Enn eru þó um 150 á sjúkrahúsi vegna veikindanna og þar af eru um 70 börn.
Veikindin dularfullu herja á íbúa borgarinnar Eluru. Sérfræðingar hafa sagt að öll spjót beinist að einhverskonar eitrun en íbúar eru nú að flýja borgina vegna veikindanna, samkvæmt frétt Times of India.
Heilbrigðissráðherra Andhra Pradesh, Alla Kali Krishna Srinivas, segir að engin ummerki hafi fundist um eitrun í vatni eða lofti.
„Þetta eru dularfull veikindi og eingöngu rannsóknarstofur geta varpað ljósi á þau,“ hefur BBC eftir Srinivas.
BBC hefur þó einnig eftir þingmanni af svæðinu, sem sendi skilaboð á blaðamenn á svæðinu, að bráðabirgðaniðurstöður úr blóðsýnum hafi sýnt hátt magn blýs og nikkels í blóði fólks sem hefur veikst. Aðrir þungamálmar hafi einnig greinst í blóðsýnum.
Sérfræðingar á vegum Alþjóðleguheilbrigðismálastofnunarinnar eru á leiðo til Eluru og munu þeir aðstoða við rannsókn á veikindunum.
Einkenni þeirra sem hafa veikst eru margvísleg og hafa þar verið nefnd meðvitundarleysi, slög og ógleði. Þá eru margir sjúklingar sagðir hafa kvartað yfir sviða í augum og þá sérstaklega börn sem hafi veikst.