Húsnæði fyrst – farsæl stefna til framtíðar! Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar 26. nóvember 2020 13:31 Allt fram til ársins 2014 var lítil framþróun í málaflokki heimilislausra í Reykjavík. Borgin rak gistiskýli fyrir heimilislausa karla í gamla farsóttarhúsinu á Þingholtsstræti auk þess sem kaffistofa Samhjálpar var opin yfir daginn. Hafði þetta fyrirkomulag verið nánast óbreytt um áratuga skeið. Fyrsta heildstæða stefnan í málefnum heimilislausra hjá Reykjavíkurborg var gerð árið 2008 og gilti til 2012. Næsta stefna tók gildi 2014 og gilti til ársins 2018. Velferðarráð bókaði á vormánuðum 2016 að skaðaminnkandi nálgun skyldi höfð að leiðarljósi í úrræðum velferðarsviðs fyrir heimilislausa. Á sama fundi var ákveðið að setja af stað fyrsta tilraunaverkefnið hér á landi um „Húsnæði fyrst“ í þjónustu við heimilislausa með miklar þjónustuþarfir. Fulltrúar Vinstri grænna hafa staðið með innleiðingu skaðaminnkunar og „Húsnæði fyrst“ allt frá upphafi enda á enginn að vera heimilislaus í Reykjavík. Ný stefna Reykjavíkurborgar í málefnum heimilslausra með miklar þjónustuþarfir var samþykkt árið 2019. Helstu breytingar sem fólust í þeirri stefnu voru að innleiða formlega hugmyndafræði um skaðaminnkun og „Húsnæði fyrs“ í stefnu borgarinnar en auk þess var sérstök áhersla lögð á að skoða og taka tillit til aðstæðna heimilslausra kvenna sérstaklega, en rannsóknir sýna að vandi þeirra er oft meira falinn úti í samfélaginu. Skaðaminnkandi nálgun byggir í grunninn á nálgun mannúðar og skynsemi og því að viðurkenna réttindi fólks sem notar vímuefni og veita þeim aðstoð til að draga úr þeim skaða sem af neyslunni hlýst, bæði fyrir neytendur og samfélagið í heild. Ekki er gerð krafa um að hætta neyslu til að eiga rétt á aðstoð og stuðningi. Hugmyndafræði um „Húsnæði fyrst“ gengur út frá því að húsnæði sé grunnþörf og teljist til mannréttinda. Það að einstaklingar hafi öruggt húsaskjól er forsenda þess að hægt sé að vinna með aðra þætti sem einstaklingar með fjölþættan vanda glíma við. Einstaklingar sem hafa átt sögu um erfiðleika við að halda heimili þurfa til þess markvissan stuðning. Húsnæðinu þarf því ávallt að fylgja þjónusta. Áhersla er lögð á auðvelt aðgengi og byggir hugmyndafræðin á gildum skaðaminnkunar. „Húsnæðið fyrst“ er gagnreynd aðferð sem hefur sannað gildi sitt víða um heim. Rannsóknir sýna að „Húsnæði fyrst“ dregur úr bráðakomum á sjúkrahús og innlögnum. Minnkar notkun á neyðarathvörfum, dregur úr tíðni vimuefnameðferða. Fækkar fangelsisdómum og dregur úr vistun í fangaklefum vegna skorts á húsnæði. Hugmyndafræðin eykur lífsgæði þjónustuþega, aðtandenda þeirra og er farsæl fyrir samfélagið allt. Reykjavíkurborg hefur staðið fyrir mikilli uppbyggingu fyrir heimilislausa með miklar þjónustuþarfir á síðustu árum. Margt hefur verið gert, fest hafa verið kaup á 20 smáhúsum, nýtt heimili fyrir tvígreindar konur hefur verið opnað, nýtt gistiskýli fyrir yngri heimilislausa karla hefur verið opnað og íbúðum í sjálfstæðri búsetu með stuðningi hefur fjölgað jafnt og þétt. Auk þess er verið að ræða við ríkið um rekstur neyslurýmis og sérhæfðra hjúkrunarrýma fyrir eldri heimilislausa einstaklinga. Stefna borgarinnar er skýr og gengur út að þjónusta einstaklinginn þar sem hann er staddur á hans forsendum og viðurkenna rétt allra til heimilis óháð aðstæðum. Til þess að ná því markmiði starfar meðal annars öflugt Vettvangs- og ráðgjafarteymi sem þjónustar heimilislausa einstaklinga þar sem þeir eru staddir á þeirra forsendum en slíkt er nauðsynlegt til að langvarandi árangur náist í málaflokknum. Við skulum öll hafa kjark og þor til að standa með rétti allra til húsnæðis. Öll eigum við rétt á öruggum stað til að búa á. Með mannúð og fordómaleysi samfélagsins að leiðarljósi getum við áorkað miklu í sameiningu. Ég vil að lokum hvetja ykkur öll til að hjálpa okkur í baráttunni fyrir fjölgun úrræða í málaflokknum, hún er vissulega upp á líf og dauða. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Oddný Sigurðardóttir Reykjavík Félagsmál Húsnæðismál Borgarstjórn Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Allt fram til ársins 2014 var lítil framþróun í málaflokki heimilislausra í Reykjavík. Borgin rak gistiskýli fyrir heimilislausa karla í gamla farsóttarhúsinu á Þingholtsstræti auk þess sem kaffistofa Samhjálpar var opin yfir daginn. Hafði þetta fyrirkomulag verið nánast óbreytt um áratuga skeið. Fyrsta heildstæða stefnan í málefnum heimilislausra hjá Reykjavíkurborg var gerð árið 2008 og gilti til 2012. Næsta stefna tók gildi 2014 og gilti til ársins 2018. Velferðarráð bókaði á vormánuðum 2016 að skaðaminnkandi nálgun skyldi höfð að leiðarljósi í úrræðum velferðarsviðs fyrir heimilislausa. Á sama fundi var ákveðið að setja af stað fyrsta tilraunaverkefnið hér á landi um „Húsnæði fyrst“ í þjónustu við heimilislausa með miklar þjónustuþarfir. Fulltrúar Vinstri grænna hafa staðið með innleiðingu skaðaminnkunar og „Húsnæði fyrst“ allt frá upphafi enda á enginn að vera heimilislaus í Reykjavík. Ný stefna Reykjavíkurborgar í málefnum heimilslausra með miklar þjónustuþarfir var samþykkt árið 2019. Helstu breytingar sem fólust í þeirri stefnu voru að innleiða formlega hugmyndafræði um skaðaminnkun og „Húsnæði fyrs“ í stefnu borgarinnar en auk þess var sérstök áhersla lögð á að skoða og taka tillit til aðstæðna heimilslausra kvenna sérstaklega, en rannsóknir sýna að vandi þeirra er oft meira falinn úti í samfélaginu. Skaðaminnkandi nálgun byggir í grunninn á nálgun mannúðar og skynsemi og því að viðurkenna réttindi fólks sem notar vímuefni og veita þeim aðstoð til að draga úr þeim skaða sem af neyslunni hlýst, bæði fyrir neytendur og samfélagið í heild. Ekki er gerð krafa um að hætta neyslu til að eiga rétt á aðstoð og stuðningi. Hugmyndafræði um „Húsnæði fyrst“ gengur út frá því að húsnæði sé grunnþörf og teljist til mannréttinda. Það að einstaklingar hafi öruggt húsaskjól er forsenda þess að hægt sé að vinna með aðra þætti sem einstaklingar með fjölþættan vanda glíma við. Einstaklingar sem hafa átt sögu um erfiðleika við að halda heimili þurfa til þess markvissan stuðning. Húsnæðinu þarf því ávallt að fylgja þjónusta. Áhersla er lögð á auðvelt aðgengi og byggir hugmyndafræðin á gildum skaðaminnkunar. „Húsnæðið fyrst“ er gagnreynd aðferð sem hefur sannað gildi sitt víða um heim. Rannsóknir sýna að „Húsnæði fyrst“ dregur úr bráðakomum á sjúkrahús og innlögnum. Minnkar notkun á neyðarathvörfum, dregur úr tíðni vimuefnameðferða. Fækkar fangelsisdómum og dregur úr vistun í fangaklefum vegna skorts á húsnæði. Hugmyndafræðin eykur lífsgæði þjónustuþega, aðtandenda þeirra og er farsæl fyrir samfélagið allt. Reykjavíkurborg hefur staðið fyrir mikilli uppbyggingu fyrir heimilislausa með miklar þjónustuþarfir á síðustu árum. Margt hefur verið gert, fest hafa verið kaup á 20 smáhúsum, nýtt heimili fyrir tvígreindar konur hefur verið opnað, nýtt gistiskýli fyrir yngri heimilislausa karla hefur verið opnað og íbúðum í sjálfstæðri búsetu með stuðningi hefur fjölgað jafnt og þétt. Auk þess er verið að ræða við ríkið um rekstur neyslurýmis og sérhæfðra hjúkrunarrýma fyrir eldri heimilislausa einstaklinga. Stefna borgarinnar er skýr og gengur út að þjónusta einstaklinginn þar sem hann er staddur á hans forsendum og viðurkenna rétt allra til heimilis óháð aðstæðum. Til þess að ná því markmiði starfar meðal annars öflugt Vettvangs- og ráðgjafarteymi sem þjónustar heimilislausa einstaklinga þar sem þeir eru staddir á þeirra forsendum en slíkt er nauðsynlegt til að langvarandi árangur náist í málaflokknum. Við skulum öll hafa kjark og þor til að standa með rétti allra til húsnæðis. Öll eigum við rétt á öruggum stað til að búa á. Með mannúð og fordómaleysi samfélagsins að leiðarljósi getum við áorkað miklu í sameiningu. Ég vil að lokum hvetja ykkur öll til að hjálpa okkur í baráttunni fyrir fjölgun úrræða í málaflokknum, hún er vissulega upp á líf og dauða. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar