Sara Björk ofarlega á lista Guardian yfir hundrað bestu leikmenn heims Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. desember 2020 11:01 Sara Björk í leik gegn Juventus í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu fyrr í þessari viku. Giuseppe Cottini/Getty Images Enski miðill The Guardian velur ár hvert 100 bestu knattspyrnukonur ársins. Landsliðsfyrirliði Íslands, Sara Björk Gunnarsdóttir, er í 24. sæti listans fyrir árið 2020. Sara Björk uppfyllti langþráðan draum þegar hún varð Evrópumeistari með Lyon nú í haust. Þar mætti hún sínu fyrrum liði Wolfsburg og skoraði Sara Björk skoraði eitt af þremur mörkum Lyon í 3-1 sigri. Sara Björk hefur átt góðu gengi að fagna en Wolfsburg varð þýskur meistari áður en hún flutti sig um set til Frakklands. Lyon tapaði nokkuð óvænt fyrir Paris Saint-Germain í frönsku deildinni og er í 2. sæti deildarinnar sem stendur, stigi á eftir PSG þegar bæði lið hafa leikið tíu leiki. Þá er Sara Björk fyrirliði íslenska landsliðsins sem tryggði sér sæti á sínu fjórða Evrópumóti í röð með 1-0 sigri á Ungverjalandi ytra fyrir ekki svo löngu síðan. Þá sló hún leikjamet íslenska kvennalandsliðið á árinu en Sara hefur nú leikið alls 136 leiki A-landsleiki fyrir Íslands hönd. The 100 best female footballers in the world 2020: Nos 100-11. In collaboration with @OffsideRulePod https://t.co/QPZMSen7rD pic.twitter.com/YB1YE6tzDT— Guardian sport (@guardian_sport) December 10, 2020 Guardian velur ár hvert bestu knattspyrnukonur í heimi og sem stendur er búið birta allt nema efstu tíu leikmenn listans. Sara Björk er þar í 24. sæti eins og áður segir. „Gunnarsdóttir átti enn eitt frábært árið, með áhugaverðum snúning að þessu sinni. Eftir að yfirgefa Wolfsburg um mitt sumar og fara til Lyon þá mætti hún sínu fyrrum félagi í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu sem var frestað vegna kórónufaraldursins. Ekki nóg emð að mæta sínu fyrrum félagi þá gerði hún gott betur og skoraði gegn þeim einnig,“ segir í umsögn Guardian um Söru Björk. „Fáir miðjumenn eru klókari en hún á vellinum. Fáir leikmenn búa yfir jafn góðum leikskilning og Sara Björk eða þá hæfileika hennar til að stjórna miðjuspili og staðsetja sig rétt til að brjóta upp sóknir andstæðinganna. Þessir eiginleikar þýða að Sara Björk situr að venju ofarlega á listanum,“ sagði einnig í umsögn miðilsins um landsliðsfyrirliða Íslands. Ekki er langt síðan miðillinn FourFourTwo birti svipaðan lista og þar var Sara meðal tuttgu efstu leikmanna listans. Fótbolti Franski boltinn EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Sara og stöllur í fínum málum eftir síðari hálfleikinn í Tórínó Sara Björk Gunnarsdóttir og samherjar hennar í Lyon eru í fínum málum eftir 3-2 sigur á Juventus í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 9. desember 2020 15:54 Á leiðinni á fjórða Evrópumótið í röð: Mikið vatn runnið til sjávar en sumt breytist seint Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann í gær 1-0 útisigur á Ungverjalandi og eftir að aðrir leikir kvöldsins kláruðust er ljóst að liðið er á leið á sitt fjórða Evrópumót í röð. 2. desember 2020 15:31 Hrósar þeim sem spila á Íslandi og segir það „ágætis tilhugsun“ að leiða Ísland mögulega út á Old Trafford „Þetta er geggjuð tilfinning. Þetta er búið að taka sinn tíma. Það hefði verið skemmtilegt að fagna eftir leikinn í dag en það er geggjuð tilfinning að vera búin að tryggja sig á EM.“ 1. desember 2020 21:30 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Sjá meira
Sara Björk uppfyllti langþráðan draum þegar hún varð Evrópumeistari með Lyon nú í haust. Þar mætti hún sínu fyrrum liði Wolfsburg og skoraði Sara Björk skoraði eitt af þremur mörkum Lyon í 3-1 sigri. Sara Björk hefur átt góðu gengi að fagna en Wolfsburg varð þýskur meistari áður en hún flutti sig um set til Frakklands. Lyon tapaði nokkuð óvænt fyrir Paris Saint-Germain í frönsku deildinni og er í 2. sæti deildarinnar sem stendur, stigi á eftir PSG þegar bæði lið hafa leikið tíu leiki. Þá er Sara Björk fyrirliði íslenska landsliðsins sem tryggði sér sæti á sínu fjórða Evrópumóti í röð með 1-0 sigri á Ungverjalandi ytra fyrir ekki svo löngu síðan. Þá sló hún leikjamet íslenska kvennalandsliðið á árinu en Sara hefur nú leikið alls 136 leiki A-landsleiki fyrir Íslands hönd. The 100 best female footballers in the world 2020: Nos 100-11. In collaboration with @OffsideRulePod https://t.co/QPZMSen7rD pic.twitter.com/YB1YE6tzDT— Guardian sport (@guardian_sport) December 10, 2020 Guardian velur ár hvert bestu knattspyrnukonur í heimi og sem stendur er búið birta allt nema efstu tíu leikmenn listans. Sara Björk er þar í 24. sæti eins og áður segir. „Gunnarsdóttir átti enn eitt frábært árið, með áhugaverðum snúning að þessu sinni. Eftir að yfirgefa Wolfsburg um mitt sumar og fara til Lyon þá mætti hún sínu fyrrum félagi í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu sem var frestað vegna kórónufaraldursins. Ekki nóg emð að mæta sínu fyrrum félagi þá gerði hún gott betur og skoraði gegn þeim einnig,“ segir í umsögn Guardian um Söru Björk. „Fáir miðjumenn eru klókari en hún á vellinum. Fáir leikmenn búa yfir jafn góðum leikskilning og Sara Björk eða þá hæfileika hennar til að stjórna miðjuspili og staðsetja sig rétt til að brjóta upp sóknir andstæðinganna. Þessir eiginleikar þýða að Sara Björk situr að venju ofarlega á listanum,“ sagði einnig í umsögn miðilsins um landsliðsfyrirliða Íslands. Ekki er langt síðan miðillinn FourFourTwo birti svipaðan lista og þar var Sara meðal tuttgu efstu leikmanna listans.
Fótbolti Franski boltinn EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Sara og stöllur í fínum málum eftir síðari hálfleikinn í Tórínó Sara Björk Gunnarsdóttir og samherjar hennar í Lyon eru í fínum málum eftir 3-2 sigur á Juventus í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 9. desember 2020 15:54 Á leiðinni á fjórða Evrópumótið í röð: Mikið vatn runnið til sjávar en sumt breytist seint Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann í gær 1-0 útisigur á Ungverjalandi og eftir að aðrir leikir kvöldsins kláruðust er ljóst að liðið er á leið á sitt fjórða Evrópumót í röð. 2. desember 2020 15:31 Hrósar þeim sem spila á Íslandi og segir það „ágætis tilhugsun“ að leiða Ísland mögulega út á Old Trafford „Þetta er geggjuð tilfinning. Þetta er búið að taka sinn tíma. Það hefði verið skemmtilegt að fagna eftir leikinn í dag en það er geggjuð tilfinning að vera búin að tryggja sig á EM.“ 1. desember 2020 21:30 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Sjá meira
Sara og stöllur í fínum málum eftir síðari hálfleikinn í Tórínó Sara Björk Gunnarsdóttir og samherjar hennar í Lyon eru í fínum málum eftir 3-2 sigur á Juventus í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 9. desember 2020 15:54
Á leiðinni á fjórða Evrópumótið í röð: Mikið vatn runnið til sjávar en sumt breytist seint Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann í gær 1-0 útisigur á Ungverjalandi og eftir að aðrir leikir kvöldsins kláruðust er ljóst að liðið er á leið á sitt fjórða Evrópumót í röð. 2. desember 2020 15:31
Hrósar þeim sem spila á Íslandi og segir það „ágætis tilhugsun“ að leiða Ísland mögulega út á Old Trafford „Þetta er geggjuð tilfinning. Þetta er búið að taka sinn tíma. Það hefði verið skemmtilegt að fagna eftir leikinn í dag en það er geggjuð tilfinning að vera búin að tryggja sig á EM.“ 1. desember 2020 21:30