Vilja að beðist verði afsökunar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. desember 2020 15:15 Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra. Vísir/vilhelm Þrettán þingmenn tveggja flokka hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að Alþingi lýsi því yfir að rangt hafi verið að samþykkja málshöfðun gegn fjórum ráðherrum í september 2010 vegna starfa þeirra í ríkisstjórn Íslands fyrir efnahagshrunið. Auk þess eigi ráðherrarnir skilið afsökunarbeiðni. Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra var eini ráðherrann sem var ákærður og færður fyrir landsdóm. Þau Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra, Björgvin G. Sigurðsson fyrrverandi viðskiptaráðherra og Árni Mathiesen fyrrverandi fjármálaráðherra voru ekki ákærð. Sambærileg þingsályktunartillaga hefur tvívegis áður verið lögð fram. Þingflokkur Miðflokksins stendur að baki tillögunni auk fjögurra þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Í tillögu segir að lagt sé til að Alþingi álykti að rangt hafi verið að leggja til málshöfðun á hendur ráðherrum vegna pólitískra aðgerða eða aðgerðaleysis, að ranglega hafi verið staðið að atkvæðagreiðslu um tillöguna og að rangt hafi verið að samþykkja hana. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, er meðal flutningsmanna tillögunnar sem lögð var fram í dag.Vísir/Vilhelm Enn fremur er lagt til að Alþingi álykti að þeir fyrrverandi ráðherrar sem upphaflega þingsályktunartillagan beindist gegn, og sá ráðherra sem loks var ákveðið að höfða mál gegn, verðskuldi afsökunarbeiðni frá hlutaðeigandi aðilum. Í tillögunni segir að niðurstaða Landsdóms sýni að ekki hafi verið tilefni til ákæru og að atkvæðagreiðsla um málshöfðun hafi farið eftir pólitískum línum. „Mikilvægt er að árétta að dómsvaldi megi aldrei beita í pólitískum tilgangi,“ segir í greinargerð. Þá segir að lýðræðislegu stjórnarfari landsins standi ógn af því að reynt sé að fá starfandi eða fyrrverandi stjórnmálamenn dæmda til fangelsisvistar vegna pólitískra aðgerða eða aðgerðaleysis án þess að um hafi verið að ræða ásetning um brot. Alþingi Hrunið Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Þekkt baráttukona hinseginréttinda myrt í Pétursborg Erlent Skelkuðum ferðamönnum komið til bjargar Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra var eini ráðherrann sem var ákærður og færður fyrir landsdóm. Þau Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra, Björgvin G. Sigurðsson fyrrverandi viðskiptaráðherra og Árni Mathiesen fyrrverandi fjármálaráðherra voru ekki ákærð. Sambærileg þingsályktunartillaga hefur tvívegis áður verið lögð fram. Þingflokkur Miðflokksins stendur að baki tillögunni auk fjögurra þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Í tillögu segir að lagt sé til að Alþingi álykti að rangt hafi verið að leggja til málshöfðun á hendur ráðherrum vegna pólitískra aðgerða eða aðgerðaleysis, að ranglega hafi verið staðið að atkvæðagreiðslu um tillöguna og að rangt hafi verið að samþykkja hana. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, er meðal flutningsmanna tillögunnar sem lögð var fram í dag.Vísir/Vilhelm Enn fremur er lagt til að Alþingi álykti að þeir fyrrverandi ráðherrar sem upphaflega þingsályktunartillagan beindist gegn, og sá ráðherra sem loks var ákveðið að höfða mál gegn, verðskuldi afsökunarbeiðni frá hlutaðeigandi aðilum. Í tillögunni segir að niðurstaða Landsdóms sýni að ekki hafi verið tilefni til ákæru og að atkvæðagreiðsla um málshöfðun hafi farið eftir pólitískum línum. „Mikilvægt er að árétta að dómsvaldi megi aldrei beita í pólitískum tilgangi,“ segir í greinargerð. Þá segir að lýðræðislegu stjórnarfari landsins standi ógn af því að reynt sé að fá starfandi eða fyrrverandi stjórnmálamenn dæmda til fangelsisvistar vegna pólitískra aðgerða eða aðgerðaleysis án þess að um hafi verið að ræða ásetning um brot.
Alþingi Hrunið Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Þekkt baráttukona hinseginréttinda myrt í Pétursborg Erlent Skelkuðum ferðamönnum komið til bjargar Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira