Grunaðir um framleiðslu á hættulegu ofskynjunarlyfi Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. desember 2020 19:28 Málið er til rannsóknar. Vísir/Vilhelm Þrír menn sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald í gær í tengslum við umfangsmikla rannsókn lögreglu á höfuðborgarsvæðinu eru grunaðir um framleiðslu á ofskynjunarlyfinu DMT. Ríkisútvarpið greinir frá þessu. DMT er sterkt ofskynjunarlyf sem svipar til LSD og ofskynjunarsveppa. Hægt er að vinna efnið úr plöntum eða búa það til, að því er fram kom í umfjöllun Stöðvar 2 um efnið í janúar. Þar var jafnframt greint frá áhyggjum lögreglu af svokölluðum DMT-pennum, svipuðum rafrettum, sem innihalda lyfið og gengið hafa kaupum og sölum á netinu. Lögregla sagði lyfið hættulegt og gæti valdið langvarandi heilsutapi. Samkvæmt upplýsingum Ríkisútvarpsins gæti lögregla boðað til fundar á næstunni til að skýra málið. Ekki sé vitað til þess að framleiðsla á efni af þessu tagi hafi verið stöðvuð áður hér á landi. Fimm hafa verið handteknir í tengslum við málið en þrír úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 15. Desember, að því er fram kom í tilkynningu lögreglu um málið í dag. Ráðist var í húsleit á mörgum stöðum á höfuðborgarsvæðinu vegna málsins og hald lagt á fíkniefni, fjármuni og búnað sem talinn er tengjast starfseminni. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur notið aðstoðar lögreglunnar á Suðurnesjum, ríkislögreglustjóra og héraðssaksóknara við rannsóknina og aðgerðirnar. Þar að auki hafa pólsk lögregluyfirvöld og Europol komið að málinu. Ekki náðist í lögreglu á höfuðborgarsvæðinu við vinnslu fréttarinnar. Lögreglumál Tengdar fréttir Fimm handteknir í máli sem talið er tengjast skipulagðri brotastarfsemi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið fimm vegna umfangsmiklar rannsóknar sem talin er tengjast skipulagðri brotastarfsemi. Rannsóknin snýr að framleiðslu og sölu fíkniefna og hafa þrír verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 15. desember á grundvelli rannsóknarhagsmuna. 4. desember 2020 15:38 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill meina Ísrael þátttöku í Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira
DMT er sterkt ofskynjunarlyf sem svipar til LSD og ofskynjunarsveppa. Hægt er að vinna efnið úr plöntum eða búa það til, að því er fram kom í umfjöllun Stöðvar 2 um efnið í janúar. Þar var jafnframt greint frá áhyggjum lögreglu af svokölluðum DMT-pennum, svipuðum rafrettum, sem innihalda lyfið og gengið hafa kaupum og sölum á netinu. Lögregla sagði lyfið hættulegt og gæti valdið langvarandi heilsutapi. Samkvæmt upplýsingum Ríkisútvarpsins gæti lögregla boðað til fundar á næstunni til að skýra málið. Ekki sé vitað til þess að framleiðsla á efni af þessu tagi hafi verið stöðvuð áður hér á landi. Fimm hafa verið handteknir í tengslum við málið en þrír úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 15. Desember, að því er fram kom í tilkynningu lögreglu um málið í dag. Ráðist var í húsleit á mörgum stöðum á höfuðborgarsvæðinu vegna málsins og hald lagt á fíkniefni, fjármuni og búnað sem talinn er tengjast starfseminni. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur notið aðstoðar lögreglunnar á Suðurnesjum, ríkislögreglustjóra og héraðssaksóknara við rannsóknina og aðgerðirnar. Þar að auki hafa pólsk lögregluyfirvöld og Europol komið að málinu. Ekki náðist í lögreglu á höfuðborgarsvæðinu við vinnslu fréttarinnar.
Lögreglumál Tengdar fréttir Fimm handteknir í máli sem talið er tengjast skipulagðri brotastarfsemi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið fimm vegna umfangsmiklar rannsóknar sem talin er tengjast skipulagðri brotastarfsemi. Rannsóknin snýr að framleiðslu og sölu fíkniefna og hafa þrír verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 15. desember á grundvelli rannsóknarhagsmuna. 4. desember 2020 15:38 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill meina Ísrael þátttöku í Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira
Fimm handteknir í máli sem talið er tengjast skipulagðri brotastarfsemi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið fimm vegna umfangsmiklar rannsóknar sem talin er tengjast skipulagðri brotastarfsemi. Rannsóknin snýr að framleiðslu og sölu fíkniefna og hafa þrír verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 15. desember á grundvelli rannsóknarhagsmuna. 4. desember 2020 15:38