Önfirski orkubóndinn segir að það þurfi lítið að smala Kristján Már Unnarsson skrifar 2. desember 2020 22:46 Birkir Þór Guðmundsson, raforkubóndi frá Hrauni á Ingjaldssandi við Önundarfjörð. Egill Aðalsteinsson Tveir bændur úr Önundarfirði, sem áður stunduðu sauðfjárrækt, kúabúskap og loðdýrarækt, eru alfarið orðnir raforkubændur. Þeir eru búnir að reisa þrjár smávirkjanir fyrir vestan og segjast lítið þurfa að smala. Á Hvilftarströnd við ána Kaldá innan við Flateyri er nýlega risin lítil vatnsaflsvirkjun, sú þriðja sem Önfirðingarnir Birkir Þór Guðmundsson frá Ingjaldssandi og Ásgeir Mikkaelsson úr Breiðadal standa að, en stöðina mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. „Við reistum hér tvær virkjanir í Önundarfirði 2018 og svo í Skutulsfirði, í Dagverðardal, 2019,“ segir Birkir Þór og bætir við að sú fjórða sé í bígerð í Gilsfirði. Stöðvarhúsið við Kaldá á Hvilftarströnd.Egill Aðalsteinsson Vatnsaflstöðin við Kaldá framleiðir allt að 400 kílóvött sem samsvarar orkuþörf um fimmtíu heimila og hinar eru litlu minni. „Við höfum þá trú að þessar virkjanir okkar á svæðinu geri ekkert annað en að styrkja hér raforkuöryggi inni í fjórðungnum.“ Okkur finnst athyglisvert að Önfirðingarnir Birkir og Ásgeir hafi alfarið snúið sér að orkubúskap. Virkjunin getur annað raforkuþörf um fimmtíu heimila.Egill Aðalsteinsson „Ásgeir félagi minn var bæði með sauðfé og kýr – var kúabóndi með myndarlegt kúabú á þeirra tíma mælikvarða. Ég bjó svo úti á Ingjaldssandi og var með loðdýr, af öllu, þar. Karl faðir minn bjó líka á Hrauni og var með sauðfjárbúskap,“ segir Birkir. Og það er stór munur að vera raforkubóndi. „Það er dálítið einfaldara þegar þetta er farið að snúast. Það þarf lítið að smala,“ svarar Birkir Þór. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fjallað var um síðasta bóndann á Ingjaldssandi í tveimur þáttum á Stöð 2 árið 2014. Fyrri þáttinn má sjá hér: Síðari þáttinn má sjá hér: Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Ísafjarðarbær Landbúnaður Byggðamál Um land allt Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Fleiri fréttir Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Sjá meira
Á Hvilftarströnd við ána Kaldá innan við Flateyri er nýlega risin lítil vatnsaflsvirkjun, sú þriðja sem Önfirðingarnir Birkir Þór Guðmundsson frá Ingjaldssandi og Ásgeir Mikkaelsson úr Breiðadal standa að, en stöðina mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. „Við reistum hér tvær virkjanir í Önundarfirði 2018 og svo í Skutulsfirði, í Dagverðardal, 2019,“ segir Birkir Þór og bætir við að sú fjórða sé í bígerð í Gilsfirði. Stöðvarhúsið við Kaldá á Hvilftarströnd.Egill Aðalsteinsson Vatnsaflstöðin við Kaldá framleiðir allt að 400 kílóvött sem samsvarar orkuþörf um fimmtíu heimila og hinar eru litlu minni. „Við höfum þá trú að þessar virkjanir okkar á svæðinu geri ekkert annað en að styrkja hér raforkuöryggi inni í fjórðungnum.“ Okkur finnst athyglisvert að Önfirðingarnir Birkir og Ásgeir hafi alfarið snúið sér að orkubúskap. Virkjunin getur annað raforkuþörf um fimmtíu heimila.Egill Aðalsteinsson „Ásgeir félagi minn var bæði með sauðfé og kýr – var kúabóndi með myndarlegt kúabú á þeirra tíma mælikvarða. Ég bjó svo úti á Ingjaldssandi og var með loðdýr, af öllu, þar. Karl faðir minn bjó líka á Hrauni og var með sauðfjárbúskap,“ segir Birkir. Og það er stór munur að vera raforkubóndi. „Það er dálítið einfaldara þegar þetta er farið að snúast. Það þarf lítið að smala,“ svarar Birkir Þór. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fjallað var um síðasta bóndann á Ingjaldssandi í tveimur þáttum á Stöð 2 árið 2014. Fyrri þáttinn má sjá hér: Síðari þáttinn má sjá hér:
Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Ísafjarðarbær Landbúnaður Byggðamál Um land allt Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Fleiri fréttir Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent