„Er enginn annar að afgreiða hérna nema þetta barn?“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 29. nóvember 2020 08:00 Edda Hauksdóttir verslunarstjóri Stellu í Bankastræti 3. Stella var stofnuð árið 1942 af föður Eddu. Í dag eru eigendur Stellu og Bankastrætis 3 Edda og bræður hennar: Sverrir, Egill og Herbert Haukssynir. Vísir/Vilhelm Verslunin Stella í Bankastræti 3 var stofnuð árið 1942. Sagan hefst þó fyrr því það var langafi eigenda Stellu sem byggði húsið árið 1880. Fjórða kynslóðin á nú húsið og Edda Hauksdóttir er ein eigenda og verslunarstjóri Stellu. Í helgarviðtali Atvinnulífsins heyrum við söguna á bakvið Stellu og húsið í Bankastræti 3. „Ég man eftir því að oft kom fólk inn í búð og spurði er enginn annar að afgreiða hérna nema þetta barn?“ segir Edda Hauksdóttir verslunarstjóri Stellu í Bankastræti 3, um upphafsárin sín við afgreiðsluborðið í búðinni. Edda ólst upp í húsinu frá því að hún var sjö ára. Þau systkinin eru fjögur og deildu lengst af herbergi á annarri hæð með tveimur kojum. ,,Stundum kom okkur vel saman og stundum ekki,“ segir Edda og hlær þegar hún rifjar upp æskuárin með bræðrum sínum þremur. Í dag er þó óhætt að segja að samband systkinanna sé mjög gott. Þau eiga fjögur saman fyrirtækið Stellu en búðin var stofnuð af föður þeirra árið 1942. Tveir bræðranna eru búsettir í Bandaríkjunum og einn starfrækir fyrirtæki fyrir austan fjall. „Við heyrumst daglega,“ segir Edda og bætir við: „Og erum alltaf sammála. Ef einn segir eitthvað, þá hlýða hinir.“ Í helgarviðtali Atvinnulífsins heyrum við söguna á bakvið fjölskyldufyrirtækið Stellu í Bankastræti 3, en verslunin hefur verið rekin í 78 ár. Sagan nær þó aftur til nítjándu aldar. Afgangsgrjótið úr Alþingishúsinu Langafi minn, Sigmundur Guðmundsson reisti húsið um 1880 úr afgangssteinum Alþingishússins því þeir komu með grjótið úr Öskjuhlíðinni og voru með áningarstað hér og á Skólavörðustíg,“ segir Edda. Sigmundur var prentsmiðjustjóri Ísafoldar en lærði í Þýskalandi og Danmörku. „Hann talaði erlend tungumál og fór því oft sem leiðsögumaður með enska og þýska yfirstéttagæja sem komu í laxveiði hingað,“ segir Edda. Eiginkona Sigmundar var Guðbjörg Torfadóttir. Hjónin ákváðu að flytjast til Kanada en áður en haldið var af stað, seldu þau allar eigur sínar. Sigurður Kristjánsson bóksali keypti þá húsið. Eitt herbergið leigði hann um tíma til Landsbankans og þaðan kemur tengingin við nafnið Bankastræti. Á leiðinni vestur um haf kom hins vegar upp babb í bátinn því þegar skipið komið við í Skotlandi, kom í ljós að Guðbjörg var ófrísk. Fjölskyldan mátti því ekki halda áfram ferðinni og þurfti að snúa heim. Hið sögufræga hús í Bankastræti 3 þar sem verslunin Stella er til húsa. Stella var stofnuð árið 1942 og er í eigu fjögurra systkina. Langafi þeirra, Sigmundur Guðmundsson, byggði húsið í kringum 1880. Prentsmiðjureksturinn Þegar heim var komið stofnar Sigmundur prentsmiðju á Skólavörðustíg en fellur frá stuttu síðar. Elsti sonurinn, Herbert, var líka lærður í prenti. Herbert verður prentsmiðjustjóri Ísafoldarprentsmiðju eins og faðir hans hafði eitt sinn verið. Í nokkurn tíma horfði Herbert hýru auga upp brekkuna á húsið í Bankastræti 3. Taugarnar til hússins voru sterkar og fór svo að Herbert og eiginkona hans, Ólafía Árnadóttir, keyptu húsið. Síðan þá hefur það verið í eigu fjölskyldunnar. Í Bankastræti reisir Herbert bakhús undir prentsmiðjuna. Herbert fellur hins vegar frá mjög fljótt, eða árið 1931. Stóð Ólafía þá eftir ein með sjö börn. Þar af eitt ófætt. Pabbi var elstur systkina og aðeins 19 ára þegar þetta var. Hann útskrifaðist úr Verslunarskólanum en lærði prent líka. Það var ekkert annað í stöðunni fyrir hann en að halda áfram með móður sinni. Standa að rekstrinum og borga skuldir, sem mér skilst reyndar að þau hafi þurft að gera fram eftir öllu,“ segir Edda. Stella Árin sem tóku við voru „töff,“ segir Edda. Amma hennar starfaði við bókbandið en pabbi hennar við prentið. Pabbi þekkti menn sem seldu fisk erlendis og þegar þeir voru úti keyptu þeir oft metrarvörur, barnaföt og alls konar. Þessar vörur vildu þeir selja þegar heim var komið. Úr varð að pabbi stofnar Stellu árið 1942,“ segir Edda. Til viðbótar við vörurnar frá fisksölunum, voru líka keyptar vörur fyrir Stellu frá heildsölum, t.d. Garðari G. Gíslasyni sem var stórheildsali á þessum tíma. Pabbi Eddu ræður síðan til sín unga 16 ára stúlku til að afgreiða í búðinni, Ásu Ársælsdóttur. Þegar Haukur fór til Svíþjóðar og Parísar að sækja vörur, sá Ása um búðina í nokkra mánuði á meðan. „Og fólk skildi hreinlega ekki hvað var að gerast,“ segir Edda því þessa mánuði sást hver vörubíllinn á fætur öðrum fyrir utan með vörur. Og allt seldist upp. Hún hafði svo gott nef fyrir business og vissi alltaf um leið og hún sá vöru hvort hún myndi seljast eða ekki,“ segir Edda um ungu konuna. Og viti menn: Unga konan Ása var móðir Eddu. Í áratugi starfaði Edda með móður sinni Ásu Ársælsdóttur í Stellu. Ása var aðeins 16 ára þegar hún var ráðin í afgreiðslu þar og sýndi fljótt gott viðskiptavit. Hún hætti störfum þar árið 2006 en féll frá árið 2008. Edda saknar móður sinnar enn úr búðinni.Vísir/Vilhelm Fjórða kynslóðin Börn Hauks og Ásu eru Sverrir fæddur 1948, Egill fæddur 1949, Edda fædd 1952 og síðan yngsti bróðirinn Herbert sem er fæddur 1957. Í æsku lá ekkert annað fyrir hjá systkinunum en að hjálpa til: Að þrífa, afgreiða, lagerstörf og fleira. „Þetta þótti sjálfsagt og ekkert múður og mas með það,“ segir Edda. Árið 1959 er prentsmiðjunni lokað en þá var Haukur orðinn hjartasjúklingur. Eftir stóð verslunin Stella. Eitt sinn í kringum 1972 fóru mamma og pabbi til Spánar. Pabbi lét mig fá heftið til að greiða reikninga en elsti bróðir minn var orðinn viðskiptafræðingur og sá um helstu stjórnun. Á meðan þau voru úti, datt honum í hug að stækka búðina um helming,“ segir Edda. Og hvað gerðuð þið þá? „Við notuðum kvöldin til að rífa niður veggi og stiga, færðum skrifstofuna hans pabba upp á loft og stækkunin endaði með að koma rosalega vel út. Mamma og pabbi fréttu þetta meira að segja til Spánar!“ segir Edda og kímir. „Ert þú til í að vera eða ekki?“ Árið 1977 fellur Haukur frá. Á þeim tíma var Stella rekin í tveimur rýmum. Annars vegar með metrarvöru en hins vegar með snyrtivörur. Á milli stóð enn bóksala Sigurðar Kristjánssonar. Eldri bræður Eddu höfðu flust til Bandaríkjanna og sú staða kom upp að systkinin þurftu að ákveða hvað ætti að gera. „Elsti bróðir minn spurði mig bara: Ert þú til í að vera eða ekki? Því ef þú ert ekki til, þá þurfum við mögulega að láta þetta frá okkur,“ segir Edda um tímann þegar hún tók formlega við. Verslunin þróaðist og breyttist. Opnað var á milli metrarvörunnar og snyrtivörunnar og til viðbótar við smásöluna varð Stella að heildsölu. Metrarvörunni var hætt í kringum 1994-95. „Þetta var allt komið á mínar herðar og ég annaði þessu engan veginn,“ segir Edda. Í áratugi störfuðu mæðgurnar saman hlið við hlið, Edda og Ása. „Mamma sagði við mig að hún vildi fá að vinna svo lengi sem ég vildi hafa hana,“ segir Edda og bætir því við að móðir hennar hafi unnið í Stellu fram til ársins 2006. Ása féll síðan frá árið 2008. Það hlýtur að hafa verið erfitt? „Já það var rosa erfitt en ég fékk um það bil átján mánaða aðdraganda og vissi í hvað stefndi,“ segir Edda og bætir við: Mamma var bara svo rosalega góð vinkona, hún var dræfið hérna. Ef eitthvað þurfti að gera, þá var það gert. Það var mamma sem kenndi mér að standa í lappirnar.“ Eddu leiðist aldrei í vinnunni. Hún saknar þó margra sem lengi voru með verslanir á svæðinu en eru það ekki lengur. Með ferðamanninum breyttist margt, unga fólkið með barnavagnana hvarf og íbúðir breyttust í airbnb.Vísir/Vilhelm Með pensil og dós Edda viðurkennir að hún sakni margra sem ekki eru lengur með verslun á svæðinu. Nefnir hún sem dæmi Liverpool, Fatabúðin og Olympía. „Við erum bara hér Guðsteinn, Brynja og ég. Erum ekki farin að fatta það enn að við eigum að vera hætt,“ segir Edda og hlær. Þá segir hún af sem áður var þegar allt sem þurfti að sækja var í miðbænum. Mogginn, pósthúsið, bankinn, tollurinn og síminn eru nefnd sem dæmi. Ég sagði eitt sinn við Vilhjálm Þ. Vilhjálms þegar hann var í borginni að það væri eins og þeir hefðu tekið kökukefli og rúllað deiginu austur úr. Því borgin færðist bara þangað,“ segir Edda. Margt breyttist síðan með ferðamanninum. „Unga fólkið hvarf með barnavagnana og íbúðirnar breyttust í airbnb. Þetta gerðist allt mjög hratt,“ segir Edda. Það góða hafi þó verið segir Edda að mörg íbúðarhúsin fengu þarfa andlitslyftingu þar sem hús og garðar voru snyrt til. „Við fórum í gegnum svona tímabil líka með verslanirnar í kringum 1990-95. Þá var gerður skurkur í að hreinsa til og þrífa og fjarlægja alls konar fána og tuskur sem menn voru að hengja út á búðirnar, settar reglur um skiltin út á gangstétt og fleira,“ segir Edda sem er ekki frá því að sambærilegt átak þyrfti aftur nú. „Ég fer enn út með dós og pensil og klíni á þetta no matter what,“ segir Edda og vísar þar til tíðra veggjakrota í bænum. Það sem er búið er búið Að sögn Eddu þýðir nafnið Stella stjarna. „Pabba fannst alltaf mikilvægt að nafnið væri eitthvað sem allir gætu sagt, líka útlendingar.“ Hún segist hafa kynnst mörgum í gegnum innkaupin að utan og heildverslunina. „Þeir þekkjast allir þarna úti,“ segir hún um heildsöluumhverfið ytra sem hún segir í raun ekki stóran heim þegar allt kemur til alls. Hér heima hefur fólk mikinn áhuga á húsinu og segist Edda vera spurð að því þrisvar fjórum sinnum á dag hvenær húsið hafi verið byggt. En hefur ekki oft verið boðið í húsið, til dæmis fyrir bankahrun? „Jú svo sannarlega,“ segir Edda hlæjandi og segir þá marga hafa mætt með harðar skjalatöskur og tilboð. Einn vildi meira að segja að ég myndi bara skrifa undir samninginn óséðan, þetta væri svo gott tilboð,“ segir Edda og hristir höfuðið. Hún segist enn oft fá tilboð og tölvupósta um að „fjársterkur aðili“ hafi áhuga. „Þeir tölvupóstar fara bara á file,“ segir Edda róleg. Aðspurð segist Edda ekki minnast neinna erfiðleikatímabila sérstaklega. „Auðvitað er ég alveg vön því að stundum þarf að teygja budduna. Ég þekki það alveg og maður gúdderar bara þannig tímabil því maður veit að þau ganga yfir.“ Og alltaf er jafn gaman. Mér leiðist aldrei. Mér finnst alltaf gaman í vinnunni og horfi alltaf fram á við. Það sem er búið er búið,“ segir Edda. Gamla myndin Langafi og langamma eigenda Stellu, Sigmundur Guðmundsson og Guðbjörg Torfadóttir. Sigmundur reisti húsið í Bankastræti 3 árið 1880. Lengi vel var þar rekin bóksala Sigurðar Kristjánssonar en Sigurður leigði Landsbankanum eitt herbergi um tíma. Þaðan er nafnið Bankastræti komið. Helgarviðtal Atvinnulífsins Verslun Reykjavík Tengdar fréttir Það þýddi ekkert að leggjast í þunglyndi og gefast upp Það þýddi ekkert annað en að draga punginn upp og hugsa eins og karlmaður segir Þórdís Helgadóttir um fundinn með bankastjóranum þegar hún vildi fjármagna fasteignakaup fyrir reksturinn. Þórdís og dætur hennar eru í helgarviðtali Atvinnulífsins að þessu sinni en Þórdís keypti hárgreiðslustofu árið 1985 og stofnaði síðan heildverslunina Þórborgu árið 2012. 22. nóvember 2020 08:01 Það breyttist allt með Covid Það hefur margt breyst síðustu áratugina í útförum að sögn Rúnars Geirmundssonar útfaraþjónustu. En það breyttist allt með Covid. Í helgarviðtalinu þessa helgina fáum við að heyra söguna á bakvið Útfaraþjónustu Rúnars Geirmundssonar sem stofnuð var árið 1990. 15. nóvember 2020 08:01 „Ég skil eiginlega ekki mamma hvernig þú gast þetta allt“ Það hefur ansi margt breyst í verslunarrekstri frá því að Bryndís Brynjólfsdóttir stofnaði Lindina á Selfossi árið 1974. Verðlagseftirlit, háir tollar, gengisfellingar og gjaldeyrishöft. Í dag rekur Kristín Hafsteinsdóttir, dóttir Bryndísar, verslunina. Og þriðja kynslóðin hefur bæst við því sonur Kristínar, Bjarki Már Magnússon, hjálpar nú mömmu sinni með netverslunina tiskuverslun.is. 8. nóvember 2020 08:00 „Ég held ég hafi fengið þetta frá pabba, eða afa eða jafnvel langafa“ 1. nóvember 2020 08:00 „Hef unnið fyrir fjóra forseta og drukkið kaffi með þeim öllum“ Fjölskyldufyrirtækið Þvegillinn er 51 árs gamalt en saga þess hefst þó nokkrum árum fyrr. Fyrirtækið var formlega stofnað sem ehf. árið 1969 þegar kennitölurnar urðu til. 25. október 2020 08:02 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
„Ég man eftir því að oft kom fólk inn í búð og spurði er enginn annar að afgreiða hérna nema þetta barn?“ segir Edda Hauksdóttir verslunarstjóri Stellu í Bankastræti 3, um upphafsárin sín við afgreiðsluborðið í búðinni. Edda ólst upp í húsinu frá því að hún var sjö ára. Þau systkinin eru fjögur og deildu lengst af herbergi á annarri hæð með tveimur kojum. ,,Stundum kom okkur vel saman og stundum ekki,“ segir Edda og hlær þegar hún rifjar upp æskuárin með bræðrum sínum þremur. Í dag er þó óhætt að segja að samband systkinanna sé mjög gott. Þau eiga fjögur saman fyrirtækið Stellu en búðin var stofnuð af föður þeirra árið 1942. Tveir bræðranna eru búsettir í Bandaríkjunum og einn starfrækir fyrirtæki fyrir austan fjall. „Við heyrumst daglega,“ segir Edda og bætir við: „Og erum alltaf sammála. Ef einn segir eitthvað, þá hlýða hinir.“ Í helgarviðtali Atvinnulífsins heyrum við söguna á bakvið fjölskyldufyrirtækið Stellu í Bankastræti 3, en verslunin hefur verið rekin í 78 ár. Sagan nær þó aftur til nítjándu aldar. Afgangsgrjótið úr Alþingishúsinu Langafi minn, Sigmundur Guðmundsson reisti húsið um 1880 úr afgangssteinum Alþingishússins því þeir komu með grjótið úr Öskjuhlíðinni og voru með áningarstað hér og á Skólavörðustíg,“ segir Edda. Sigmundur var prentsmiðjustjóri Ísafoldar en lærði í Þýskalandi og Danmörku. „Hann talaði erlend tungumál og fór því oft sem leiðsögumaður með enska og þýska yfirstéttagæja sem komu í laxveiði hingað,“ segir Edda. Eiginkona Sigmundar var Guðbjörg Torfadóttir. Hjónin ákváðu að flytjast til Kanada en áður en haldið var af stað, seldu þau allar eigur sínar. Sigurður Kristjánsson bóksali keypti þá húsið. Eitt herbergið leigði hann um tíma til Landsbankans og þaðan kemur tengingin við nafnið Bankastræti. Á leiðinni vestur um haf kom hins vegar upp babb í bátinn því þegar skipið komið við í Skotlandi, kom í ljós að Guðbjörg var ófrísk. Fjölskyldan mátti því ekki halda áfram ferðinni og þurfti að snúa heim. Hið sögufræga hús í Bankastræti 3 þar sem verslunin Stella er til húsa. Stella var stofnuð árið 1942 og er í eigu fjögurra systkina. Langafi þeirra, Sigmundur Guðmundsson, byggði húsið í kringum 1880. Prentsmiðjureksturinn Þegar heim var komið stofnar Sigmundur prentsmiðju á Skólavörðustíg en fellur frá stuttu síðar. Elsti sonurinn, Herbert, var líka lærður í prenti. Herbert verður prentsmiðjustjóri Ísafoldarprentsmiðju eins og faðir hans hafði eitt sinn verið. Í nokkurn tíma horfði Herbert hýru auga upp brekkuna á húsið í Bankastræti 3. Taugarnar til hússins voru sterkar og fór svo að Herbert og eiginkona hans, Ólafía Árnadóttir, keyptu húsið. Síðan þá hefur það verið í eigu fjölskyldunnar. Í Bankastræti reisir Herbert bakhús undir prentsmiðjuna. Herbert fellur hins vegar frá mjög fljótt, eða árið 1931. Stóð Ólafía þá eftir ein með sjö börn. Þar af eitt ófætt. Pabbi var elstur systkina og aðeins 19 ára þegar þetta var. Hann útskrifaðist úr Verslunarskólanum en lærði prent líka. Það var ekkert annað í stöðunni fyrir hann en að halda áfram með móður sinni. Standa að rekstrinum og borga skuldir, sem mér skilst reyndar að þau hafi þurft að gera fram eftir öllu,“ segir Edda. Stella Árin sem tóku við voru „töff,“ segir Edda. Amma hennar starfaði við bókbandið en pabbi hennar við prentið. Pabbi þekkti menn sem seldu fisk erlendis og þegar þeir voru úti keyptu þeir oft metrarvörur, barnaföt og alls konar. Þessar vörur vildu þeir selja þegar heim var komið. Úr varð að pabbi stofnar Stellu árið 1942,“ segir Edda. Til viðbótar við vörurnar frá fisksölunum, voru líka keyptar vörur fyrir Stellu frá heildsölum, t.d. Garðari G. Gíslasyni sem var stórheildsali á þessum tíma. Pabbi Eddu ræður síðan til sín unga 16 ára stúlku til að afgreiða í búðinni, Ásu Ársælsdóttur. Þegar Haukur fór til Svíþjóðar og Parísar að sækja vörur, sá Ása um búðina í nokkra mánuði á meðan. „Og fólk skildi hreinlega ekki hvað var að gerast,“ segir Edda því þessa mánuði sást hver vörubíllinn á fætur öðrum fyrir utan með vörur. Og allt seldist upp. Hún hafði svo gott nef fyrir business og vissi alltaf um leið og hún sá vöru hvort hún myndi seljast eða ekki,“ segir Edda um ungu konuna. Og viti menn: Unga konan Ása var móðir Eddu. Í áratugi starfaði Edda með móður sinni Ásu Ársælsdóttur í Stellu. Ása var aðeins 16 ára þegar hún var ráðin í afgreiðslu þar og sýndi fljótt gott viðskiptavit. Hún hætti störfum þar árið 2006 en féll frá árið 2008. Edda saknar móður sinnar enn úr búðinni.Vísir/Vilhelm Fjórða kynslóðin Börn Hauks og Ásu eru Sverrir fæddur 1948, Egill fæddur 1949, Edda fædd 1952 og síðan yngsti bróðirinn Herbert sem er fæddur 1957. Í æsku lá ekkert annað fyrir hjá systkinunum en að hjálpa til: Að þrífa, afgreiða, lagerstörf og fleira. „Þetta þótti sjálfsagt og ekkert múður og mas með það,“ segir Edda. Árið 1959 er prentsmiðjunni lokað en þá var Haukur orðinn hjartasjúklingur. Eftir stóð verslunin Stella. Eitt sinn í kringum 1972 fóru mamma og pabbi til Spánar. Pabbi lét mig fá heftið til að greiða reikninga en elsti bróðir minn var orðinn viðskiptafræðingur og sá um helstu stjórnun. Á meðan þau voru úti, datt honum í hug að stækka búðina um helming,“ segir Edda. Og hvað gerðuð þið þá? „Við notuðum kvöldin til að rífa niður veggi og stiga, færðum skrifstofuna hans pabba upp á loft og stækkunin endaði með að koma rosalega vel út. Mamma og pabbi fréttu þetta meira að segja til Spánar!“ segir Edda og kímir. „Ert þú til í að vera eða ekki?“ Árið 1977 fellur Haukur frá. Á þeim tíma var Stella rekin í tveimur rýmum. Annars vegar með metrarvöru en hins vegar með snyrtivörur. Á milli stóð enn bóksala Sigurðar Kristjánssonar. Eldri bræður Eddu höfðu flust til Bandaríkjanna og sú staða kom upp að systkinin þurftu að ákveða hvað ætti að gera. „Elsti bróðir minn spurði mig bara: Ert þú til í að vera eða ekki? Því ef þú ert ekki til, þá þurfum við mögulega að láta þetta frá okkur,“ segir Edda um tímann þegar hún tók formlega við. Verslunin þróaðist og breyttist. Opnað var á milli metrarvörunnar og snyrtivörunnar og til viðbótar við smásöluna varð Stella að heildsölu. Metrarvörunni var hætt í kringum 1994-95. „Þetta var allt komið á mínar herðar og ég annaði þessu engan veginn,“ segir Edda. Í áratugi störfuðu mæðgurnar saman hlið við hlið, Edda og Ása. „Mamma sagði við mig að hún vildi fá að vinna svo lengi sem ég vildi hafa hana,“ segir Edda og bætir því við að móðir hennar hafi unnið í Stellu fram til ársins 2006. Ása féll síðan frá árið 2008. Það hlýtur að hafa verið erfitt? „Já það var rosa erfitt en ég fékk um það bil átján mánaða aðdraganda og vissi í hvað stefndi,“ segir Edda og bætir við: Mamma var bara svo rosalega góð vinkona, hún var dræfið hérna. Ef eitthvað þurfti að gera, þá var það gert. Það var mamma sem kenndi mér að standa í lappirnar.“ Eddu leiðist aldrei í vinnunni. Hún saknar þó margra sem lengi voru með verslanir á svæðinu en eru það ekki lengur. Með ferðamanninum breyttist margt, unga fólkið með barnavagnana hvarf og íbúðir breyttust í airbnb.Vísir/Vilhelm Með pensil og dós Edda viðurkennir að hún sakni margra sem ekki eru lengur með verslun á svæðinu. Nefnir hún sem dæmi Liverpool, Fatabúðin og Olympía. „Við erum bara hér Guðsteinn, Brynja og ég. Erum ekki farin að fatta það enn að við eigum að vera hætt,“ segir Edda og hlær. Þá segir hún af sem áður var þegar allt sem þurfti að sækja var í miðbænum. Mogginn, pósthúsið, bankinn, tollurinn og síminn eru nefnd sem dæmi. Ég sagði eitt sinn við Vilhjálm Þ. Vilhjálms þegar hann var í borginni að það væri eins og þeir hefðu tekið kökukefli og rúllað deiginu austur úr. Því borgin færðist bara þangað,“ segir Edda. Margt breyttist síðan með ferðamanninum. „Unga fólkið hvarf með barnavagnana og íbúðirnar breyttust í airbnb. Þetta gerðist allt mjög hratt,“ segir Edda. Það góða hafi þó verið segir Edda að mörg íbúðarhúsin fengu þarfa andlitslyftingu þar sem hús og garðar voru snyrt til. „Við fórum í gegnum svona tímabil líka með verslanirnar í kringum 1990-95. Þá var gerður skurkur í að hreinsa til og þrífa og fjarlægja alls konar fána og tuskur sem menn voru að hengja út á búðirnar, settar reglur um skiltin út á gangstétt og fleira,“ segir Edda sem er ekki frá því að sambærilegt átak þyrfti aftur nú. „Ég fer enn út með dós og pensil og klíni á þetta no matter what,“ segir Edda og vísar þar til tíðra veggjakrota í bænum. Það sem er búið er búið Að sögn Eddu þýðir nafnið Stella stjarna. „Pabba fannst alltaf mikilvægt að nafnið væri eitthvað sem allir gætu sagt, líka útlendingar.“ Hún segist hafa kynnst mörgum í gegnum innkaupin að utan og heildverslunina. „Þeir þekkjast allir þarna úti,“ segir hún um heildsöluumhverfið ytra sem hún segir í raun ekki stóran heim þegar allt kemur til alls. Hér heima hefur fólk mikinn áhuga á húsinu og segist Edda vera spurð að því þrisvar fjórum sinnum á dag hvenær húsið hafi verið byggt. En hefur ekki oft verið boðið í húsið, til dæmis fyrir bankahrun? „Jú svo sannarlega,“ segir Edda hlæjandi og segir þá marga hafa mætt með harðar skjalatöskur og tilboð. Einn vildi meira að segja að ég myndi bara skrifa undir samninginn óséðan, þetta væri svo gott tilboð,“ segir Edda og hristir höfuðið. Hún segist enn oft fá tilboð og tölvupósta um að „fjársterkur aðili“ hafi áhuga. „Þeir tölvupóstar fara bara á file,“ segir Edda róleg. Aðspurð segist Edda ekki minnast neinna erfiðleikatímabila sérstaklega. „Auðvitað er ég alveg vön því að stundum þarf að teygja budduna. Ég þekki það alveg og maður gúdderar bara þannig tímabil því maður veit að þau ganga yfir.“ Og alltaf er jafn gaman. Mér leiðist aldrei. Mér finnst alltaf gaman í vinnunni og horfi alltaf fram á við. Það sem er búið er búið,“ segir Edda. Gamla myndin Langafi og langamma eigenda Stellu, Sigmundur Guðmundsson og Guðbjörg Torfadóttir. Sigmundur reisti húsið í Bankastræti 3 árið 1880. Lengi vel var þar rekin bóksala Sigurðar Kristjánssonar en Sigurður leigði Landsbankanum eitt herbergi um tíma. Þaðan er nafnið Bankastræti komið.
Helgarviðtal Atvinnulífsins Verslun Reykjavík Tengdar fréttir Það þýddi ekkert að leggjast í þunglyndi og gefast upp Það þýddi ekkert annað en að draga punginn upp og hugsa eins og karlmaður segir Þórdís Helgadóttir um fundinn með bankastjóranum þegar hún vildi fjármagna fasteignakaup fyrir reksturinn. Þórdís og dætur hennar eru í helgarviðtali Atvinnulífsins að þessu sinni en Þórdís keypti hárgreiðslustofu árið 1985 og stofnaði síðan heildverslunina Þórborgu árið 2012. 22. nóvember 2020 08:01 Það breyttist allt með Covid Það hefur margt breyst síðustu áratugina í útförum að sögn Rúnars Geirmundssonar útfaraþjónustu. En það breyttist allt með Covid. Í helgarviðtalinu þessa helgina fáum við að heyra söguna á bakvið Útfaraþjónustu Rúnars Geirmundssonar sem stofnuð var árið 1990. 15. nóvember 2020 08:01 „Ég skil eiginlega ekki mamma hvernig þú gast þetta allt“ Það hefur ansi margt breyst í verslunarrekstri frá því að Bryndís Brynjólfsdóttir stofnaði Lindina á Selfossi árið 1974. Verðlagseftirlit, háir tollar, gengisfellingar og gjaldeyrishöft. Í dag rekur Kristín Hafsteinsdóttir, dóttir Bryndísar, verslunina. Og þriðja kynslóðin hefur bæst við því sonur Kristínar, Bjarki Már Magnússon, hjálpar nú mömmu sinni með netverslunina tiskuverslun.is. 8. nóvember 2020 08:00 „Ég held ég hafi fengið þetta frá pabba, eða afa eða jafnvel langafa“ 1. nóvember 2020 08:00 „Hef unnið fyrir fjóra forseta og drukkið kaffi með þeim öllum“ Fjölskyldufyrirtækið Þvegillinn er 51 árs gamalt en saga þess hefst þó nokkrum árum fyrr. Fyrirtækið var formlega stofnað sem ehf. árið 1969 þegar kennitölurnar urðu til. 25. október 2020 08:02 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
Það þýddi ekkert að leggjast í þunglyndi og gefast upp Það þýddi ekkert annað en að draga punginn upp og hugsa eins og karlmaður segir Þórdís Helgadóttir um fundinn með bankastjóranum þegar hún vildi fjármagna fasteignakaup fyrir reksturinn. Þórdís og dætur hennar eru í helgarviðtali Atvinnulífsins að þessu sinni en Þórdís keypti hárgreiðslustofu árið 1985 og stofnaði síðan heildverslunina Þórborgu árið 2012. 22. nóvember 2020 08:01
Það breyttist allt með Covid Það hefur margt breyst síðustu áratugina í útförum að sögn Rúnars Geirmundssonar útfaraþjónustu. En það breyttist allt með Covid. Í helgarviðtalinu þessa helgina fáum við að heyra söguna á bakvið Útfaraþjónustu Rúnars Geirmundssonar sem stofnuð var árið 1990. 15. nóvember 2020 08:01
„Ég skil eiginlega ekki mamma hvernig þú gast þetta allt“ Það hefur ansi margt breyst í verslunarrekstri frá því að Bryndís Brynjólfsdóttir stofnaði Lindina á Selfossi árið 1974. Verðlagseftirlit, háir tollar, gengisfellingar og gjaldeyrishöft. Í dag rekur Kristín Hafsteinsdóttir, dóttir Bryndísar, verslunina. Og þriðja kynslóðin hefur bæst við því sonur Kristínar, Bjarki Már Magnússon, hjálpar nú mömmu sinni með netverslunina tiskuverslun.is. 8. nóvember 2020 08:00
„Hef unnið fyrir fjóra forseta og drukkið kaffi með þeim öllum“ Fjölskyldufyrirtækið Þvegillinn er 51 árs gamalt en saga þess hefst þó nokkrum árum fyrr. Fyrirtækið var formlega stofnað sem ehf. árið 1969 þegar kennitölurnar urðu til. 25. október 2020 08:02