Pascale Elísabet smíðaði sjálf fimmtán fermetra færanlegt hús Stefán Árni Pálsson skrifar 7. desember 2020 10:31 Leiðsögumaðurinn Pascale Elísabet Skúladóttir ákvað að byggja sjálf íbúðarhús fyrir sig og eiginkonu sína Heru og án aðstoðar, hús sem er bara 15 fermetrar að stærð. En Pascale lenti illa í hruninu 2008. Og ekki bætti svo úr skák þegar hún missti vinnuna núna við Covid faraldurinn. Hún ákvað því að nýta tímann vel og smíðaði sjálf hús og innréttaði. Og þar hefur hún allt sem hún þarf. Vala Matt fór og skoðaði hvernig hægt er að skreyta þetta pínulitla íbúðarhús fyrir jólin. Húsið er 6,2 metrar á lengd og 2,5 metrar á breidd. Þar má einnig finna fallegt svefnloft. „Svo er aðeins spaugað með hjólhýsið sem er í raun gestaherbergið ef það kemur einhver og gistir,“ segir Pascale sem hefur heldur betur haft nóg að gera í atvinnuleysinu. „Ég hrinti bara öllum hugmyndunum mínum af stað og er búin að vera smíða stanslaust. Vinir mínir geta vitnað um það, þeir hitta mig aldrei nema hér,“ segir Pascale sem mun á næstu dögum parketleggja í húsinu. Þær hafa búið í húsinu síðan í lok ágúst. „Þessi lífsstíll kemur út frá því að ég er búin að prófa að taka lán hjá bankanum og gerði það á sínum tíma með minni fyrrverandi. Við keyptum okkur lítið land og misstum það í hruninu og maður er enn þá að súpa seyðið af því. Þannig að ég vildi bara ekki gera það aftur og sá fyrir mér að losna út úr þessum skuldapakka.“ Einnig skoðaði Vala framkvæmdir við lagfæringar og innréttingar fyrir breytingar og Vala mun síðan fara aftur til hennar og sjá hvernig til tókst eftir áramót. Vala fór einnig í heimsókn til fasteignasalans og hönnuðarins Guðlaugar Ágústu Halldórsdóttur sem sýndi henni skrýtnar leiðir til að pakka inn jólagjöfum og fleira skemmtilegt eins og sjá má hér að neðan. Hús og heimili Ísland í dag Reykjavík Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Sjá meira
Hún ákvað því að nýta tímann vel og smíðaði sjálf hús og innréttaði. Og þar hefur hún allt sem hún þarf. Vala Matt fór og skoðaði hvernig hægt er að skreyta þetta pínulitla íbúðarhús fyrir jólin. Húsið er 6,2 metrar á lengd og 2,5 metrar á breidd. Þar má einnig finna fallegt svefnloft. „Svo er aðeins spaugað með hjólhýsið sem er í raun gestaherbergið ef það kemur einhver og gistir,“ segir Pascale sem hefur heldur betur haft nóg að gera í atvinnuleysinu. „Ég hrinti bara öllum hugmyndunum mínum af stað og er búin að vera smíða stanslaust. Vinir mínir geta vitnað um það, þeir hitta mig aldrei nema hér,“ segir Pascale sem mun á næstu dögum parketleggja í húsinu. Þær hafa búið í húsinu síðan í lok ágúst. „Þessi lífsstíll kemur út frá því að ég er búin að prófa að taka lán hjá bankanum og gerði það á sínum tíma með minni fyrrverandi. Við keyptum okkur lítið land og misstum það í hruninu og maður er enn þá að súpa seyðið af því. Þannig að ég vildi bara ekki gera það aftur og sá fyrir mér að losna út úr þessum skuldapakka.“ Einnig skoðaði Vala framkvæmdir við lagfæringar og innréttingar fyrir breytingar og Vala mun síðan fara aftur til hennar og sjá hvernig til tókst eftir áramót. Vala fór einnig í heimsókn til fasteignasalans og hönnuðarins Guðlaugar Ágústu Halldórsdóttur sem sýndi henni skrýtnar leiðir til að pakka inn jólagjöfum og fleira skemmtilegt eins og sjá má hér að neðan.
Hús og heimili Ísland í dag Reykjavík Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Sjá meira