Handbolti

Smit hjá liði Guðjóns Vals

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðjón Valur Sigurðsson tók við þjálfun Gummersbach í sumar.
Guðjón Valur Sigurðsson tók við þjálfun Gummersbach í sumar. getty/Marius Becker

Leikmaður þýska handboltaliðsins Gummersbach, sem Guðjón Valur Sigurðsson þjálfar, hefur greinst með kórónuveiruna.

Fyrir vikið hefur næstu tveimur leikjum Gummersbach í þýsku B-deildinni verið frestað. Gummersbach átti að mæta Rimpar Wölfe í kvöld og Ferndorf á laugardaginn.

Í frétt á heimasíðu Gummersbach kemur fram að leikmaður liðsins hafi greinst með kórónuveiruna í morgun en sé einkennalaus.

Leikmenn Gummersbach eru komnir í sóttkví og bíða frekari leiðbeininga frá heilbrigðisyfirvöldum.

Eyjamaðurinn Elliði Snær Viðarsson leikur með Gummersbach en hann kom til liðsins í sumar líkt og Guðjón Valur. Sá síðarnefndi lék áður með liðinu á árunum 2005-08. Þar lék hann m.a. undir stjórn Alfreðs Gíslasonar.

Gummersbach hefur farið vel af stað á tímabilinu og er á toppi þýsku B-deildarinnar með tólf stig eftir sjö leiki. Elliði hefur leikið alla deildarleiki Gummersbach og skorað átján mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×