Telur heilkennið ekki endilega ástæðu til að bólusetja öll börn Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 30. nóvember 2020 20:30 Valtýr Thors, barnasmitsjúkdómalæknir. Vísir/Arnar Halldórsson Ekkert barn hefur greinst með svokallað bráðabólguheilkenni í kjölfar kórónuveirunnar hér á landi, en tilfellum hefur fjölgað erlendis. Heilkennið getur verið lífshættulegt en barnalæknir segir það þó ekki endilega vera ástæðu til að bólusetja börn við kórónuveirunni líkt og sakir standa. Greint var frá því í gær að sjö ára íslenskur drengur í Svíþjóð hefði veikst lífshættulega í haust af svokölluðu bráðabólguheilkenni sem rakið er til kórónuveirunnar. Hann var fullkomlega heilbrigður áður en hann fékk veiruna en er í dag langveikur, að sögn móður hans. Heilkennið leggst á börn og talið er að um fimmtíu slík tilfelli hafi komið upp í Svíþjóð. „Þetta er bólguviðbragð í líkamanum sem leggst á mörg líffærakerfi og veldur oft talsvert miklum veikindum. Þetta er í raun og veru nýtt fyrirbæri sem hefur komið fram á sjónarsviðið eftir að covid-veiran braust fram,“ segir Valtýr Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalæknir á Barnaspítala hringsins. Hann segir að tilfelli hafi verið að koma upp í nágrannalöndum og að um eitt af hverjum fimm þúsund börnum geti þróað með sér heilkennið í kjölfar covid-sýkingar. „Ég held að þetta undirstriki fyrst og fremst það að við þurfum að bera virðingu fyrir þessari kórónuveiru og alls ekki vanmeta hvað hún getur gert. Hún hefur valdið gríðarlegum veikindum úti um allan heim. Sem betur fer höfum við verið þeirrar gæfu aðnjótandi að fá börn veikjast alvarlega. Mjög fá börn raunar,“ segir Valtýr, aðspurður hvort heilkennið undirstriki mikilvægi þess að bólusetja börn við kórónuveirunni. Börn fædd 2006 og síðar munu ekki fá bóluefni við veirunni, samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra. „Ég held að þetta eitt og sér sé ekki endilega lóð á þær vogarskálar að það eigi að bólusetja öll börn gegn covid.“ Valtýr segir að ef snögglega sé gripið til meðferðar þá gangi sjúkdómurinn oftast yfir á dögum eða vikum. „Þó eru jafnan oft einhvers konar eftirköst sem getur tekið vikur eða mánuði að ganga alveg til baka.“ Hver eru fyrstu einkenni og hvernig veit fólk hvort það eigi að leita læknisaðstoðar? „Það getur verið býsna flókið af því að einkennin eru margs konar en flest börn fá hita og einkenni frá meltingarveginum, oftast niðurgang en líka uppköst. Það er mikill slappleiki og almennt talsvert mikil veikindi. Það sem fólk á að gera núna sem endranær er að ef það hefur áhyggjur af veikindum barna sinna er að láta lækni kíkja á þau.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Börn og uppeldi Tengdar fréttir Bráðabólguheilkenni ekki komið upp hjá barni hér á landi Sóttvarnalæknir segist ekki vita til þess að bráðabólguheilkenni hafi komið upp hjá barni hér á landi. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um sjö ára íslenskan dreng í Svíþjóð sem veiktist lífshættulega af bráðabólguheilkenni í tengslum við Covid-19. 30. nóvember 2020 11:46 Sjö ára drengur veiktist lífshættulega eftir að hafa fengið Covid-19 Sjö ára íslenskur drengur veiktist lífshættulega nú í haust af bráða- bólguheilkenni í tengslum við Covid-19. 29. nóvember 2020 18:04 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Sjá meira
Greint var frá því í gær að sjö ára íslenskur drengur í Svíþjóð hefði veikst lífshættulega í haust af svokölluðu bráðabólguheilkenni sem rakið er til kórónuveirunnar. Hann var fullkomlega heilbrigður áður en hann fékk veiruna en er í dag langveikur, að sögn móður hans. Heilkennið leggst á börn og talið er að um fimmtíu slík tilfelli hafi komið upp í Svíþjóð. „Þetta er bólguviðbragð í líkamanum sem leggst á mörg líffærakerfi og veldur oft talsvert miklum veikindum. Þetta er í raun og veru nýtt fyrirbæri sem hefur komið fram á sjónarsviðið eftir að covid-veiran braust fram,“ segir Valtýr Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalæknir á Barnaspítala hringsins. Hann segir að tilfelli hafi verið að koma upp í nágrannalöndum og að um eitt af hverjum fimm þúsund börnum geti þróað með sér heilkennið í kjölfar covid-sýkingar. „Ég held að þetta undirstriki fyrst og fremst það að við þurfum að bera virðingu fyrir þessari kórónuveiru og alls ekki vanmeta hvað hún getur gert. Hún hefur valdið gríðarlegum veikindum úti um allan heim. Sem betur fer höfum við verið þeirrar gæfu aðnjótandi að fá börn veikjast alvarlega. Mjög fá börn raunar,“ segir Valtýr, aðspurður hvort heilkennið undirstriki mikilvægi þess að bólusetja börn við kórónuveirunni. Börn fædd 2006 og síðar munu ekki fá bóluefni við veirunni, samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra. „Ég held að þetta eitt og sér sé ekki endilega lóð á þær vogarskálar að það eigi að bólusetja öll börn gegn covid.“ Valtýr segir að ef snögglega sé gripið til meðferðar þá gangi sjúkdómurinn oftast yfir á dögum eða vikum. „Þó eru jafnan oft einhvers konar eftirköst sem getur tekið vikur eða mánuði að ganga alveg til baka.“ Hver eru fyrstu einkenni og hvernig veit fólk hvort það eigi að leita læknisaðstoðar? „Það getur verið býsna flókið af því að einkennin eru margs konar en flest börn fá hita og einkenni frá meltingarveginum, oftast niðurgang en líka uppköst. Það er mikill slappleiki og almennt talsvert mikil veikindi. Það sem fólk á að gera núna sem endranær er að ef það hefur áhyggjur af veikindum barna sinna er að láta lækni kíkja á þau.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Börn og uppeldi Tengdar fréttir Bráðabólguheilkenni ekki komið upp hjá barni hér á landi Sóttvarnalæknir segist ekki vita til þess að bráðabólguheilkenni hafi komið upp hjá barni hér á landi. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um sjö ára íslenskan dreng í Svíþjóð sem veiktist lífshættulega af bráðabólguheilkenni í tengslum við Covid-19. 30. nóvember 2020 11:46 Sjö ára drengur veiktist lífshættulega eftir að hafa fengið Covid-19 Sjö ára íslenskur drengur veiktist lífshættulega nú í haust af bráða- bólguheilkenni í tengslum við Covid-19. 29. nóvember 2020 18:04 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Sjá meira
Bráðabólguheilkenni ekki komið upp hjá barni hér á landi Sóttvarnalæknir segist ekki vita til þess að bráðabólguheilkenni hafi komið upp hjá barni hér á landi. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um sjö ára íslenskan dreng í Svíþjóð sem veiktist lífshættulega af bráðabólguheilkenni í tengslum við Covid-19. 30. nóvember 2020 11:46
Sjö ára drengur veiktist lífshættulega eftir að hafa fengið Covid-19 Sjö ára íslenskur drengur veiktist lífshættulega nú í haust af bráða- bólguheilkenni í tengslum við Covid-19. 29. nóvember 2020 18:04