Tárin streymdu hjá dóttur Maradonas eftir fögnuð Boca Juniors Sindri Sverrisson skrifar 30. nóvember 2020 09:32 Dalma Maradona var í heiðursstúku föður síns, með eiginmanni sínum, og táraðist yfir gjörningi leikmanna Boca Juniors. Getty/Alejandro Pagni Dalma Maradona, dóttir Diegos heitins, hélt ekki aftur af tárunum þegar leikmenn Boca Juniors komu og klöppuðu til hennar eftir mark sem þeir skoruðu í gær. Boca Juniors og Newell‘s Old Boys, lið sem að Maradona lék með á sínum tíma, mættust í gær og unnu Boca 2-0 sigur. Eftir fyrra markið fóru allir leikmenn Boca að heiðursstúku Maradonas á La Bombonera leikvanginum, þar sem Dalma dóttir hans sat, lögðu treyju Diegos á jörðina og klöppuðu til Dölmu. The raw emotion of Dalma Maradona, Diego s daughter, upon receiving an ovation from Boca Juniors after scoring the game s opening goal. pic.twitter.com/i7ScvTQcAh— Nico Cantor (@Nicocantor1) November 29, 2020 Leikmenn beggja liða báru nafn Maradonas aftan á treyjum sínum, og á treyju dómarans stóð „Takk Diego“. Liðin mættust í hinum nýja argentínska deildabikar, sem kemur í stað argentínsku deildarinnar á þessari leiktíð, en keppnin hefur nú verið nefnd Diego Armando Maradona bikarinn til heiðurs goðinu sem lést í síðustu viku. Dalma og Diego Maradona saman á góðri stundu á HM árið 2010.Getty/ Jamie Squire Maradona var heiðraður á fótboltaleikjum víða um heim um helgina. Hann var sérstaklega hylltur í Napólí enda er Maradona í guðatölu í borginni eftir að hafa átt þar sín bestu ár á mögnuðum ferli og leitt liðið að meistaratitlum. Napoli og Messi heiðruðu goðið Napoli fagnaði 4-0 sigri gegn Roma í gær í fyrsta leik sínum eftir andlát Maradonas. Mínútu þögn var fyrir leik eins og í öðrum leikjum á Ítalíu, til minningar um argentínska snillinginn, og á 10. mínútu var hlé á leiknum á meðan að klappað var fyrir honum. Leikmenn Napoli léku í sérstökum búningum sem minntu á argentínska landsliðsbúninginn, og fyrir leik lagði fyrirliðinn Lorenzo Insigne blómvönd fyrir framan stóra mynd af Maradona. Hann fagnaði marki sínu í leiknum með því að ná í Maradona-treyju og kyssa hana. Lorenzo Insigne minntist Diegos Maradona fyrir 4-0 sigurinn á Roma í gær.Getty/Francesco Pecoraro Lionel Messi heiðraði landa sinn sömuleiðis eftir mark sem hann skoraði gegn Osasuna í 4-0 sigri Barcelona á laugardaginn, í spænsku 1. deildinni. Messi náði í Newell‘s Old Boys treyju, fór í hana og benti til himins. Fótbolti Andlát Diegos Maradona Argentína Tengdar fréttir Napoli valtaði yfir Rómverja Minning Diego Maradona var heiðruð á San Paolo leikvangnum í kvöld og liðsmenn Napoli tóku sig til og völtuðu yfir AS Roma í ítölsku úrvalsdeildinni. 29. nóvember 2020 21:42 Segja að einkalæknir Maradona gæti verið sekur um manndráp af gáleysi Argentíski fjölmiðillinn Clarín heldur því fram að læknir Diego Armando Maradona hafi stuðlað að láti Maradona á miðvikudaginn var. Segja þeir að læknirinn sé grunaður um manndráp af gáleysi. 29. nóvember 2020 14:20 Ótrúlegt sjónarspil fyrir utan heimavöll Napoli til minningar um Maradona Diego Maradona er í guðatölu hjá stuðningsmönnum Napoli sem minntust hans með því að kveikja á blysum fyrir leik liðsins í gær. Þetta var fyrsti leikur Napoli eftir að Maradona lést. 27. nóvember 2020 15:01 Aðeins fjölskylda og nánustu vinir viðstaddir þegar Maradona var jarðaður Diego Maradona var lagður til hinstu hvílu í gær. Til átaka kom milli aðdáenda hans og lögreglunnar í Búenos Aíres. 27. nóvember 2020 08:00 Maradona á forsíðum blaðanna: Í höndum Guðs og Guð er dauður Diego Maradona er áberandi á forsíðum dagblaða um víða veröld. 26. nóvember 2020 07:31 Messi segir Maradona eilífan Lionel Messi hefur tjáð sig um andlát samlanda síns Diego Armando Maradona. 25. nóvember 2020 21:20 Diego Maradona er látinn Argentínski knattspyrnukappinn Diego Armando Maradona er látinn sextugur að aldri. Maradona lést af völdum hjartaáfalls. Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Argentínu. 25. nóvember 2020 16:32 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Setti heimsmet fyrir mömmu sína Sport Fleiri fréttir Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Sjá meira
Boca Juniors og Newell‘s Old Boys, lið sem að Maradona lék með á sínum tíma, mættust í gær og unnu Boca 2-0 sigur. Eftir fyrra markið fóru allir leikmenn Boca að heiðursstúku Maradonas á La Bombonera leikvanginum, þar sem Dalma dóttir hans sat, lögðu treyju Diegos á jörðina og klöppuðu til Dölmu. The raw emotion of Dalma Maradona, Diego s daughter, upon receiving an ovation from Boca Juniors after scoring the game s opening goal. pic.twitter.com/i7ScvTQcAh— Nico Cantor (@Nicocantor1) November 29, 2020 Leikmenn beggja liða báru nafn Maradonas aftan á treyjum sínum, og á treyju dómarans stóð „Takk Diego“. Liðin mættust í hinum nýja argentínska deildabikar, sem kemur í stað argentínsku deildarinnar á þessari leiktíð, en keppnin hefur nú verið nefnd Diego Armando Maradona bikarinn til heiðurs goðinu sem lést í síðustu viku. Dalma og Diego Maradona saman á góðri stundu á HM árið 2010.Getty/ Jamie Squire Maradona var heiðraður á fótboltaleikjum víða um heim um helgina. Hann var sérstaklega hylltur í Napólí enda er Maradona í guðatölu í borginni eftir að hafa átt þar sín bestu ár á mögnuðum ferli og leitt liðið að meistaratitlum. Napoli og Messi heiðruðu goðið Napoli fagnaði 4-0 sigri gegn Roma í gær í fyrsta leik sínum eftir andlát Maradonas. Mínútu þögn var fyrir leik eins og í öðrum leikjum á Ítalíu, til minningar um argentínska snillinginn, og á 10. mínútu var hlé á leiknum á meðan að klappað var fyrir honum. Leikmenn Napoli léku í sérstökum búningum sem minntu á argentínska landsliðsbúninginn, og fyrir leik lagði fyrirliðinn Lorenzo Insigne blómvönd fyrir framan stóra mynd af Maradona. Hann fagnaði marki sínu í leiknum með því að ná í Maradona-treyju og kyssa hana. Lorenzo Insigne minntist Diegos Maradona fyrir 4-0 sigurinn á Roma í gær.Getty/Francesco Pecoraro Lionel Messi heiðraði landa sinn sömuleiðis eftir mark sem hann skoraði gegn Osasuna í 4-0 sigri Barcelona á laugardaginn, í spænsku 1. deildinni. Messi náði í Newell‘s Old Boys treyju, fór í hana og benti til himins.
Fótbolti Andlát Diegos Maradona Argentína Tengdar fréttir Napoli valtaði yfir Rómverja Minning Diego Maradona var heiðruð á San Paolo leikvangnum í kvöld og liðsmenn Napoli tóku sig til og völtuðu yfir AS Roma í ítölsku úrvalsdeildinni. 29. nóvember 2020 21:42 Segja að einkalæknir Maradona gæti verið sekur um manndráp af gáleysi Argentíski fjölmiðillinn Clarín heldur því fram að læknir Diego Armando Maradona hafi stuðlað að láti Maradona á miðvikudaginn var. Segja þeir að læknirinn sé grunaður um manndráp af gáleysi. 29. nóvember 2020 14:20 Ótrúlegt sjónarspil fyrir utan heimavöll Napoli til minningar um Maradona Diego Maradona er í guðatölu hjá stuðningsmönnum Napoli sem minntust hans með því að kveikja á blysum fyrir leik liðsins í gær. Þetta var fyrsti leikur Napoli eftir að Maradona lést. 27. nóvember 2020 15:01 Aðeins fjölskylda og nánustu vinir viðstaddir þegar Maradona var jarðaður Diego Maradona var lagður til hinstu hvílu í gær. Til átaka kom milli aðdáenda hans og lögreglunnar í Búenos Aíres. 27. nóvember 2020 08:00 Maradona á forsíðum blaðanna: Í höndum Guðs og Guð er dauður Diego Maradona er áberandi á forsíðum dagblaða um víða veröld. 26. nóvember 2020 07:31 Messi segir Maradona eilífan Lionel Messi hefur tjáð sig um andlát samlanda síns Diego Armando Maradona. 25. nóvember 2020 21:20 Diego Maradona er látinn Argentínski knattspyrnukappinn Diego Armando Maradona er látinn sextugur að aldri. Maradona lést af völdum hjartaáfalls. Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Argentínu. 25. nóvember 2020 16:32 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Setti heimsmet fyrir mömmu sína Sport Fleiri fréttir Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Sjá meira
Napoli valtaði yfir Rómverja Minning Diego Maradona var heiðruð á San Paolo leikvangnum í kvöld og liðsmenn Napoli tóku sig til og völtuðu yfir AS Roma í ítölsku úrvalsdeildinni. 29. nóvember 2020 21:42
Segja að einkalæknir Maradona gæti verið sekur um manndráp af gáleysi Argentíski fjölmiðillinn Clarín heldur því fram að læknir Diego Armando Maradona hafi stuðlað að láti Maradona á miðvikudaginn var. Segja þeir að læknirinn sé grunaður um manndráp af gáleysi. 29. nóvember 2020 14:20
Ótrúlegt sjónarspil fyrir utan heimavöll Napoli til minningar um Maradona Diego Maradona er í guðatölu hjá stuðningsmönnum Napoli sem minntust hans með því að kveikja á blysum fyrir leik liðsins í gær. Þetta var fyrsti leikur Napoli eftir að Maradona lést. 27. nóvember 2020 15:01
Aðeins fjölskylda og nánustu vinir viðstaddir þegar Maradona var jarðaður Diego Maradona var lagður til hinstu hvílu í gær. Til átaka kom milli aðdáenda hans og lögreglunnar í Búenos Aíres. 27. nóvember 2020 08:00
Maradona á forsíðum blaðanna: Í höndum Guðs og Guð er dauður Diego Maradona er áberandi á forsíðum dagblaða um víða veröld. 26. nóvember 2020 07:31
Messi segir Maradona eilífan Lionel Messi hefur tjáð sig um andlát samlanda síns Diego Armando Maradona. 25. nóvember 2020 21:20
Diego Maradona er látinn Argentínski knattspyrnukappinn Diego Armando Maradona er látinn sextugur að aldri. Maradona lést af völdum hjartaáfalls. Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Argentínu. 25. nóvember 2020 16:32