Þau Steiney og Pálmi ræða í þættinum ýmsa hluti sem tengjast lífi einhleypa fólksins og í nýjasta þættinum var áskorunin Utanrammareynsla til umfjöllunar. Í henni felst að fara út fyrir þægindarammann og gera eitthvað nýtt.
Steiney lýsir því að hafa farið á stefnumót þar sem hún hafi stungið upp á því að brjótast inn í sundlaug.
Mikil reynsla fyrir mig
Sundlaugar á landinu hafa verið lokaðar undanfarnar vikur og raunar stóran hluta ársins vegna aðgerða hér á landi til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Ljóst er að margir sakna lauganna og vafalítið einhverjir velt fyrir sér að skella sér í nætursund, eða jafnvel gert.
„Við brutumst inn í sundlaug, þar var pottur og við vorum eitthvað þar. Og svo riðum við í pottinum,“ segir Steiney.

„Þannig að þetta var mikil reynsla fyrir mig af því að ég hef aldrei brotist inn í sundlaug áður og ég hef aldrei áður riðið í potti,“ segir Steiney og skellir upp úr.
Hún segist hafa verið og sé svo stolt af sér.
„Og þetta var svo gaman. Og spilar inní af hverju ég er búinn að vera svo high on life, því ég fékk þarna svo mikið kick fyrir adrenalínfíkn sem ég er með.“
Þarna hafi hún fengið útrás fyrir adrenalínfíkn sinni. Hún elski rússíbana til dæmis en geti ekki farið í þá vegna axlarmeiðsla.
Tvöfalt brot
„Þetta er tvöfalt bannað. Bæði af því það er lokað í sundlauginni og af því það er Covid,“ segir Steiney.
„Þá rifjar hún upp að Ingólfur Þórarinsson söngvari hafi einhvern tímann brotist inn í sundlaug í Vestmannaeyjum. Þær fréttir hafi verið úti um allt.“
Þau Pálmi ræða svo að þessi saga Steineyjar gæti ratað í fréttirnar, enda séu þær að ræða hana í útvarpi.
„Eins og ég sagði í byrjun þá er ég náttúrulega að ljúga,“ segir Steiney svo í gríni.
Aðspurð hver heppni herramaðurinn hafi verið skellir Steiney upp úr og segist eðlilega ekki ætla að greina frá því.
Spjallið um sundferðina eftirminnilegu má heyra eftir fimmtíu mínútur í nýjasta þætti þeirra Steineyjar og Pálma á Spotify.