Efla atvinnulíf á Flateyri með vinnslu sæbjúgna Kristján Már Unnarsson skrifar 26. nóvember 2020 22:46 Anton Helgi Guðjónsson, framkvæmdastjóri Vestfisks ehf., í vinnslusalnum sem verið er að innrétta. Egill Aðalsteinsson Iðnaðarmenn standsetja þessa dagana sæbjúgnavinnslu á Flateyri sem ætlað er að verða stærsta fyrirtæki byggðarinnar. Vinnslan á að hefjast um miðjan desember og vonast er til að með henni skapist á þriðja tug nýrra starfa. Iðnaðarmenn standsetja þessa dagana sæbjúgnavinnslu á Flateyri sem ætlað er að verða stærsta fyrirtæki byggðarinnar. Vinnslan á að hefjast um miðjan desember og vonast er til að með henni skapist á þriðja tug nýrra starfa. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Í húsi við höfnina, sem Hjálmur hf. byggði upphaflega, og lengi var Fiskvinnslan Kambur, eru iðnaðarmenn á fullu að búa það undir ný verkefni. „Hér erum við að standsetja vinnslu og þurrkun á fyrst og fremst sæbjúgum, ásamt roði og hryggjum og öðru hráefni sem fellur til í hafinu,“ segir sjávarútvegsfræðingurinn Anton Helgi Guðjónsson, framkvæmdastjóri Vestfisks ehf., en svo heitir félagið um starfsemina. Frá Flateyri.Egill Aðalsteinsson Vestfirsk fyrirtæki í sjávarútvegi, eins og Fiskvinnslan Íslandssaga, Klofningur og Aurora Seafood, standa að verkefninu í samstarfi við Byggðastofnun og fengu á móti 400 tonna byggðakvóta. „Við erum einnig í útgerð og gerum út skipið Tindur ÍS, sem veiðir fyrir okkur bolfisk og sæbjúgur,“ segir Anton. Og ef allt gengur upp verður þetta stærsta fyrirtæki Flateyrar. „Við stefnum á að geta skapað hér á Flateyri utan um fyrirtækið 20 til 30 störf – þá kannski um 15 störf í vinnslunni sjálfri,“ segir Anton og kveðst viss um að finna nóg af fólki til starfa. „Já, já, já. Það er nóg af fólki sem er tilbúið til að vinna við þetta. Við erum þegar búnir að óska eftir starfsfólki og kom alveg haugur af fólki sem var tilbúið til að vinna fyrir okkur.“ Sæbjúgnavinnslan verður í þessu húsi á Flateyrarodda.Egill Aðalsteinsson Í næsta húsi við hliðina á svo að vinna landbúnaðarafurðir. „Vinnsla og þurrkun á lambahornum sem við fáum frá sláturhúsunum. Það gefur okkur einnig kannski 4-5 störf. Þannig að þetta eru á bilinu 20 til 30 störf í það heila,“ segir framkvæmdastjóri Vestfisks. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Ísafjarðarbær Sjávarútvegur Byggðamál Nýsköpun Mest lesið Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira
Iðnaðarmenn standsetja þessa dagana sæbjúgnavinnslu á Flateyri sem ætlað er að verða stærsta fyrirtæki byggðarinnar. Vinnslan á að hefjast um miðjan desember og vonast er til að með henni skapist á þriðja tug nýrra starfa. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Í húsi við höfnina, sem Hjálmur hf. byggði upphaflega, og lengi var Fiskvinnslan Kambur, eru iðnaðarmenn á fullu að búa það undir ný verkefni. „Hér erum við að standsetja vinnslu og þurrkun á fyrst og fremst sæbjúgum, ásamt roði og hryggjum og öðru hráefni sem fellur til í hafinu,“ segir sjávarútvegsfræðingurinn Anton Helgi Guðjónsson, framkvæmdastjóri Vestfisks ehf., en svo heitir félagið um starfsemina. Frá Flateyri.Egill Aðalsteinsson Vestfirsk fyrirtæki í sjávarútvegi, eins og Fiskvinnslan Íslandssaga, Klofningur og Aurora Seafood, standa að verkefninu í samstarfi við Byggðastofnun og fengu á móti 400 tonna byggðakvóta. „Við erum einnig í útgerð og gerum út skipið Tindur ÍS, sem veiðir fyrir okkur bolfisk og sæbjúgur,“ segir Anton. Og ef allt gengur upp verður þetta stærsta fyrirtæki Flateyrar. „Við stefnum á að geta skapað hér á Flateyri utan um fyrirtækið 20 til 30 störf – þá kannski um 15 störf í vinnslunni sjálfri,“ segir Anton og kveðst viss um að finna nóg af fólki til starfa. „Já, já, já. Það er nóg af fólki sem er tilbúið til að vinna við þetta. Við erum þegar búnir að óska eftir starfsfólki og kom alveg haugur af fólki sem var tilbúið til að vinna fyrir okkur.“ Sæbjúgnavinnslan verður í þessu húsi á Flateyrarodda.Egill Aðalsteinsson Í næsta húsi við hliðina á svo að vinna landbúnaðarafurðir. „Vinnsla og þurrkun á lambahornum sem við fáum frá sláturhúsunum. Það gefur okkur einnig kannski 4-5 störf. Þannig að þetta eru á bilinu 20 til 30 störf í það heila,“ segir framkvæmdastjóri Vestfisks. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Ísafjarðarbær Sjávarútvegur Byggðamál Nýsköpun Mest lesið Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira