Sigríður segir dóm Mannréttindadómstólsins engu breyta Heimir Már Pétursson skrifar 1. desember 2020 12:22 Sigríður Andersen gagnrýnir forsendur yfirdeildar Mannréttindadómstólsins sem leggi mikið vægi á einn dóm Hæstaréttar í málinu en hunsi annan. Vísir/Vilhelm Sigríður Andersen segir dóm yfirdeildar Mannréttindadómstólsins ekki koma á óvart. Hún hafi sinnt rannsóknarskyldu sinni og dómur Hæstaréttar um hæfni dómara við Landsrétt gildi. Ríkinu sé ekki gerð skaðabótaskylda með niðursötu yfirdeildarinnar og því þurfi ekki að taka upp mál fyrir Landsrétti. Sigríður Andersen sat í málflutingi málsins fyrir yfirdeildinni í Strasbourg í febrúar. Hún hafi sagt þá og segði aftur núna að hún byggist við þessari niðurstöðu. „Enda er þetta ekki dómstóll í þeim hefðbundna skilningi sem við leggjum í það hugtak. Þarna er sami dómari sem endurskoðar eigin úrlausn. Það vill til að það er dómari frá okkar landi sem hefur mest um þetta að segja í þessum dómi. Þannig að þetta semsagt kemur mér ekkert á óvart,“ segir Sigríður og vísar þar til setu Róberts Spanó í Mannréttindadómstólnum. En það er algilt að heimadómarar sitji í málum sem tengjast löndum þeirra. Sigríður segir Mannréttindadómstóllinn leggja allt vægi á dóma Hæstaréttar frá því í desember 2017 í skaðabótamálum dómaraefna sem tekin voru af dómaralistanum. Sá dómur hafi verið keðinn upp af setudómurum og aðeins einum embættisdómara. Hins vegar sé algerlega horft fram hjá dómi Hæstaréttar í maí 2018 þar sem dómarar Landsréttar voru dæmdir rétt skipaðir. „En þess utan er sérstaklega tekið fram í þessari niðurstöðu að hún leiði ekki til þess sérstaklega að íslenskra ríkið verði til dæmis skuldbundið samkvæmt samningnum til að endurupptaka alla dóma sem kveðnir hafa verið upp í Landsrétti,“ segir Sigríður. Þá sé manninum í prófmálinu ekki dæmdar bætur. „Mér finnst þetta einmitt benda til þess sem ég hef sagt áður að þetta sé miklu meira í ætt við pólitískt at sem þarna fer fram í Strasbourgh heldur en lögfræði. Og svo sannarlega ekki í samræmi við íslenska lögfræði,“ segir dómsmálaráðherrann fyrrverandi. En Sigríður sagði á sínum tíma að könnun hennar hefði leitt í ljós að engin meirihluti væri fyrir skipan dómaraefni á lista hæfnisnefndar óbreyttan fyrir þingið. En hefði kannski bara verið rétt að láta skeika á sköpuðu og leggja þann lista óbreyttan? „Það verður auðvitað ekki lögð á ráðherra sú skylda að leggja fyrir þingið mál sem engin samstaða er um,“ segir Sigríður. Alþingi væri sýnd ótrúleg óvirðing með þessum dómi mannréttindadómstólsins. Þannig að þú telur í raun og veru að þessi dómur skipti engu máli og muni ekki hafa neinar afleiðingar? „Nú ertu að tala við lögfræðing. Ég get sagt þér það að mér hefur virst að mál sem fara fyrir dóm þessa dagana og misserin að stað þess að setja niður deilur virðast dómsmál vera að vekja upp fleiri spurningar en þeim er ætlað að svara. Og ég ætla ekkert að útliloka að menn geti þvælt þessu máli frekar í dómstólum ef þeir vilja,“ segir Sigríður Andersen. Mannréttindadómstóll Evrópu Dómsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landsréttarmálið Tengdar fréttir Segja yfirdeildina staðfesta þriggja ára „niðurlægingu stjórnvalda“ Píratar segja að niðurstaða yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu sé „enn ein staðfestingin á þriggja ára kostnaðarsamri niðurlægingu stjórnvalda.“ 1. desember 2020 11:21 Yfirdeild Mannréttindadómstólsins staðfestir dóm í Landsréttarmáli Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu staðfesti í morgun dóm dómstólsins frá því í fyrra í prófmáli varðandi skipan dómara við Landsrétt vorið 2017. 1. desember 2020 10:14 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Sjá meira
Sigríður Andersen sat í málflutingi málsins fyrir yfirdeildinni í Strasbourg í febrúar. Hún hafi sagt þá og segði aftur núna að hún byggist við þessari niðurstöðu. „Enda er þetta ekki dómstóll í þeim hefðbundna skilningi sem við leggjum í það hugtak. Þarna er sami dómari sem endurskoðar eigin úrlausn. Það vill til að það er dómari frá okkar landi sem hefur mest um þetta að segja í þessum dómi. Þannig að þetta semsagt kemur mér ekkert á óvart,“ segir Sigríður og vísar þar til setu Róberts Spanó í Mannréttindadómstólnum. En það er algilt að heimadómarar sitji í málum sem tengjast löndum þeirra. Sigríður segir Mannréttindadómstóllinn leggja allt vægi á dóma Hæstaréttar frá því í desember 2017 í skaðabótamálum dómaraefna sem tekin voru af dómaralistanum. Sá dómur hafi verið keðinn upp af setudómurum og aðeins einum embættisdómara. Hins vegar sé algerlega horft fram hjá dómi Hæstaréttar í maí 2018 þar sem dómarar Landsréttar voru dæmdir rétt skipaðir. „En þess utan er sérstaklega tekið fram í þessari niðurstöðu að hún leiði ekki til þess sérstaklega að íslenskra ríkið verði til dæmis skuldbundið samkvæmt samningnum til að endurupptaka alla dóma sem kveðnir hafa verið upp í Landsrétti,“ segir Sigríður. Þá sé manninum í prófmálinu ekki dæmdar bætur. „Mér finnst þetta einmitt benda til þess sem ég hef sagt áður að þetta sé miklu meira í ætt við pólitískt at sem þarna fer fram í Strasbourgh heldur en lögfræði. Og svo sannarlega ekki í samræmi við íslenska lögfræði,“ segir dómsmálaráðherrann fyrrverandi. En Sigríður sagði á sínum tíma að könnun hennar hefði leitt í ljós að engin meirihluti væri fyrir skipan dómaraefni á lista hæfnisnefndar óbreyttan fyrir þingið. En hefði kannski bara verið rétt að láta skeika á sköpuðu og leggja þann lista óbreyttan? „Það verður auðvitað ekki lögð á ráðherra sú skylda að leggja fyrir þingið mál sem engin samstaða er um,“ segir Sigríður. Alþingi væri sýnd ótrúleg óvirðing með þessum dómi mannréttindadómstólsins. Þannig að þú telur í raun og veru að þessi dómur skipti engu máli og muni ekki hafa neinar afleiðingar? „Nú ertu að tala við lögfræðing. Ég get sagt þér það að mér hefur virst að mál sem fara fyrir dóm þessa dagana og misserin að stað þess að setja niður deilur virðast dómsmál vera að vekja upp fleiri spurningar en þeim er ætlað að svara. Og ég ætla ekkert að útliloka að menn geti þvælt þessu máli frekar í dómstólum ef þeir vilja,“ segir Sigríður Andersen.
Mannréttindadómstóll Evrópu Dómsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landsréttarmálið Tengdar fréttir Segja yfirdeildina staðfesta þriggja ára „niðurlægingu stjórnvalda“ Píratar segja að niðurstaða yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu sé „enn ein staðfestingin á þriggja ára kostnaðarsamri niðurlægingu stjórnvalda.“ 1. desember 2020 11:21 Yfirdeild Mannréttindadómstólsins staðfestir dóm í Landsréttarmáli Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu staðfesti í morgun dóm dómstólsins frá því í fyrra í prófmáli varðandi skipan dómara við Landsrétt vorið 2017. 1. desember 2020 10:14 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Sjá meira
Segja yfirdeildina staðfesta þriggja ára „niðurlægingu stjórnvalda“ Píratar segja að niðurstaða yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu sé „enn ein staðfestingin á þriggja ára kostnaðarsamri niðurlægingu stjórnvalda.“ 1. desember 2020 11:21
Yfirdeild Mannréttindadómstólsins staðfestir dóm í Landsréttarmáli Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu staðfesti í morgun dóm dómstólsins frá því í fyrra í prófmáli varðandi skipan dómara við Landsrétt vorið 2017. 1. desember 2020 10:14