Alþingi og utanríkismálin Kristján Guy Burgess skrifar 8. desember 2020 10:31 Í framhaldi af greinum Vilborgar Ásu Guðjónsdóttur alþjóðastjórnmálafræðings langaði mig að bæta við umræðuna um hlutverk Alþingis í utanríkismálum þjóðarinnar. Vilborg Ása, sem hefur mikla reynslu af störfum fyrir alþjóðanefndir Alþingis, hefur bent á það, m.a. í greinum hér á Vísi, hversu lítil umræða fer fram á Alþingi um utanríkismál og nauðsyn þess að bæta þar úr. Ég er henni hjartanlega sammála. Að mínu mati er nauðsynlegt að taka til gagngerrar skoðunar fimm þætti við aukna umræðu um utanríkismál innan Alþingis. Pólitískar umræður um utanríkismál þurfa að verða fleiri og dýpri. Síðustu ár hafa umræðurnar að mestu einskoroðast við eina umræðu á ári um skýrslu utanríkisráðherra til Alþingis um utanríkismál og störf utanríkisþjónustunnar. Það er gott mál og mættu fleiri ráðherrar gefa þinginu árlega skýrslu um sín mál. Hins vegar verður umræðan ekki efnislega djúp þegar svo margt er undir. Ég má þó til með að hrósa núverandi utanríkisráðherra fyrir að hafa gert efni skýrslunnar aðgengilegra, búið til myndskreytta útdrætti á íslensku og ensku og kynnt á síðum ráðuneytisins. Þá hefur verið boðuð frekari umræða um Evrópumál, sem er algjör nauðsyn. En eins og bent hefur verið á, geta umræðurnar verið fleiri og meiri. Þar má nefna um loftslagsmál og utanríkisstefnu, um áskoranir í utanríkismálum vegna Covid-19, afleiðingar af Brexit, og svo framvegis. Samtal við og aðhald með framkvæmdavaldinu í utanríkismálum. Þetta er til viðbótar við einstaka umræður um utanríkismál sem Alþingi hefði frumkvæði að. Það er öllum ráðherrum hollt að eiga í miklu samráði við þingið um sinn málaflokk og það er hlutverk þingsins að hafa eftirlit með og aðhald með framkvæmdavaldinu. Eins og þingsköp kveða á um er lögbundið samráð framkvæmdavaldsins við utanríkismálanefnd um meiriháttar utanríkismál. Ræða má hvort að útvíkka megi betur samráð við þingið allt, t.d með skipulagðri, reglubundinni umræðu í þinginu um stór utanríkismál eins og EES-samninginn og öryggis – og varnarmál Íslands. Þátttaka og aðkoma Alþingis að stefnumótun í utanríkismálum. Sögulega hefur stefnumótun í stórum málum einkum verið unnin af framkvæmdavaldinu en hér þarf mun dýnamískara samband milli þingsins og ríkisstjórnar. Ég vil vísa til tveggja dæma sem ég þekki vel til um stefnumótun í utanríkismálum sem var afar vel heppnuð. Í fyrsta lagi Norðurslóðastefna Íslands sem var lögð fram af þáverandi utanríkisráðherra Össuri Skarphéðinssyni, þróuð í meðförum þingsins og samþykkt einróma árið 2011. Í öðru lagi Þjóðaröryggisstefna Íslands sem Össur lagði fram tillögu um í sinni ráðherratíð að yrði unnin af þverpólitískri þingmannanefnd með faglegum stuðningi úr utanríkisráðuneytinu. Sú nefnd skilaði merku verki og aðrir ráðherrar sáu um að sigla málinu í höfn með stefnu sem var samþykkt af öllum flokkum nema einum, sem þó hefur talið sig bundinn af stefnunni. Þetta eru einungis tvö dæmi til að sýna fram á tækifæri til aukinnar þverpólitískrar stefnumótunar í utanríkismálum, sem unnin er í samvinnu þings og ráðuneytis. Hlutverk og verkefni utanríkismálanefndar Alþingis þarf að taka til gagngerrar skoðunar. Við breytingar á þingsköpum fyrir tæpum áratug urðu breytingar á hlutverki og starfi nefndarinnar sem áður hafði notið meiri sérstöðu í störfum þingsins, t.d. um að einungis þeir sem kosnir væru til setu í nefndinni gætu setið fundi hennar og ríkari trúnaður lagður á þá. Sérstaða utanríkismálanefndar Alþingis er þó enn töluverð, því samkvæmt 24. gr. þingskapa skal utanríkismálanefnd vera ríkisstjórninni til ráðuneytis um meiri háttar utanríkismál enda skal ríkisstjórnin ávallt bera undir hana slík mál, jafnt á þingtíma sem í þinghléum. Á þessu kjörtímabili hefur óskrifuð regla um valdajafnvægi; að ekki fari sami flokkur með utanríkisráðuneytið og formennsku í utanríkismálanefnd, verið brotin. Það gerðist síðast fyrir 15 árum og þá átti sami flokkur í hlut og nú. En nú er meira að segja einnig fyrsti varaformaður nefndarinnar einnig úr Sjálfstæðisflokknum. Spyrja má hvort það fyrirkomulag sé eðlilegt út frá hlutverki nefndarinnar. Hvernig nefndin sinnir hlutverki sínu um eftirlit með framkvæmdavaldinu þegar sami flokkur fer með ráðuneytið og allt dagskrárvald nefndarinnar þarfnast umræðu á vettvangi þingsins. Að lokum er nú að störfum nefnd þingmanna, skipuð af forsætisnefnd til að fara yfir störf alþjóðanefnda þingsins. Hvert tilefnið er, er mér ekki að öllu leyti ljóst, en vonandi finnur þessi nefnd leiðina að því að styðja við metnaðarfullt alþjóðastarf Alþingismanna, gera það markvissara og hnýta það starf betur við annað starf í þinginu og eftir atvikum við utanríkisstefnu Íslands. Það væri verra ef verkefni nefndarinnar snerust um að takmarka alþjóðastarfið eða þrengja það. Utanríkismál eru alltaf lykilmál hverrar þjóðar og íslenskri þjóð sérlega mikilvæg, kannski einkum nú þegar hnattræn viðfangsefni marka allt starf stjórnmálanna. Staða okkar í Evrópu, málflutningur okkar á alþjóðavettvangi, áhersla á gildi sem okkur eru mikilvæg í samstarfi við aðrar þjóðir, framlög okkar til þróunarsamvinnu og aðgerðir á alþjóðavísu og í alþjóðasamvinnu gegn loftslagsvá, eru nauðsynleg verkefni stjórnmálanna. Þess vegna þarf meiri lýðræðislega umræðu og marghljóma rödd í þeim málum. Höfundur kennir alþjóðastjórnmál í Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Utanríkismál Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Sjá meira
Í framhaldi af greinum Vilborgar Ásu Guðjónsdóttur alþjóðastjórnmálafræðings langaði mig að bæta við umræðuna um hlutverk Alþingis í utanríkismálum þjóðarinnar. Vilborg Ása, sem hefur mikla reynslu af störfum fyrir alþjóðanefndir Alþingis, hefur bent á það, m.a. í greinum hér á Vísi, hversu lítil umræða fer fram á Alþingi um utanríkismál og nauðsyn þess að bæta þar úr. Ég er henni hjartanlega sammála. Að mínu mati er nauðsynlegt að taka til gagngerrar skoðunar fimm þætti við aukna umræðu um utanríkismál innan Alþingis. Pólitískar umræður um utanríkismál þurfa að verða fleiri og dýpri. Síðustu ár hafa umræðurnar að mestu einskoroðast við eina umræðu á ári um skýrslu utanríkisráðherra til Alþingis um utanríkismál og störf utanríkisþjónustunnar. Það er gott mál og mættu fleiri ráðherrar gefa þinginu árlega skýrslu um sín mál. Hins vegar verður umræðan ekki efnislega djúp þegar svo margt er undir. Ég má þó til með að hrósa núverandi utanríkisráðherra fyrir að hafa gert efni skýrslunnar aðgengilegra, búið til myndskreytta útdrætti á íslensku og ensku og kynnt á síðum ráðuneytisins. Þá hefur verið boðuð frekari umræða um Evrópumál, sem er algjör nauðsyn. En eins og bent hefur verið á, geta umræðurnar verið fleiri og meiri. Þar má nefna um loftslagsmál og utanríkisstefnu, um áskoranir í utanríkismálum vegna Covid-19, afleiðingar af Brexit, og svo framvegis. Samtal við og aðhald með framkvæmdavaldinu í utanríkismálum. Þetta er til viðbótar við einstaka umræður um utanríkismál sem Alþingi hefði frumkvæði að. Það er öllum ráðherrum hollt að eiga í miklu samráði við þingið um sinn málaflokk og það er hlutverk þingsins að hafa eftirlit með og aðhald með framkvæmdavaldinu. Eins og þingsköp kveða á um er lögbundið samráð framkvæmdavaldsins við utanríkismálanefnd um meiriháttar utanríkismál. Ræða má hvort að útvíkka megi betur samráð við þingið allt, t.d með skipulagðri, reglubundinni umræðu í þinginu um stór utanríkismál eins og EES-samninginn og öryggis – og varnarmál Íslands. Þátttaka og aðkoma Alþingis að stefnumótun í utanríkismálum. Sögulega hefur stefnumótun í stórum málum einkum verið unnin af framkvæmdavaldinu en hér þarf mun dýnamískara samband milli þingsins og ríkisstjórnar. Ég vil vísa til tveggja dæma sem ég þekki vel til um stefnumótun í utanríkismálum sem var afar vel heppnuð. Í fyrsta lagi Norðurslóðastefna Íslands sem var lögð fram af þáverandi utanríkisráðherra Össuri Skarphéðinssyni, þróuð í meðförum þingsins og samþykkt einróma árið 2011. Í öðru lagi Þjóðaröryggisstefna Íslands sem Össur lagði fram tillögu um í sinni ráðherratíð að yrði unnin af þverpólitískri þingmannanefnd með faglegum stuðningi úr utanríkisráðuneytinu. Sú nefnd skilaði merku verki og aðrir ráðherrar sáu um að sigla málinu í höfn með stefnu sem var samþykkt af öllum flokkum nema einum, sem þó hefur talið sig bundinn af stefnunni. Þetta eru einungis tvö dæmi til að sýna fram á tækifæri til aukinnar þverpólitískrar stefnumótunar í utanríkismálum, sem unnin er í samvinnu þings og ráðuneytis. Hlutverk og verkefni utanríkismálanefndar Alþingis þarf að taka til gagngerrar skoðunar. Við breytingar á þingsköpum fyrir tæpum áratug urðu breytingar á hlutverki og starfi nefndarinnar sem áður hafði notið meiri sérstöðu í störfum þingsins, t.d. um að einungis þeir sem kosnir væru til setu í nefndinni gætu setið fundi hennar og ríkari trúnaður lagður á þá. Sérstaða utanríkismálanefndar Alþingis er þó enn töluverð, því samkvæmt 24. gr. þingskapa skal utanríkismálanefnd vera ríkisstjórninni til ráðuneytis um meiri háttar utanríkismál enda skal ríkisstjórnin ávallt bera undir hana slík mál, jafnt á þingtíma sem í þinghléum. Á þessu kjörtímabili hefur óskrifuð regla um valdajafnvægi; að ekki fari sami flokkur með utanríkisráðuneytið og formennsku í utanríkismálanefnd, verið brotin. Það gerðist síðast fyrir 15 árum og þá átti sami flokkur í hlut og nú. En nú er meira að segja einnig fyrsti varaformaður nefndarinnar einnig úr Sjálfstæðisflokknum. Spyrja má hvort það fyrirkomulag sé eðlilegt út frá hlutverki nefndarinnar. Hvernig nefndin sinnir hlutverki sínu um eftirlit með framkvæmdavaldinu þegar sami flokkur fer með ráðuneytið og allt dagskrárvald nefndarinnar þarfnast umræðu á vettvangi þingsins. Að lokum er nú að störfum nefnd þingmanna, skipuð af forsætisnefnd til að fara yfir störf alþjóðanefnda þingsins. Hvert tilefnið er, er mér ekki að öllu leyti ljóst, en vonandi finnur þessi nefnd leiðina að því að styðja við metnaðarfullt alþjóðastarf Alþingismanna, gera það markvissara og hnýta það starf betur við annað starf í þinginu og eftir atvikum við utanríkisstefnu Íslands. Það væri verra ef verkefni nefndarinnar snerust um að takmarka alþjóðastarfið eða þrengja það. Utanríkismál eru alltaf lykilmál hverrar þjóðar og íslenskri þjóð sérlega mikilvæg, kannski einkum nú þegar hnattræn viðfangsefni marka allt starf stjórnmálanna. Staða okkar í Evrópu, málflutningur okkar á alþjóðavettvangi, áhersla á gildi sem okkur eru mikilvæg í samstarfi við aðrar þjóðir, framlög okkar til þróunarsamvinnu og aðgerðir á alþjóðavísu og í alþjóðasamvinnu gegn loftslagsvá, eru nauðsynleg verkefni stjórnmálanna. Þess vegna þarf meiri lýðræðislega umræðu og marghljóma rödd í þeim málum. Höfundur kennir alþjóðastjórnmál í Háskóla Íslands.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun