Braust inn í sundlaug, stundaði kynlíf og er stolt af því Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. nóvember 2020 15:51 Steiney hefur vakið athygli fyrir vasklega framgöngu á sjónvarpsskjánum í Ríkissjónvarpinu. Hún segir líka sögur í Útvarpi 101. Leikkonan og útvarpskonan Steiney Skúladóttir segist hafa brotist inn í sundlaug og stundað þar kynlíf í kórónuveirufaraldrinum. Þetta kemur fram í hlaðvarpinu Einhleyp, einmana og eirðarlaus sem þau Pálmi Freyr Hauksson stýra í Útvarpi 101. Þau Steiney og Pálmi ræða í þættinum ýmsa hluti sem tengjast lífi einhleypa fólksins og í nýjasta þættinum var áskorunin Utanrammareynsla til umfjöllunar. Í henni felst að fara út fyrir þægindarammann og gera eitthvað nýtt. Steiney lýsir því að hafa farið á stefnumót þar sem hún hafi stungið upp á því að brjótast inn í sundlaug. Mikil reynsla fyrir mig Sundlaugar á landinu hafa verið lokaðar undanfarnar vikur og raunar stóran hluta ársins vegna aðgerða hér á landi til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Ljóst er að margir sakna lauganna og vafalítið einhverjir velt fyrir sér að skella sér í nætursund, eða jafnvel gert. „Við brutumst inn í sundlaug, þar var pottur og við vorum eitthvað þar. Og svo riðum við í pottinum,“ segir Steiney. Steiney og Pálmi fara um víðan völl í þáttum sínum. „Þannig að þetta var mikil reynsla fyrir mig af því að ég hef aldrei brotist inn í sundlaug áður og ég hef aldrei áður riðið í potti,“ segir Steiney og skellir upp úr. Hún segist hafa verið og sé svo stolt af sér. „Og þetta var svo gaman. Og spilar inní af hverju ég er búinn að vera svo high on life, því ég fékk þarna svo mikið kick fyrir adrenalínfíkn sem ég er með.“ Þarna hafi hún fengið útrás fyrir adrenalínfíkn sinni. Hún elski rússíbana til dæmis en geti ekki farið í þá vegna axlarmeiðsla. Tvöfalt brot „Þetta er tvöfalt bannað. Bæði af því það er lokað í sundlauginni og af því það er Covid,“ segir Steiney. „Þá rifjar hún upp að Ingólfur Þórarinsson söngvari hafi einhvern tímann brotist inn í sundlaug í Vestmannaeyjum. Þær fréttir hafi verið úti um allt.“ Þau Pálmi ræða svo að þessi saga Steineyjar gæti ratað í fréttirnar, enda séu þær að ræða hana í útvarpi. „Eins og ég sagði í byrjun þá er ég náttúrulega að ljúga,“ segir Steiney svo í gríni. Aðspurð hver heppni herramaðurinn hafi verið skellir Steiney upp úr og segist eðlilega ekki ætla að greina frá því. Spjallið um sundferðina eftirminnilegu má heyra eftir fimmtíu mínútur í nýjasta þætti þeirra Steineyjar og Pálma á Spotify. Kynlíf Sundlaugar Fjölmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Glatkistunni lokað Menning „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Lífið Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið Fleiri fréttir Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Wintour víkur úr ritstjórastólnum eftir 37 ár Hundruðir gengu skrúðgöngu í Laugardal Íslensku sjónvarpsverðlaunin veitt í fyrsta sinn í október Búið spil hjá Katy Perry og Orlando Bloom Súrrealísk upplifun í prinsessuleik í Versölum Sögulegt hús fær nýtt líf: Hafnfirðingar hrannast inn, segja sögur og þakka fyrir Purrkur Pillnikk spilar á Innipúkanum Sjá meira
Þau Steiney og Pálmi ræða í þættinum ýmsa hluti sem tengjast lífi einhleypa fólksins og í nýjasta þættinum var áskorunin Utanrammareynsla til umfjöllunar. Í henni felst að fara út fyrir þægindarammann og gera eitthvað nýtt. Steiney lýsir því að hafa farið á stefnumót þar sem hún hafi stungið upp á því að brjótast inn í sundlaug. Mikil reynsla fyrir mig Sundlaugar á landinu hafa verið lokaðar undanfarnar vikur og raunar stóran hluta ársins vegna aðgerða hér á landi til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Ljóst er að margir sakna lauganna og vafalítið einhverjir velt fyrir sér að skella sér í nætursund, eða jafnvel gert. „Við brutumst inn í sundlaug, þar var pottur og við vorum eitthvað þar. Og svo riðum við í pottinum,“ segir Steiney. Steiney og Pálmi fara um víðan völl í þáttum sínum. „Þannig að þetta var mikil reynsla fyrir mig af því að ég hef aldrei brotist inn í sundlaug áður og ég hef aldrei áður riðið í potti,“ segir Steiney og skellir upp úr. Hún segist hafa verið og sé svo stolt af sér. „Og þetta var svo gaman. Og spilar inní af hverju ég er búinn að vera svo high on life, því ég fékk þarna svo mikið kick fyrir adrenalínfíkn sem ég er með.“ Þarna hafi hún fengið útrás fyrir adrenalínfíkn sinni. Hún elski rússíbana til dæmis en geti ekki farið í þá vegna axlarmeiðsla. Tvöfalt brot „Þetta er tvöfalt bannað. Bæði af því það er lokað í sundlauginni og af því það er Covid,“ segir Steiney. „Þá rifjar hún upp að Ingólfur Þórarinsson söngvari hafi einhvern tímann brotist inn í sundlaug í Vestmannaeyjum. Þær fréttir hafi verið úti um allt.“ Þau Pálmi ræða svo að þessi saga Steineyjar gæti ratað í fréttirnar, enda séu þær að ræða hana í útvarpi. „Eins og ég sagði í byrjun þá er ég náttúrulega að ljúga,“ segir Steiney svo í gríni. Aðspurð hver heppni herramaðurinn hafi verið skellir Steiney upp úr og segist eðlilega ekki ætla að greina frá því. Spjallið um sundferðina eftirminnilegu má heyra eftir fimmtíu mínútur í nýjasta þætti þeirra Steineyjar og Pálma á Spotify.
Kynlíf Sundlaugar Fjölmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Glatkistunni lokað Menning „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Lífið Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið Fleiri fréttir Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Wintour víkur úr ritstjórastólnum eftir 37 ár Hundruðir gengu skrúðgöngu í Laugardal Íslensku sjónvarpsverðlaunin veitt í fyrsta sinn í október Búið spil hjá Katy Perry og Orlando Bloom Súrrealísk upplifun í prinsessuleik í Versölum Sögulegt hús fær nýtt líf: Hafnfirðingar hrannast inn, segja sögur og þakka fyrir Purrkur Pillnikk spilar á Innipúkanum Sjá meira