september 2020 09:00 Gælunafn Katrínar Tönju kom frá þjálfara hennar Íslenska CrossFit stjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur fengið gælunafnið „Sled-dog“ eða sleðahundur í CrossFit heiminum. 9. október 2020 09:00 Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Sjá meira
Segir að Katrín Tanja sé með hjarta úr gulli Æfingafélagi Katrínar Tönju Davíðsdóttur út í Bandaríkjunum skrifar mjög fallega um íslensku CrossFit stjörnuna og þá sérstaklega um það hvað hún sé laus við alla stjörnustæla og komi vel fram við fólkið í kringum sig. 24. september 2020 09:01
Katrín Tanja á topplistanum yfir markaðsvænlegasta íþróttafólk heims Ísland á flottan fulltrúa á nýjum lista yfir það íþróttafólk heimsins sem er með seljanlegustu ímyndina. Lionel Messi endaði ofar en Cristiano Ronaldo. 29. september 2020 09:00
Gælunafn Katrínar Tönju kom frá þjálfara hennar Íslenska CrossFit stjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur fengið gælunafnið „Sled-dog“ eða sleðahundur í CrossFit heiminum. 9. október 2020 09:00