„Okkur er alveg sama hvað fólk vill, við ætlum að gera þetta“ Baldur Borgþórsson skrifar 8. desember 2020 14:00 Titill greinarinnar segir allt sem segja þarf um við hvað er að etja þegar meirihluti borgarsstjórnar á í hlut. Orðin féllu af hálfu fulltrúa meirihluta borgarstjórnar að loknum fundi þar sem tekist var á um varanlega lokun Laugavegs allt frá gömlu Mjólkursamsölunni til enda við Lækjargötu. Tilefnið var spurning undirritaðs vegna fyrirhugaðs samráðsfundar með íbúum og hagaðilum á svæðinu. Spurningin var einföld: Hvað ætlið þið að gera ef allir íbúar og allir hagaðilar andmæla áformum um lokun götunnar? Svarið var líka einfalt: „Okkur er alveg sama hvað fólk vill, við ætlum að gera þetta.“ Þarna var ljóst að til stóð að auglýsa samráðsfund sem jafnframt var búið að ákveða að virða einskis. Undirritaður fór af því tilefni fram á að fundurinn yrði auglýstur rétt. Sem sýndarsamráðsfundur. Þeirri ósk var hafnað. Ekkert hefur breyst og nú stendur til að eyðileggja ósnortna strandlengju rétt við Nauthólsvík. Nú skal reisa borgarlínubrú og kannski sleppa glersundlauginni sem sumum fulltrúum meirihlutans hugnaðist að hengd yrði utan á brúnna miðja. Lögum samkvæmt þarf að gera arðsemismat á framkvæmdina. Þar sem bara strætó má nýta mannvirkið en ekki almenn bílaumferð myndi slíkt arðsemismat þýða falleinkunn á verkefnið. Meirihlutinn er með lausn við því: Ekkert arðsemismat verður gert. Aftur skal boðað til samráðsfundar undir fallegum merkjum: Nýr Skerjafjörður. Því miður er ekki tilefni til að ætla að hér verði um samráðsfund að ræða, heldur enn og aftur sýndarsamráðsfund. Meirihluta borgarstjórnar er þegar upp er staðið ,,alveg sama hvað fólk vill´´. Vilji íbúa, verndun fuglalífs, verndun grænna svæða borgarinnar og heilbrigð skynsemi mega sín lítils gegn slíku viðhorfi. ,, Framkvæmdin mun hafa áhrif á gróður, stand- og sjávarlífríki á svæðinu þar sem að landfylling mun ná yfir um 700 m kafla strandlengjunnar og um 100 m út í sjó. Framkvæmdasvæðið er grunn og breið vík. Helstu vistgerðirnar sem er að finna í víkinni eru leirur og klóþangsklungur. Samkvæmt 61. gr. laga um náttúruvernd nr. 60/2013 njóta leirur sérstakrar verndar. Þá hefur klóþangsklungur mjög hátt verndargildi skv. vistgerðaflokkun Náttúrufræðistofnunar Íslands.´´ Ofangreind tilvitnun úr umsögn Náttúrufræðistofnunar Íslands ætti ein og sér að duga til að slá öll áform um 4.3 hektara landfyllingu út af borðinu og myndi sannarlega duga til ef verið væri að eiga við fólk sem er reiðubúið að nota almenna skynsemi við ákvarðanatökur. Svo er ekki. Við erum að eiga við meirihluta borgarstjórnar Vg,P,Sf og Viðreisnar og ,,Græna Planið´´ þeirra. ,,Græna Planið´´ sem prentað var út í upplagi upp á 9,6 tonn og sent á öll heimili á höfuðborgarsvæðinu… Rétt eins og samráðsfundirnir eru græn plön meirihlutans ekki mikils virði. Raunar er fátt grænt þar að finna. Helstu tíðindin eru að framvegis skulu óverjanleg verkefni, lántökur og skuldsetning meirihlutans fá nýtt nafn: ,,Grænar fjárfestingar´´- ,, Græn Fjármögnun´´ - ,,Græn skuldabréf´´. Heilbrigð skynsemi kemur lítið við sögu og raunar ekki neitt. Virðing fyrir vilja íbúa fer sömu leið. Virðing fyrir fé og hag borgarbúa er hvergi að finna heldur. Virðing fyrir fjölskrúðugu fuglalífi og raunveruleg verndun svæða sem eru á verndunarskrá? Hvergi að finna. Hvernig má þetta vera? Fólk sem er vant að beita heilbrigðri skynsemi og ábyrgð við ákvarðanatökur á auðvitað engin svör við þessari spurningu. Eftir stendur að undirritaður,fulltrúi Miðflokks í Umhverfis og heilbrigðisráði ásamt fulltrúum Sjálfstæðisflokks í ráðinu þeim Birni Gíslasyni og Agli Þór Jónssyni munu áfram berjast gegn þessari aðför meirihlutans í ráðinu að ósnortnum grænum svæðum borgarinnar og því dýralífi sem þar er að finna. Miðflokkurinn er flokkur lausna en ekki vandamála. Undirritaður hefur áður birt grein sem snýr að strætó sem vert er að kynna sér i þessu samhengi og finna má á þessari slóð. Raunverulegar lausnir í þágu allra íbúa, manna og dýra. Höfundur er varaborgarfulltrúi Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Titill greinarinnar segir allt sem segja þarf um við hvað er að etja þegar meirihluti borgarsstjórnar á í hlut. Orðin féllu af hálfu fulltrúa meirihluta borgarstjórnar að loknum fundi þar sem tekist var á um varanlega lokun Laugavegs allt frá gömlu Mjólkursamsölunni til enda við Lækjargötu. Tilefnið var spurning undirritaðs vegna fyrirhugaðs samráðsfundar með íbúum og hagaðilum á svæðinu. Spurningin var einföld: Hvað ætlið þið að gera ef allir íbúar og allir hagaðilar andmæla áformum um lokun götunnar? Svarið var líka einfalt: „Okkur er alveg sama hvað fólk vill, við ætlum að gera þetta.“ Þarna var ljóst að til stóð að auglýsa samráðsfund sem jafnframt var búið að ákveða að virða einskis. Undirritaður fór af því tilefni fram á að fundurinn yrði auglýstur rétt. Sem sýndarsamráðsfundur. Þeirri ósk var hafnað. Ekkert hefur breyst og nú stendur til að eyðileggja ósnortna strandlengju rétt við Nauthólsvík. Nú skal reisa borgarlínubrú og kannski sleppa glersundlauginni sem sumum fulltrúum meirihlutans hugnaðist að hengd yrði utan á brúnna miðja. Lögum samkvæmt þarf að gera arðsemismat á framkvæmdina. Þar sem bara strætó má nýta mannvirkið en ekki almenn bílaumferð myndi slíkt arðsemismat þýða falleinkunn á verkefnið. Meirihlutinn er með lausn við því: Ekkert arðsemismat verður gert. Aftur skal boðað til samráðsfundar undir fallegum merkjum: Nýr Skerjafjörður. Því miður er ekki tilefni til að ætla að hér verði um samráðsfund að ræða, heldur enn og aftur sýndarsamráðsfund. Meirihluta borgarstjórnar er þegar upp er staðið ,,alveg sama hvað fólk vill´´. Vilji íbúa, verndun fuglalífs, verndun grænna svæða borgarinnar og heilbrigð skynsemi mega sín lítils gegn slíku viðhorfi. ,, Framkvæmdin mun hafa áhrif á gróður, stand- og sjávarlífríki á svæðinu þar sem að landfylling mun ná yfir um 700 m kafla strandlengjunnar og um 100 m út í sjó. Framkvæmdasvæðið er grunn og breið vík. Helstu vistgerðirnar sem er að finna í víkinni eru leirur og klóþangsklungur. Samkvæmt 61. gr. laga um náttúruvernd nr. 60/2013 njóta leirur sérstakrar verndar. Þá hefur klóþangsklungur mjög hátt verndargildi skv. vistgerðaflokkun Náttúrufræðistofnunar Íslands.´´ Ofangreind tilvitnun úr umsögn Náttúrufræðistofnunar Íslands ætti ein og sér að duga til að slá öll áform um 4.3 hektara landfyllingu út af borðinu og myndi sannarlega duga til ef verið væri að eiga við fólk sem er reiðubúið að nota almenna skynsemi við ákvarðanatökur. Svo er ekki. Við erum að eiga við meirihluta borgarstjórnar Vg,P,Sf og Viðreisnar og ,,Græna Planið´´ þeirra. ,,Græna Planið´´ sem prentað var út í upplagi upp á 9,6 tonn og sent á öll heimili á höfuðborgarsvæðinu… Rétt eins og samráðsfundirnir eru græn plön meirihlutans ekki mikils virði. Raunar er fátt grænt þar að finna. Helstu tíðindin eru að framvegis skulu óverjanleg verkefni, lántökur og skuldsetning meirihlutans fá nýtt nafn: ,,Grænar fjárfestingar´´- ,, Græn Fjármögnun´´ - ,,Græn skuldabréf´´. Heilbrigð skynsemi kemur lítið við sögu og raunar ekki neitt. Virðing fyrir vilja íbúa fer sömu leið. Virðing fyrir fé og hag borgarbúa er hvergi að finna heldur. Virðing fyrir fjölskrúðugu fuglalífi og raunveruleg verndun svæða sem eru á verndunarskrá? Hvergi að finna. Hvernig má þetta vera? Fólk sem er vant að beita heilbrigðri skynsemi og ábyrgð við ákvarðanatökur á auðvitað engin svör við þessari spurningu. Eftir stendur að undirritaður,fulltrúi Miðflokks í Umhverfis og heilbrigðisráði ásamt fulltrúum Sjálfstæðisflokks í ráðinu þeim Birni Gíslasyni og Agli Þór Jónssyni munu áfram berjast gegn þessari aðför meirihlutans í ráðinu að ósnortnum grænum svæðum borgarinnar og því dýralífi sem þar er að finna. Miðflokkurinn er flokkur lausna en ekki vandamála. Undirritaður hefur áður birt grein sem snýr að strætó sem vert er að kynna sér i þessu samhengi og finna má á þessari slóð. Raunverulegar lausnir í þágu allra íbúa, manna og dýra. Höfundur er varaborgarfulltrúi Miðflokksins.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun