Kemst grænsvarta spútnikliðið á toppinn? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. nóvember 2020 09:00 Domenico Berardi hefur verið besti leikmaður Sassuolo undanfarin ár. getty/Giuseppe Maffia Sassuolo hefur komið á óvart í ítölsku úrvalsdeildinni í vetur og fer á topp hennar með sigri á Inter á heimavelli sínum. Með sigri á Inter í dag kemst Sassuolo á ókunnar slóðir, á topp ítölsku úrvalsdeildarinnar. Neroverdi, eða hinir grænklæddu, eins og Sassuolo er kallað, hefur komið liða mest á óvart í Ítalíu á vetur. Eftir átta umferðir er Sassuolo í 2. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með átján stig, tveimur stigum á eftir toppliði AC Milan. Sassuolo hefur ekki bara vakið athygli fyrir góðan árangur heldur einnig skemmtilega spilamennsku. Ekkert lið hefur skorað fleiri mörk en Sassuolo á tímabilinu (20), ekkert lið er meira með boltann að meðaltali (58 prósent) og aðeins fjögur lið eiga fleiri skot að meðaltali í leik (15,3). Sassuolo átti gott tímabil í fyrra og endaði í 8. sæti og liðið virðist vera tilbúið að taka næsta skref. Sassuolo hefur leikið samfleytt í ítölsku úrvalsdeildinni síðan 2013. Þótt Sassuolo sé ekki með þekktustu nöfnin í bransanum eru nokkrir afar frambærilegir leikmenn í hópi liðsins, þ.á.m. þrír ítalskir landsliðsmenn: Francesco Caputo, Manuel Locatelli og Domenico Berardi. Sá síðastnefndi, sem er 26 ára, hefur leikið með Sassuolo allan sinn feril og er markahæsti leikmaður í sögu félagsins með 92 mörk. Berardi hefur leikið níu landsleiki fyrir Ítalíu og skorað þrjú mörk. Francesco Caputo sló ekki almennilega í gegn fyrr en hann var kominn yfir þrítugt.getty/MB Media Caputo og Locatelli er á sitt hvorum endanum á sínum ferlum. Caputo, sem er 33 ára framherji, er til þess að gera nýbyrjaður að spila í efstu deild eftir að hafa lengst af ferilsins leikið í þeirri næstefstu. Eftir gott tímabil með Empoli 2018-19 var hann keyptur til Sassuolo og hefur haldið uppteknum hætti þar. Á síðasta tímabili skoraði hann 21 mark í ítölsku úrvalsdeildinni og var svo valinn í landsliðið í fyrsta sinn í september. Hann skoraði í sínum fyrsta landsleik, 6-0 sigri á Moldóvu. Locatelli, sem er 22 ára, er einn af bestu ungu miðjumönnum Ítala en ferill hans fór á flug eftir að hann fór til Sassuolo frá Milan. Locatelli er afar mikilvægi í uppspili Sassuolo og býr yfir mikilli yfirsýn. Locatelli hefur leikið sex landsleiki, alla á þessu ári. Ítalir binda miklar vonir við miðjumanninn snjalla, Manuel Locatelli.getty/Franco Romano Meðal annarra mikilvægra leikmanna Sassuolo má nefna markvörðinn Andrea Consigli, Serbann Filip Djuricic, Fílbeinsstrendinginn Jérémie Boga og Frakkann Grégoire Defrel. Á meðan Sassuolo hefur gengið allt í haginn hefur Inter hikstað að undanförnu. Strákarnir hans Antoinos Conte hafa reyndar bara tapað einum deildarleik á tímabilinu en eru í slæmri stöðu í Meistaradeild Evrópu og hafa aðeins haldið hreinu í tveimur af tólf leikjum sínum í vetur. Inter er í 5. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með fimmtán stig, fimm stigum á eftir grönnum sínum í Milan sem verma toppsætið. Leikur Sassuolo og Inter hefst klukkan 14:00 í dag og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Ítalski boltinn Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Fleiri fréttir Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Sjá meira
Með sigri á Inter í dag kemst Sassuolo á ókunnar slóðir, á topp ítölsku úrvalsdeildarinnar. Neroverdi, eða hinir grænklæddu, eins og Sassuolo er kallað, hefur komið liða mest á óvart í Ítalíu á vetur. Eftir átta umferðir er Sassuolo í 2. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með átján stig, tveimur stigum á eftir toppliði AC Milan. Sassuolo hefur ekki bara vakið athygli fyrir góðan árangur heldur einnig skemmtilega spilamennsku. Ekkert lið hefur skorað fleiri mörk en Sassuolo á tímabilinu (20), ekkert lið er meira með boltann að meðaltali (58 prósent) og aðeins fjögur lið eiga fleiri skot að meðaltali í leik (15,3). Sassuolo átti gott tímabil í fyrra og endaði í 8. sæti og liðið virðist vera tilbúið að taka næsta skref. Sassuolo hefur leikið samfleytt í ítölsku úrvalsdeildinni síðan 2013. Þótt Sassuolo sé ekki með þekktustu nöfnin í bransanum eru nokkrir afar frambærilegir leikmenn í hópi liðsins, þ.á.m. þrír ítalskir landsliðsmenn: Francesco Caputo, Manuel Locatelli og Domenico Berardi. Sá síðastnefndi, sem er 26 ára, hefur leikið með Sassuolo allan sinn feril og er markahæsti leikmaður í sögu félagsins með 92 mörk. Berardi hefur leikið níu landsleiki fyrir Ítalíu og skorað þrjú mörk. Francesco Caputo sló ekki almennilega í gegn fyrr en hann var kominn yfir þrítugt.getty/MB Media Caputo og Locatelli er á sitt hvorum endanum á sínum ferlum. Caputo, sem er 33 ára framherji, er til þess að gera nýbyrjaður að spila í efstu deild eftir að hafa lengst af ferilsins leikið í þeirri næstefstu. Eftir gott tímabil með Empoli 2018-19 var hann keyptur til Sassuolo og hefur haldið uppteknum hætti þar. Á síðasta tímabili skoraði hann 21 mark í ítölsku úrvalsdeildinni og var svo valinn í landsliðið í fyrsta sinn í september. Hann skoraði í sínum fyrsta landsleik, 6-0 sigri á Moldóvu. Locatelli, sem er 22 ára, er einn af bestu ungu miðjumönnum Ítala en ferill hans fór á flug eftir að hann fór til Sassuolo frá Milan. Locatelli er afar mikilvægi í uppspili Sassuolo og býr yfir mikilli yfirsýn. Locatelli hefur leikið sex landsleiki, alla á þessu ári. Ítalir binda miklar vonir við miðjumanninn snjalla, Manuel Locatelli.getty/Franco Romano Meðal annarra mikilvægra leikmanna Sassuolo má nefna markvörðinn Andrea Consigli, Serbann Filip Djuricic, Fílbeinsstrendinginn Jérémie Boga og Frakkann Grégoire Defrel. Á meðan Sassuolo hefur gengið allt í haginn hefur Inter hikstað að undanförnu. Strákarnir hans Antoinos Conte hafa reyndar bara tapað einum deildarleik á tímabilinu en eru í slæmri stöðu í Meistaradeild Evrópu og hafa aðeins haldið hreinu í tveimur af tólf leikjum sínum í vetur. Inter er í 5. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með fimmtán stig, fimm stigum á eftir grönnum sínum í Milan sem verma toppsætið. Leikur Sassuolo og Inter hefst klukkan 14:00 í dag og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4.
Ítalski boltinn Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Fleiri fréttir Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Sjá meira