Ólafur Helgi í leyfi frá störfum sínum í ráðuneytinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. desember 2020 16:19 Ólafur Helgi Kjartansson, fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, er einn mesti aðdáandi Rolling Stones hér á landi. Vísir/SigurjónÓ Ólafur Helgi Kjartansson, fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, er kominn í leyfi frá störfum sínum í dómsmálaráðuneytinu. Ólafur Helgi hefur stöðu sakbornings í rannsókn héraðssasksóknara að meintu broti á þagnarskyldu hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að Ólafur Helgi hefði verið kallaður til yfirheyrslu vegna fyrrnefndrar rannsóknar. Auk þess hefðu tveir starfsmenn til viðbótar hjá lögreglunni á Suðurnesjum verið sendir í leyfi. Í framhaldinu greindi Ríkisútvarpið frá því að Ólafur Helgi hefði verið sendur í tímabundið leyfi og hafði eftir heimildum. Vísir hefur sömuleiðis fengið þetta staðfest. Ólafur Helgi lét af störfum sem lögreglustjóri á Suðurnesjum í ágúst og hóf störf í kjölfarið sem sérfræðingur í dómsmálaráðuneytinu. Grímur Hergeirsson tók tímabundið við stöðu Ólafs Helga. Í nóvember var Úlfar Lúðvíksson, sem hafði verið lögreglustjóri á Vesturlandi, ráðinn í embættið. Fjölmiðlar fjölluðu í sumar um deilur innan lögreglunnar á Suðurnesjum og var meðal annars greint frá því að yfirlögfræðingur, mannauðsstjóri og aðstoðarsaksóknari embættisins fóru í veikindaleyfi eftir að tveir starfsmenn embættisins kvörtuðu undan einelti yfirmannanna til Ólafs Helga. Hafa yfirmennirnir alfarið neitað þeim ásökunum. Að því er heimildir Fréttablaðsins herma snýr meint trúnaðarbrot að hluta til að birtingu bréfs sem Ólafur Helgi sendi dómsmálaráðuneytinu í sumar, áður en hann lét af störfum sem lögreglustjóri. Í bréfinu fór hann fram á að ráðuneytið myndi skoða veikindi fyrrnefndra yfirmanna nánar. Hafliði Helgason, upplýsingafulltrúi dómsmálaráðuneytisins, segir að ráðuneytið tjái sig ekki um einstaka starfsmenn. Í svari við almennri fyrirspurn fréttastofu segir að starfsmenn sem hljóti réttarstöðu sakbornings við rannsókn yfirvalda fari í tímabundið leyfi. Lögreglan Lögreglumál Tengdar fréttir Ólafur Helgi kallaður til yfirheyrslu Ólafur Helgi Kjartansson, fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum og núverandi sérfræðingur í dómsmálaráðuneytinu, hefur verið kallaður til yfirheyrslu vegna rannsóknar héraðssaksóknara. 3. desember 2020 06:35 Úlfar og Grímur skipaðir í stöðu lögreglustjóra á Suðurnesjum og í Vestmannaeyjum Þeir Úlfar og Grímur eru skipaðir í embætti að undangengnu mati hæfnisnefndar og miðast upphaf skipunartíma við 16. nóvember næstkomandi. 11. nóvember 2020 20:19 „Mikið traust sem ráðherra sýnir mér“ Tilkynnt var í dag að Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, muni taka við starfi sérfræðings í málefnum landamæra í dómsmálaráðuneytinu. 19. ágúst 2020 11:42 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Fréttablaðið greindi frá því í morgun að Ólafur Helgi hefði verið kallaður til yfirheyrslu vegna fyrrnefndrar rannsóknar. Auk þess hefðu tveir starfsmenn til viðbótar hjá lögreglunni á Suðurnesjum verið sendir í leyfi. Í framhaldinu greindi Ríkisútvarpið frá því að Ólafur Helgi hefði verið sendur í tímabundið leyfi og hafði eftir heimildum. Vísir hefur sömuleiðis fengið þetta staðfest. Ólafur Helgi lét af störfum sem lögreglustjóri á Suðurnesjum í ágúst og hóf störf í kjölfarið sem sérfræðingur í dómsmálaráðuneytinu. Grímur Hergeirsson tók tímabundið við stöðu Ólafs Helga. Í nóvember var Úlfar Lúðvíksson, sem hafði verið lögreglustjóri á Vesturlandi, ráðinn í embættið. Fjölmiðlar fjölluðu í sumar um deilur innan lögreglunnar á Suðurnesjum og var meðal annars greint frá því að yfirlögfræðingur, mannauðsstjóri og aðstoðarsaksóknari embættisins fóru í veikindaleyfi eftir að tveir starfsmenn embættisins kvörtuðu undan einelti yfirmannanna til Ólafs Helga. Hafa yfirmennirnir alfarið neitað þeim ásökunum. Að því er heimildir Fréttablaðsins herma snýr meint trúnaðarbrot að hluta til að birtingu bréfs sem Ólafur Helgi sendi dómsmálaráðuneytinu í sumar, áður en hann lét af störfum sem lögreglustjóri. Í bréfinu fór hann fram á að ráðuneytið myndi skoða veikindi fyrrnefndra yfirmanna nánar. Hafliði Helgason, upplýsingafulltrúi dómsmálaráðuneytisins, segir að ráðuneytið tjái sig ekki um einstaka starfsmenn. Í svari við almennri fyrirspurn fréttastofu segir að starfsmenn sem hljóti réttarstöðu sakbornings við rannsókn yfirvalda fari í tímabundið leyfi.
Lögreglan Lögreglumál Tengdar fréttir Ólafur Helgi kallaður til yfirheyrslu Ólafur Helgi Kjartansson, fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum og núverandi sérfræðingur í dómsmálaráðuneytinu, hefur verið kallaður til yfirheyrslu vegna rannsóknar héraðssaksóknara. 3. desember 2020 06:35 Úlfar og Grímur skipaðir í stöðu lögreglustjóra á Suðurnesjum og í Vestmannaeyjum Þeir Úlfar og Grímur eru skipaðir í embætti að undangengnu mati hæfnisnefndar og miðast upphaf skipunartíma við 16. nóvember næstkomandi. 11. nóvember 2020 20:19 „Mikið traust sem ráðherra sýnir mér“ Tilkynnt var í dag að Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, muni taka við starfi sérfræðings í málefnum landamæra í dómsmálaráðuneytinu. 19. ágúst 2020 11:42 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Ólafur Helgi kallaður til yfirheyrslu Ólafur Helgi Kjartansson, fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum og núverandi sérfræðingur í dómsmálaráðuneytinu, hefur verið kallaður til yfirheyrslu vegna rannsóknar héraðssaksóknara. 3. desember 2020 06:35
Úlfar og Grímur skipaðir í stöðu lögreglustjóra á Suðurnesjum og í Vestmannaeyjum Þeir Úlfar og Grímur eru skipaðir í embætti að undangengnu mati hæfnisnefndar og miðast upphaf skipunartíma við 16. nóvember næstkomandi. 11. nóvember 2020 20:19
„Mikið traust sem ráðherra sýnir mér“ Tilkynnt var í dag að Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, muni taka við starfi sérfræðings í málefnum landamæra í dómsmálaráðuneytinu. 19. ágúst 2020 11:42