Leikurinn var markalaus þar til í uppbótartíma fyrri hálfleiks þegar varnarmaðurinn Erik Sviatchenko kom Midtjylland í forystu.
Hinn miðvörður Midtjylland, Alexander Scholz, fyrrum leikmaður Stjörnunnar, tvöfaldaði forystuna með marki úr vítaspyrnu á 67.mínútu.
Fleiri urðu mörkin ekki og sterkur 0-2 útisigur Midtjylland staðreynd. Mikael var skipt af velli á 88.mínútu.
Midtjylland hefur nú tveggja stiga forystu á toppi deildarinnar.