Sport

Twitter um á­fram­haldandi æfinga­bann: Rot­högg fyrir í­þrótta­hreyfinguna og slæmar að­stæður fyrir af­reks­í­þrótta­fólk

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Handboltalið landsins þurfa að bíða enn lengur með að mega hefja æfingar á nýjan leik.
Handboltalið landsins þurfa að bíða enn lengur með að mega hefja æfingar á nýjan leik. Vísir/Bára

Í dag var staðfest að íþróttaæfingar fullorðinna, með eða án snertingar, verða ekki heimilar fyrr en í fyrsta lagi 9. desember. Mikil ólga hefur myndast á samfélagsmiðlum eftir tilkynningu þess efnis fyrr í dag.

Fari svo að íþróttafólk megi aftur mæta á æfingar - og þar með í vinnu - þann 9. desember þá lýkur þar með löngu íþróttabanni hér á landi. Þá hefði verið bann við æfingum hér á landi í 156 daga ársins 2020.

Til að bæta gráu ofan á svart hafði Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, lagt til í minnisblaði sínu þann 25. nóvember að íþróttaæfingar fullorðinna, með eða án snertinga, yrðu leyfðar á morgun, 2. desember. Síðan kom bakslag og því hefur þeirri ákvörðun verið frestað til allavega 9. desember.

Hér að neðan má sjá hluta umræðunnar um æfingabannið sem fram fór á samfélagsmiðlinum Twitter. 


Tengdar fréttir

Æfinga- og keppnisbann enn við lýði

Gildandi sóttvarnareglur hafa verið framlengdar til 9. desember. Það þýðir m.a. áframhaldandi bann við æfingum og keppni hjá íslensku íþróttafólki.

Formaður KKÍ vonsvikinn og reiður með tíðindi dagsins

Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, var ekkert sérstaklega ánægður með tíðindin sem bárust um hádegið, að gildandi samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins verði áfram við lýði til 9. desember. Það þýðir að íslenskt íþróttafólk, fullorðnir og ungmenni, mega ekki æfa eða keppa eins og undanfarna tvo mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×