Anníe Mist: Svaraði strax já en þurfti síðan að breyta því Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. desember 2020 09:01 Anníe Mist Þórisdóttir með dóttur sína Freyju Mist sem breytti mjög miklu fyrir íslensku CrossFit goðsögnina á árinu 2020. Instagram/@anniethorisdottir Lífið getur breyst á augabragði og komið með nýja og öðruvísi áskorun fyrir íþróttafólk. Gott dæmi um það er síðasta CrossFit tímabil hjá Anníe Mist Þórisdóttur. Anníe Mist var í toppformi fyrir ári síðan, nýbúin að tryggja sér annað sæti í The Open og fram undan voru átta undirbúningsmánuðir fyrir komandi heimsleika í CrossFit. Lífið leiddi hana hins vegar snögglega af þeirri leið. Anníe Mist Þórisdóttir rifjaði það upp á Instagram siðu sinni að fyrir einu ári síðan, í desember 2019, þá var opna hluta heimsleikanna lokið og Anníe hafði tryggt sér sæti á heimsleikunum 2020 með því að enda í öðru sæti á eftir Söru Sigmundsdóttur. Það fór samt aldrei svo að Anníe Mist tæki þátt í heimsleikunum því fljótlega á nýju ári kom í ljós að hún væri ófrísk og það væri von á dóttur á sama tíma og heimsleikarnir áttu að fara fram. Anníe Mist gaf eftir sætið sitt og Freyja Mist kom síðan í heiminn 10. ágúst síðastliðinn. „Klikkað að hugsa til þess að á þessum tíma fyrir ári síðan þá var The Open búið og við vorum farin að fá boð á heimsleikana 2020. Ég svaraði strax já eftir að hafa náð öðrum besta árangrinum. Ég var þvílíkt tilbúin,“ skrifaði Anníe Mist. „Nokkrum mánuðum síðar þá gaf ég eftir sætið mitt. Ég hafði þá fengið allt aðra áskorun,“ skrifaði Anníe Mist. Barnið kom í heiminn fyrir rétt tæpum fjórum mánuðum síðan en Anníe Mist hefur fyrir nokkru hafið æfingar af fullum krafti. Hún hefur skrifaði um mikilvægi þess að vera þolinmóð því þetta taki allt meiri tíma en hún bjóst við. Anníe Mist nýtur því góðs af því að The Open er nú komið aftur á sinn vanalega tíma í febrúar og því fær hún tvo mánuði til viðbótar til að vinna sig til baka eftir barnsburðinn. „Ég get ekki sagt annað en að ég sé ánægð með að The Open sé komið aftur í febrúar,“ skrifaði Anníe Mist eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Sjá meira
Anníe Mist var í toppformi fyrir ári síðan, nýbúin að tryggja sér annað sæti í The Open og fram undan voru átta undirbúningsmánuðir fyrir komandi heimsleika í CrossFit. Lífið leiddi hana hins vegar snögglega af þeirri leið. Anníe Mist Þórisdóttir rifjaði það upp á Instagram siðu sinni að fyrir einu ári síðan, í desember 2019, þá var opna hluta heimsleikanna lokið og Anníe hafði tryggt sér sæti á heimsleikunum 2020 með því að enda í öðru sæti á eftir Söru Sigmundsdóttur. Það fór samt aldrei svo að Anníe Mist tæki þátt í heimsleikunum því fljótlega á nýju ári kom í ljós að hún væri ófrísk og það væri von á dóttur á sama tíma og heimsleikarnir áttu að fara fram. Anníe Mist gaf eftir sætið sitt og Freyja Mist kom síðan í heiminn 10. ágúst síðastliðinn. „Klikkað að hugsa til þess að á þessum tíma fyrir ári síðan þá var The Open búið og við vorum farin að fá boð á heimsleikana 2020. Ég svaraði strax já eftir að hafa náð öðrum besta árangrinum. Ég var þvílíkt tilbúin,“ skrifaði Anníe Mist. „Nokkrum mánuðum síðar þá gaf ég eftir sætið mitt. Ég hafði þá fengið allt aðra áskorun,“ skrifaði Anníe Mist. Barnið kom í heiminn fyrir rétt tæpum fjórum mánuðum síðan en Anníe Mist hefur fyrir nokkru hafið æfingar af fullum krafti. Hún hefur skrifaði um mikilvægi þess að vera þolinmóð því þetta taki allt meiri tíma en hún bjóst við. Anníe Mist nýtur því góðs af því að The Open er nú komið aftur á sinn vanalega tíma í febrúar og því fær hún tvo mánuði til viðbótar til að vinna sig til baka eftir barnsburðinn. „Ég get ekki sagt annað en að ég sé ánægð með að The Open sé komið aftur í febrúar,“ skrifaði Anníe Mist eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Sjá meira