Oliver Giroud skoraði eitt marka Chelsea í 3-1 sigrinum á Leeds og er hann þar með kominn með 87 mörk í ensku úrvalsdeildinni.
Eftir fernuna gegn Sevilla í vikunni var Giroud, sem hefur mest setið á bekknum það sem af er leiktíðinni, verðlaunað með byrjunarliðssæti og hann þakkaði traustið.
Giroud jafnaði metin á 27. mínútu eftir að Patrick Bamford kom Leeds yfir snemma leiks. Kurt Zouma og Christian Pulisic bættu við mörkum í síðari hálfleik og Chelsea er á toppnum.
Eftir mark sitt í gærkvöldi er Giroud kominn í 87 mörk í ensku úrvalsdeildinni. Hann hefur þar með jafnað kempur eins og Dennis Bergkamp.
Olivier Giroud has now scored as many Premier League goals (87) as Dennis Bergkamp.
— William Hill (@WilliamHill) December 5, 2020
Such an underrated forward. pic.twitter.com/S3oRH0qYMA