Vinsæll MTV-raunveruleikaþáttur allur tekinn upp á Íslandi Heiðar Sumarliðason skrifar 10. desember 2020 14:57 Stjórnandi þáttanna mætir á svæðið í byrjun fyrsta þáttar. Fyrsti þáttur 36. þáttaraðar af raunveruleikaþættinum The Challenge var frumsýndur á MTV í gærkvöldi. Öll serían var tekin upp á Íslandi í september síðastliðnum. Nafn þáttarins hljómar sennilega ekki kunnuglega í eyrum Íslendinga, en uppruni hans ætti að vera kunnur þeim sem höfðu aðgang að MTV á fjölvarpi Stöðvar 2 í lok síðustu aldar. The Challenge er afleggjari af The Real World, sem var feykivinsæll á MTV allt frá því að hann hóf göngu sína árið 1992, og er reyndar enn í gangi. Hér gefur að líta krakkana úr The Real World: LA. The Challenge hét upprunaleg Road Rules: All Stars, þar sem þátttakendur úr The Real World og Road Rules, öðrum MTV-þætti, kepptu um verðlaun í ýmis konar þrautum. Því er The Challenge í raun Road Rules: All Stars, en með nýju nafni. Nafnabreytingin kom til vegna þess að forsendum þátttöku var breytt. Áður voru það einungis gamlir þátttakendur úr The Real World og Road Rules sem máttu taka þátt, en nú er fólk sem hefur tekið þátt í öðrum raunveruleikaþáttum boðin þátttaka. Önnur heimsókn The Challenge Þetta er ekki í fyrsta skipti sem The Challenge heimsækir Ísland, því hluti 22. þáttaraðar var tekinn upp hér á landi, sú sería bar undirtitilinn Battle of the Exes. Þar voru fyrrum pör, með tengingu við raunveruleikaþætti, látin keppa á móti hvort öðru. Þessi nýjasta þáttaröð hefur undirtitilinn Double Agents, en nú er svo komið að aðeins 1/4 þátttakenda kemur úr The Real World eða Road Rules. Að þessu sinni etja einnig kappi fyrrum þátttakendur úr Survivor, Geordie Shore, Big Brother og Love Island. Miðað við þau brot úr þættinum sem hægt er að sjá á Youtube virðist keppnin að mestu leyti hafa farið fram á suðurhluta landsins. Framleiðendur þáttanna sáu Ísland sem kjörinn tökustað vegna Covid-19, þar sem tíðni veirunnar var lág hér á landi. Þátttakendur voru sendir í Covid-próf á þriggja daga fresti og voru þrjú þúsund próf framkvæmd á meðan á tökum stóð. Hér að neðan er hægt að sjá fyrstu fimm mínúturnar úr fyrsta þættinum. Kvikmyndagerð á Íslandi Íslandsvinir Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Nafn þáttarins hljómar sennilega ekki kunnuglega í eyrum Íslendinga, en uppruni hans ætti að vera kunnur þeim sem höfðu aðgang að MTV á fjölvarpi Stöðvar 2 í lok síðustu aldar. The Challenge er afleggjari af The Real World, sem var feykivinsæll á MTV allt frá því að hann hóf göngu sína árið 1992, og er reyndar enn í gangi. Hér gefur að líta krakkana úr The Real World: LA. The Challenge hét upprunaleg Road Rules: All Stars, þar sem þátttakendur úr The Real World og Road Rules, öðrum MTV-þætti, kepptu um verðlaun í ýmis konar þrautum. Því er The Challenge í raun Road Rules: All Stars, en með nýju nafni. Nafnabreytingin kom til vegna þess að forsendum þátttöku var breytt. Áður voru það einungis gamlir þátttakendur úr The Real World og Road Rules sem máttu taka þátt, en nú er fólk sem hefur tekið þátt í öðrum raunveruleikaþáttum boðin þátttaka. Önnur heimsókn The Challenge Þetta er ekki í fyrsta skipti sem The Challenge heimsækir Ísland, því hluti 22. þáttaraðar var tekinn upp hér á landi, sú sería bar undirtitilinn Battle of the Exes. Þar voru fyrrum pör, með tengingu við raunveruleikaþætti, látin keppa á móti hvort öðru. Þessi nýjasta þáttaröð hefur undirtitilinn Double Agents, en nú er svo komið að aðeins 1/4 þátttakenda kemur úr The Real World eða Road Rules. Að þessu sinni etja einnig kappi fyrrum þátttakendur úr Survivor, Geordie Shore, Big Brother og Love Island. Miðað við þau brot úr þættinum sem hægt er að sjá á Youtube virðist keppnin að mestu leyti hafa farið fram á suðurhluta landsins. Framleiðendur þáttanna sáu Ísland sem kjörinn tökustað vegna Covid-19, þar sem tíðni veirunnar var lág hér á landi. Þátttakendur voru sendir í Covid-próf á þriggja daga fresti og voru þrjú þúsund próf framkvæmd á meðan á tökum stóð. Hér að neðan er hægt að sjá fyrstu fimm mínúturnar úr fyrsta þættinum.
Kvikmyndagerð á Íslandi Íslandsvinir Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira