Maradona spilaði einu sinni fyrir enskt félag og það á lánuðum skóm Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. nóvember 2020 12:30 Diego Maradona í leik með Tottenham Hotspur í maí 1986. Rúmum mánuði síðar var hann orðinn heimsmeistari með argentínska landsliðinu. Getty/Allsport Diego Maradona spilaði aldrei í ensku deildinni en hann náði þó einu sinni að spila fyrir enskt félag á níunda áratugnum. Diego Maradona spilaði aldrei í ensku deildinni en hann náði þó einu sinni að spila fyrir enskt félag á níunda áratugnum. Gamlir leikmenn Tottenham frá níunda áratugnum hafa rifjað það upp eftir fráfall Diego Maradona í gær að hann klæddist einu sinni búningi Tottenham í leik. Diego Maradona fór í Tottenham búninginn árið 1986 og spilaði leik fyrir framan þrjátíu þúsund manns á White Hart Lane. Leikurinn sem um ræðir var sérstakur heiðursleikur fyrir landa hans Ossie Ardiles sem spilaði með Tottenham frá 1978 til 1988. Tottenham spilaði þá góðgerðaleik á móti ítalska félaginu Internazionale. Leikurinn fór fram í maí 1986 eða aðeins mánuði áður en Maradona tók yfir heimsmeistarakeppnina í Mexíkó og leiddi argentínska landsliðið til sigurs. Not many people remember this, or even knew of this, but Maradona once played for Tottenham.And he did so in borrowed boots... what a story! https://t.co/UcGNKpUinn— SPORTbible (@sportbible) November 26, 2020 Maradona var tilbúinn að spila leikinn þar sem hann var mikill vinur Ossie Ardiles sem hann spilaði um tíma með í argentínska landsliðinu. Báðir náðu þeir að verða heimsmeistarar með Argentínu en þó ekki samana. Ossie Ardiles var í sigurliðinu 1978 en Maradona auðvitað í 1986 liðinu. Diego Maradona mætti reyndar skólaus til leiks og þurfti að fá skó lánaða hjá markakónginum Clive Allen. Allen notaði hitt parið sem var með og skoraði annað markið í 2-1 sigri en Maradona náði ekki að skora þótt að hann hafi sýnt mörg flott tilþrif. Það fylgir reyndar sögunni að hvort sem það var töfrum Maradona að þakka þá átti Clive Allen sitt besta tímabil á ferlinum 1986-87 eða næstu leiktíð á eftir. Allen skoraði þá 33 mörk í deildinni og 49 mörk í öllum keppnum. Diego Maradona spilaði við hlið leikmanna eins og þeirra Glenn Hoddle og Chris Waddle þetta eftirminnilega kvöld á White Hart Lane. Hér fyrir neðan má sjá nokkra þeirra minnast þessa leiks. Very sad day and a true footballing great. I was very lucky to share the pitch and play with him and not so lucky to play against him, one of the very best. My thoughts and prayers are with his family at this time. #RIPDiego pic.twitter.com/BgcdLltI5u— Glenn Hoddle (@GlennHoddle) November 25, 2020 RIP Maradona. One of the greatest footballers of all time. I was lucky enough to see him play at White Hart Lane many years ago and he was breathtaking @spursofficial RIP #maradona #handofgod #legend pic.twitter.com/GWAhhPj8tZ— Steve Holley (@coolhandfluke65) November 25, 2020 @talkSPORTDrive Just found that Maradona clip my fellow Spurs fan was just talking about. Such a privilege to be there Ade. A very special night @osvaldooardiles #coys pic.twitter.com/FuPIvvbkC0— Allison Jane Smith (@AllisonJaneSmi2) November 25, 2020 Diego Maradona once played FOR Spurs at White Hart Lane against Inter Milan in boots borrowed from Clive Allen What an incredible story https://t.co/X4sKHiDBR9— talkSPORT (@talkSPORT) November 25, 2020 Andlát Diegos Maradona Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Fleiri fréttir Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Sjá meira
Diego Maradona spilaði aldrei í ensku deildinni en hann náði þó einu sinni að spila fyrir enskt félag á níunda áratugnum. Gamlir leikmenn Tottenham frá níunda áratugnum hafa rifjað það upp eftir fráfall Diego Maradona í gær að hann klæddist einu sinni búningi Tottenham í leik. Diego Maradona fór í Tottenham búninginn árið 1986 og spilaði leik fyrir framan þrjátíu þúsund manns á White Hart Lane. Leikurinn sem um ræðir var sérstakur heiðursleikur fyrir landa hans Ossie Ardiles sem spilaði með Tottenham frá 1978 til 1988. Tottenham spilaði þá góðgerðaleik á móti ítalska félaginu Internazionale. Leikurinn fór fram í maí 1986 eða aðeins mánuði áður en Maradona tók yfir heimsmeistarakeppnina í Mexíkó og leiddi argentínska landsliðið til sigurs. Not many people remember this, or even knew of this, but Maradona once played for Tottenham.And he did so in borrowed boots... what a story! https://t.co/UcGNKpUinn— SPORTbible (@sportbible) November 26, 2020 Maradona var tilbúinn að spila leikinn þar sem hann var mikill vinur Ossie Ardiles sem hann spilaði um tíma með í argentínska landsliðinu. Báðir náðu þeir að verða heimsmeistarar með Argentínu en þó ekki samana. Ossie Ardiles var í sigurliðinu 1978 en Maradona auðvitað í 1986 liðinu. Diego Maradona mætti reyndar skólaus til leiks og þurfti að fá skó lánaða hjá markakónginum Clive Allen. Allen notaði hitt parið sem var með og skoraði annað markið í 2-1 sigri en Maradona náði ekki að skora þótt að hann hafi sýnt mörg flott tilþrif. Það fylgir reyndar sögunni að hvort sem það var töfrum Maradona að þakka þá átti Clive Allen sitt besta tímabil á ferlinum 1986-87 eða næstu leiktíð á eftir. Allen skoraði þá 33 mörk í deildinni og 49 mörk í öllum keppnum. Diego Maradona spilaði við hlið leikmanna eins og þeirra Glenn Hoddle og Chris Waddle þetta eftirminnilega kvöld á White Hart Lane. Hér fyrir neðan má sjá nokkra þeirra minnast þessa leiks. Very sad day and a true footballing great. I was very lucky to share the pitch and play with him and not so lucky to play against him, one of the very best. My thoughts and prayers are with his family at this time. #RIPDiego pic.twitter.com/BgcdLltI5u— Glenn Hoddle (@GlennHoddle) November 25, 2020 RIP Maradona. One of the greatest footballers of all time. I was lucky enough to see him play at White Hart Lane many years ago and he was breathtaking @spursofficial RIP #maradona #handofgod #legend pic.twitter.com/GWAhhPj8tZ— Steve Holley (@coolhandfluke65) November 25, 2020 @talkSPORTDrive Just found that Maradona clip my fellow Spurs fan was just talking about. Such a privilege to be there Ade. A very special night @osvaldooardiles #coys pic.twitter.com/FuPIvvbkC0— Allison Jane Smith (@AllisonJaneSmi2) November 25, 2020 Diego Maradona once played FOR Spurs at White Hart Lane against Inter Milan in boots borrowed from Clive Allen What an incredible story https://t.co/X4sKHiDBR9— talkSPORT (@talkSPORT) November 25, 2020
Andlát Diegos Maradona Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Fleiri fréttir Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Sjá meira