Bielsa var spurður ú tí meiðsli leikmanna sinna en miðvörðurinn Robin Koch verður frá í þrjá mánuði vegna meiðsla á hné. Aðspurður hvort hann ætlaði að halda West Ham á tánum og láta þá giska á hvernig hann myndi bregðast við meiðslum Koch þá sagði Bielsa svo ekki vera.
Hann þuldi síðan upp þá leikmenn sem munu byrja leikinn gegn West Ham á föstudag. Bielsa hefur ekki alveg náð tökum á enskunni og notast við túlk á blaðamannafundum sínum. Svo virtist sem túlkurinn tryði einfaldlega ekki eigin eyrum og endursagði svo byrjunarlið Leeds fyrir leikinn títtnefnda.
Myndband af þessu kostulega atviki má sjá hér að neðan.
Reporter: Are you going to keep West Ham guessing?
— Leeds United (@LUFC) December 9, 2020
Marcelo: No, here's my Starting XI... pic.twitter.com/xoCGD4JvyU
Leeds mætir West Ham á heimavelli sínum, Elland Road, á föstudag. Leeds er í 14. sæti með fjórtán stig að loknum ellefu umferðum á meðan West Ham er í 8. sæti með sautján stig.