Mögulegt að bólusetja tugþúsundir á dag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. desember 2020 06:43 Óskar Reykdalsson er forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Vísir/Vilhelm Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að ef nægt bóluefni gegn Covid-19 verður tiltækt hér á landi væri hægt að bólusetja alla þá sem það vilja á örfáum dögum. Mögulegt sé að bólusetja tugþúsundir einstaklinga á dag. Þetta kemur fram í viðtali við Óskar Reykdalsson, forstjóra Heilsugæslunnar, í Morgunblaðinu í dag. Þar kemur fram að búið sé að ræða við öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og að ýmsar útfærslur hafi verið ræddar við bólusetningu. Þannig hafi verið rætt um að nota kennslustofur, íþróttahús og skimunarhúsið við Suðurlandsbraut og snýr ein útfærslan að því að hafa skipulagið líkt og í kosningum, eins konar „kjörstaðaskipulag“. „Ef við tökumdæmi umkennslustofu, þá væri hægt aðbólusetja hátt í 20 manns í hverri stofu á klukkutíma. Ef við gefum okkur það að bólusett væri í 10 klukkustundir þá myndi það þýða 200 manns. Ef við segjum að það séu 50 kennslustofur í einhverjum skóla þá eru það strax 10 þúsund manns sem hægt er að bólusetja á einum degi þar,“ segir Óskar í samtali við Morgunblaðið. Bólusetningin verður viðamest á höfuðborgarsvæðinu en hver og ein heilbrigðisstofnun á landinu mun sjá um framkvæmd bólusetningarinnar. Í einhverjum tilfellum mun þurfa að fara inn á heimili fólks að sögn Óskars, til dæmis inn á hjúkrunarheimili og heimili fyrir fatlaða. „Ef við hefðum nægt bóluefni væri hægt að bólusetja alla sem vildu á örfáum dögum,“ segir Óskar. Eins og greint hefur verið frá eru vonir bundnar við að hægt verði að byrja að bólusetja fljótlega eftir áramót en fólk verður ekki skyldað í bólusetningu. Ragnheiður Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, sagði í fréttum Stöðvar 2 á föstudag að það væri flókið að skipuleggja bólusetningu við Covid-19. Eitt flækjustigið fælist meðal annars í því að bólusettir þurfa að bíða í 20 mínútur eftir bólusetninguna áður en þeir geta haldið brott. Þá benti hún á að það væri enn óvissa varðandi það hvenær bóluefni kemur og hversu mikið magn við munum fá í einu. „Þannig að við þurfum að reiða okkur á að hafa nokkrar sviðsmyndir í gangi. Kjörstaðaskipulagið var hugsað þannig að ef við fengjum mikið magn í einu gætum við notað það,“ sagði Ragnheiður. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Bólusetningar Heilsugæsla Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Fleiri fréttir Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sjá meira
Þetta kemur fram í viðtali við Óskar Reykdalsson, forstjóra Heilsugæslunnar, í Morgunblaðinu í dag. Þar kemur fram að búið sé að ræða við öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og að ýmsar útfærslur hafi verið ræddar við bólusetningu. Þannig hafi verið rætt um að nota kennslustofur, íþróttahús og skimunarhúsið við Suðurlandsbraut og snýr ein útfærslan að því að hafa skipulagið líkt og í kosningum, eins konar „kjörstaðaskipulag“. „Ef við tökumdæmi umkennslustofu, þá væri hægt aðbólusetja hátt í 20 manns í hverri stofu á klukkutíma. Ef við gefum okkur það að bólusett væri í 10 klukkustundir þá myndi það þýða 200 manns. Ef við segjum að það séu 50 kennslustofur í einhverjum skóla þá eru það strax 10 þúsund manns sem hægt er að bólusetja á einum degi þar,“ segir Óskar í samtali við Morgunblaðið. Bólusetningin verður viðamest á höfuðborgarsvæðinu en hver og ein heilbrigðisstofnun á landinu mun sjá um framkvæmd bólusetningarinnar. Í einhverjum tilfellum mun þurfa að fara inn á heimili fólks að sögn Óskars, til dæmis inn á hjúkrunarheimili og heimili fyrir fatlaða. „Ef við hefðum nægt bóluefni væri hægt að bólusetja alla sem vildu á örfáum dögum,“ segir Óskar. Eins og greint hefur verið frá eru vonir bundnar við að hægt verði að byrja að bólusetja fljótlega eftir áramót en fólk verður ekki skyldað í bólusetningu. Ragnheiður Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, sagði í fréttum Stöðvar 2 á föstudag að það væri flókið að skipuleggja bólusetningu við Covid-19. Eitt flækjustigið fælist meðal annars í því að bólusettir þurfa að bíða í 20 mínútur eftir bólusetninguna áður en þeir geta haldið brott. Þá benti hún á að það væri enn óvissa varðandi það hvenær bóluefni kemur og hversu mikið magn við munum fá í einu. „Þannig að við þurfum að reiða okkur á að hafa nokkrar sviðsmyndir í gangi. Kjörstaðaskipulagið var hugsað þannig að ef við fengjum mikið magn í einu gætum við notað það,“ sagði Ragnheiður.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Bólusetningar Heilsugæsla Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Fleiri fréttir Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sjá meira