Ungir jafnaðarmenn segja orðræðu Sigríðar Andersen hættulega Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. desember 2020 17:15 Ragna Sigurðardóttir er forseti Ungra jafnaðarmanna. Yfirlýsing var send fjölmiðlum vegna Landsréttarmálsins. Aðsend/Arnar Ungir jafnaðarmenn segja í yfirlýsingu að það sé fullkomlega óboðlegt að Sigríður Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, hafi verið gerð að formanni utanríkismálanefndar Alþingis eftir að hafa gerst brotleg í starfi. Tilefni yfirlýsingarinnar er niðurstaða yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu. Þar kemur fram hörð gagnrýni á alla þætti ríkisvaldsins sem að málinu kom. Landsréttardómararnir fjórir hafi ekki verið rétt skipaðir. „Valdabrölt Sigríðar Á. Andersen er ekki einungis skattgreiðendum dýrkeypt, heldur hefur það grafið undan trausti almennings á íslensku dómskerfi, skapað réttaróvissu og niðurlægt íslenskt stjórnkerfi á alþjóðavettvangi.“ Þau segja Sigríði hafa breytt ferlinu um skipan Landsréttardómara í „óafsakanleg pólitísk hrossakaup.“ Þá finna Ungir jafnaðarmenn að málflutningi Sigríðar síðustu daga. Þau grafi undan Mannréttindadómstólnum og mikilvægi hans fyrir réttarvernd íslenskra borgara. Slík orðræða kjörins fulltrúa sé beinlínis hættuleg í lýðræðisríki. Slíkt verði að fordæma. Þau segja Sigríði ófæra um að starfa í þágu almannahagsmuna og ekki treystandi sem valdhafa. Ungir jafnaðarmenn gagnrýna þá viðbragðsleysi og virðingarleysi í garð MDE sem ríkisstjórnin hafi sýnt. Skorað er á stjórnarflokkana að axla ábyrgð og að bregðast við með afgerandi hætti. Landsréttarmálið Tengdar fréttir Hefur alltaf séð mjög eftir „já“-inu Fyrrverandi varaþingmaður Viðreisnar, sem sat á Alþingi þegar Landsréttarmálið var afgreitt snemmsumars 2017, segist alltaf hafa séð mjög eftir því að hafa greitt atkvæði með málinu. Þá segir hann Sjálfstæðisflokkinn hafa beitt aðra stjórnarflokka miklum þrýstingi í málinu á sínum tíma og lýsir hótunum um stjórnarslit „við minnsta tilefni“. 1. desember 2020 23:22 Sigríður segir Mannréttindadómstólinn sýna Alþingi ótrúlega óvirðingu Sigríður Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra segir Mannréttindadómstólinn sýna Alþingi ótrúlega óvirðingu með dómi sínum í dag varðandi skipan dómara í Landsrétt. En dómurinn gagnrýnir hana og Alþingi fyrir hvernig staðið var að skipan dómaranna fimmtán. 1. desember 2020 19:20 Þingmaður talar um svartan dag í sögu íslenskrar stjórnskipunar Helga Vala Helgadóttir segist ekki lengur geta treyst íslenskum stjórnvöldum eftir að dóm MDE í Landsréttarmálinu. 1. desember 2020 13:04 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Tilefni yfirlýsingarinnar er niðurstaða yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu. Þar kemur fram hörð gagnrýni á alla þætti ríkisvaldsins sem að málinu kom. Landsréttardómararnir fjórir hafi ekki verið rétt skipaðir. „Valdabrölt Sigríðar Á. Andersen er ekki einungis skattgreiðendum dýrkeypt, heldur hefur það grafið undan trausti almennings á íslensku dómskerfi, skapað réttaróvissu og niðurlægt íslenskt stjórnkerfi á alþjóðavettvangi.“ Þau segja Sigríði hafa breytt ferlinu um skipan Landsréttardómara í „óafsakanleg pólitísk hrossakaup.“ Þá finna Ungir jafnaðarmenn að málflutningi Sigríðar síðustu daga. Þau grafi undan Mannréttindadómstólnum og mikilvægi hans fyrir réttarvernd íslenskra borgara. Slík orðræða kjörins fulltrúa sé beinlínis hættuleg í lýðræðisríki. Slíkt verði að fordæma. Þau segja Sigríði ófæra um að starfa í þágu almannahagsmuna og ekki treystandi sem valdhafa. Ungir jafnaðarmenn gagnrýna þá viðbragðsleysi og virðingarleysi í garð MDE sem ríkisstjórnin hafi sýnt. Skorað er á stjórnarflokkana að axla ábyrgð og að bregðast við með afgerandi hætti.
Landsréttarmálið Tengdar fréttir Hefur alltaf séð mjög eftir „já“-inu Fyrrverandi varaþingmaður Viðreisnar, sem sat á Alþingi þegar Landsréttarmálið var afgreitt snemmsumars 2017, segist alltaf hafa séð mjög eftir því að hafa greitt atkvæði með málinu. Þá segir hann Sjálfstæðisflokkinn hafa beitt aðra stjórnarflokka miklum þrýstingi í málinu á sínum tíma og lýsir hótunum um stjórnarslit „við minnsta tilefni“. 1. desember 2020 23:22 Sigríður segir Mannréttindadómstólinn sýna Alþingi ótrúlega óvirðingu Sigríður Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra segir Mannréttindadómstólinn sýna Alþingi ótrúlega óvirðingu með dómi sínum í dag varðandi skipan dómara í Landsrétt. En dómurinn gagnrýnir hana og Alþingi fyrir hvernig staðið var að skipan dómaranna fimmtán. 1. desember 2020 19:20 Þingmaður talar um svartan dag í sögu íslenskrar stjórnskipunar Helga Vala Helgadóttir segist ekki lengur geta treyst íslenskum stjórnvöldum eftir að dóm MDE í Landsréttarmálinu. 1. desember 2020 13:04 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Hefur alltaf séð mjög eftir „já“-inu Fyrrverandi varaþingmaður Viðreisnar, sem sat á Alþingi þegar Landsréttarmálið var afgreitt snemmsumars 2017, segist alltaf hafa séð mjög eftir því að hafa greitt atkvæði með málinu. Þá segir hann Sjálfstæðisflokkinn hafa beitt aðra stjórnarflokka miklum þrýstingi í málinu á sínum tíma og lýsir hótunum um stjórnarslit „við minnsta tilefni“. 1. desember 2020 23:22
Sigríður segir Mannréttindadómstólinn sýna Alþingi ótrúlega óvirðingu Sigríður Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra segir Mannréttindadómstólinn sýna Alþingi ótrúlega óvirðingu með dómi sínum í dag varðandi skipan dómara í Landsrétt. En dómurinn gagnrýnir hana og Alþingi fyrir hvernig staðið var að skipan dómaranna fimmtán. 1. desember 2020 19:20
Þingmaður talar um svartan dag í sögu íslenskrar stjórnskipunar Helga Vala Helgadóttir segist ekki lengur geta treyst íslenskum stjórnvöldum eftir að dóm MDE í Landsréttarmálinu. 1. desember 2020 13:04