Þrenna Kavechi dugði ekki til í sjö marka leik í Tyrklandi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kavechi átti frábæran leik í kvöld.
Kavechi átti frábæran leik í kvöld. Emrah Yorulmaz/Getty

RB Leipzig virtist með pálmann í höndunum á útivelli gegn Istanbul Basaksehir er þeir leiddu 3-1. Þeir voru hins vegar nærri því búnir að kasta sigrinum frá sér en unnu að endingu 4-3 í H-riðli Meistaradeildarinnar.

Daninn Yussuf Poulsen kom Leipzig yfir á 26. mínútu er skot Marcel Sabitzer fór í hann og inn. Á 43. mínútu tvöfaldaði Nordi Mukiele forystuna með ágætis skoti.

Irfan Kahveci minnkaði muninn á þriðju mínútu uppbótartíma fyrri hálfleiks og hélt Istanbul inn í leiknum. Daniel Olmo kom Leipzig svo aftur í tveggja marka forystu með marki á 66. mínútu.

Áðurnefndur Irfan Kahveci minnkaði muninn í 3-2 á 72. mínútu og á 85. mínútu jafnaði hann svo metin með stórkostlegri aukaspyrnu.

Dramatíkinn var ekki lokið því á 93. mínútu tryggði Alexander Soerloth Leipzig stigin þrjú með þrumuskoti fyrir utan teig. United og Leipzig eru með níu stig, PSG sex og Istanbul þrjú.

Krasnodar vann svo 1-0 sigur á Rennes í E-riðlinum. Marcus Berg skoraði sigurmarkið í síðari hálfleiknum en Krasnodar er í þriðja sætinu með fjögur stig. Rennes er á botninum með eitt en Sevilla og Chelsea eru komin áfram í E-riðlinum.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira