Slot tók við AZ síðasta sumar og stýrði liðinu til silfurverðlauna í hollensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð en liðið situr nú í sjöunda sæti deildarinnar, taplaust í fyrstu níu leikjunum en hefur gert fimm jafntefli.
Í gær birtust fréttir þess efnis að Slot væri líklegastur til að taka við Feyenoord af Dick Advocaat þegar gamla brýnið mun hætta að þjálfa.
Í yfirlýsingu AZ Alkmaar sem gefin var út í morgun segir að félagið hafi fundað með Slot í kjölfar fréttanna og niðurstaða fundarins var sú að hann myndi yfirgefa félagið þegar í stað. Í yfirlýsingunni segir jafnframt að félagið vilji að aðalþjálfari félagsins sé fullkomlega einbeittur á framtíð AZ.
Pascal Jansen, sem var aðstoðarmaður Slot, mun taka við stjórnartaumunum og stýra liðinu út tímabilið.
Íslenski landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson leikur með liðinu og hefur verið í stóru hlutverki á yfirstandandi leiktíð.