Get ekki setið undir slíkum ásökunum enda eru þær fjarri sannleikanum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. desember 2020 16:00 Hallbera Guðný tjáði sig á Facebook-síðu sinni um Jón Þór Hauksson, fráfarandi landsliðsþjálfara, í dag. Vísir/Vilhelm Landsliðskonan Hallbera Guðný Gísladóttir segist ekki getað setið undir þeim ásökunum að leikmenn íslenska landsliðsins hafi á einn eða annan hátt hrakið Jón Þór Hauksson, þjálfara liðsins, úr starfi. Hallbera Guðný hefur nú - líkt og Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði liðsins - tjáð sig varðandi umræðuna í kringum íslenska kvennalandsliðið eftir uppsögn Jóns Þórs Haukssonar. Málið snýr að því sem gerðist eftir 1-0 sigur Íslands á Ungverjalandi ytra þar sem sæti á EM 2022 í Englandi var tryggt. Jón Þór, þjálfari liðsins, fór þar yfir strikið í samskiptum sínum við leikmenn. Hann sagði í kjölfarið starfi sínu lausu en ýmsar sögusagnir hafa verið á kreiki varðandi viðbrögð leikmanna ef Jón Þór yrði áfram þjálfara liðsins. Sara Björk tjáði sig á Twitter-síðu sinni í gær og Hallbera Guðný gerði slíkt hið sama á Facebook-síðu sinni í dag. Þar þakkar hún Jóni Þóri fyrir samstarfið og telur hann flottan þjálfara. Hallbera segist hins vegar ekki geta setið undir þeim ásökunum að leikmenn hafi haft eitthvað með uppsögn hans að gera. „Mig langar að byrja á því að þakka Jóni Þóri fyrir samstarfið síðastliðin tvö ár. Mín skoðun er sú að hann er flottur þjálfari með mikla ástríðu fyrir leiknum og hef ég ekkert nema góða hluti um okkar tíma í landsliðinu að segja,“ segir Hallbera í pósti sínum. Hún heldur svo áfram. „Það hryggir mig hins vegar að sjá fólk taka undir og deila skoðunum sem snúa að því að um samantekin ráð okkar leikmanna hafi verið að ræða til þess að hrekja þjálfarann frá störfum. Ég get ekki setið undir slíkum ásökunum enda eru þær fjarri sannleikanum. Eftir situr að landsliðið náði frábærum árangri og tryggði sér sæti á EM 2022.“ „Við munum halda áfram að leggja hart að okkur svo liðið geti byggt ofan á þann árangur og þá góðu vinnu sem hefur verið unnin,“ segir Hallbera Guðný að lokum. Mig langar að byrja á því að þakka Jóni Þóri fyrir samstarfið síðastliðin 2 ár. Mín skoðun er sú að hann er flottur...Posted by Hallbera Guðný Gísladóttir on Thursday, December 10, 2020 Fótbolti EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Sara Björk: Ég sem fyrirliði liðsins mun alltaf standa þétt við bakið á leikmönnum Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu tjáði sig í kvöld varðandi hvað átti sér stað í fagnaðarlátum íslenska liðsins er sætið á EM í Englandi var tryggt. Þá gagnrýnir hún ákveðna fjölmiðla og umfjöllun þeirra um málið. 9. desember 2020 18:07 Botna ekkert í af hverju uppákoman í Ungverjalandi var ekki rædd á stjórnarfundi KSÍ Strákarnir í Sportinu í dag furðuðu sig á því að atvikið í Ungverjalandi í síðustu viku hafi ekki verið rætt á stjórnarfundi KSÍ. 10. desember 2020 12:01 Fannst ekki við hæfi að ræða málið í Ungverjalandi á stjórnarfundi Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að honum hafi ekki fundist við hæfi að ræða atvikið gerðist í Ungverjalandi á stjórnarfundi þar sem starfsfólk KSÍ hafi enn verið að safna gögnum um málið. Einnig hafi máli verið viðkvæmt starfsmannamál. 10. desember 2020 08:01 Jón Þór hættir sem landsliðsþjálfari Jón Þór Hauksson er hættur sem þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá KSÍ. 8. desember 2020 16:04 Framkoma Jóns Þórs í fögnuði landsliðsins til skoðunar Framkoma Jóns Þórs Haukssonar landsliðsþjálfara í fögnuði íslenska kvennalandsliðsins eftir að þær tryggðu sér sæti á EM 2022 á þriðjudaginn er til skoðunar hjá KSÍ. Hann var undir áhrifum áfengis og þótti fara yfir strikið í samtölum sínum við leikmenn. 4. desember 2020 16:51 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Sjá meira
Hallbera Guðný hefur nú - líkt og Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði liðsins - tjáð sig varðandi umræðuna í kringum íslenska kvennalandsliðið eftir uppsögn Jóns Þórs Haukssonar. Málið snýr að því sem gerðist eftir 1-0 sigur Íslands á Ungverjalandi ytra þar sem sæti á EM 2022 í Englandi var tryggt. Jón Þór, þjálfari liðsins, fór þar yfir strikið í samskiptum sínum við leikmenn. Hann sagði í kjölfarið starfi sínu lausu en ýmsar sögusagnir hafa verið á kreiki varðandi viðbrögð leikmanna ef Jón Þór yrði áfram þjálfara liðsins. Sara Björk tjáði sig á Twitter-síðu sinni í gær og Hallbera Guðný gerði slíkt hið sama á Facebook-síðu sinni í dag. Þar þakkar hún Jóni Þóri fyrir samstarfið og telur hann flottan þjálfara. Hallbera segist hins vegar ekki geta setið undir þeim ásökunum að leikmenn hafi haft eitthvað með uppsögn hans að gera. „Mig langar að byrja á því að þakka Jóni Þóri fyrir samstarfið síðastliðin tvö ár. Mín skoðun er sú að hann er flottur þjálfari með mikla ástríðu fyrir leiknum og hef ég ekkert nema góða hluti um okkar tíma í landsliðinu að segja,“ segir Hallbera í pósti sínum. Hún heldur svo áfram. „Það hryggir mig hins vegar að sjá fólk taka undir og deila skoðunum sem snúa að því að um samantekin ráð okkar leikmanna hafi verið að ræða til þess að hrekja þjálfarann frá störfum. Ég get ekki setið undir slíkum ásökunum enda eru þær fjarri sannleikanum. Eftir situr að landsliðið náði frábærum árangri og tryggði sér sæti á EM 2022.“ „Við munum halda áfram að leggja hart að okkur svo liðið geti byggt ofan á þann árangur og þá góðu vinnu sem hefur verið unnin,“ segir Hallbera Guðný að lokum. Mig langar að byrja á því að þakka Jóni Þóri fyrir samstarfið síðastliðin 2 ár. Mín skoðun er sú að hann er flottur...Posted by Hallbera Guðný Gísladóttir on Thursday, December 10, 2020
Fótbolti EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Sara Björk: Ég sem fyrirliði liðsins mun alltaf standa þétt við bakið á leikmönnum Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu tjáði sig í kvöld varðandi hvað átti sér stað í fagnaðarlátum íslenska liðsins er sætið á EM í Englandi var tryggt. Þá gagnrýnir hún ákveðna fjölmiðla og umfjöllun þeirra um málið. 9. desember 2020 18:07 Botna ekkert í af hverju uppákoman í Ungverjalandi var ekki rædd á stjórnarfundi KSÍ Strákarnir í Sportinu í dag furðuðu sig á því að atvikið í Ungverjalandi í síðustu viku hafi ekki verið rætt á stjórnarfundi KSÍ. 10. desember 2020 12:01 Fannst ekki við hæfi að ræða málið í Ungverjalandi á stjórnarfundi Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að honum hafi ekki fundist við hæfi að ræða atvikið gerðist í Ungverjalandi á stjórnarfundi þar sem starfsfólk KSÍ hafi enn verið að safna gögnum um málið. Einnig hafi máli verið viðkvæmt starfsmannamál. 10. desember 2020 08:01 Jón Þór hættir sem landsliðsþjálfari Jón Þór Hauksson er hættur sem þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá KSÍ. 8. desember 2020 16:04 Framkoma Jóns Þórs í fögnuði landsliðsins til skoðunar Framkoma Jóns Þórs Haukssonar landsliðsþjálfara í fögnuði íslenska kvennalandsliðsins eftir að þær tryggðu sér sæti á EM 2022 á þriðjudaginn er til skoðunar hjá KSÍ. Hann var undir áhrifum áfengis og þótti fara yfir strikið í samtölum sínum við leikmenn. 4. desember 2020 16:51 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Sjá meira
Sara Björk: Ég sem fyrirliði liðsins mun alltaf standa þétt við bakið á leikmönnum Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu tjáði sig í kvöld varðandi hvað átti sér stað í fagnaðarlátum íslenska liðsins er sætið á EM í Englandi var tryggt. Þá gagnrýnir hún ákveðna fjölmiðla og umfjöllun þeirra um málið. 9. desember 2020 18:07
Botna ekkert í af hverju uppákoman í Ungverjalandi var ekki rædd á stjórnarfundi KSÍ Strákarnir í Sportinu í dag furðuðu sig á því að atvikið í Ungverjalandi í síðustu viku hafi ekki verið rætt á stjórnarfundi KSÍ. 10. desember 2020 12:01
Fannst ekki við hæfi að ræða málið í Ungverjalandi á stjórnarfundi Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að honum hafi ekki fundist við hæfi að ræða atvikið gerðist í Ungverjalandi á stjórnarfundi þar sem starfsfólk KSÍ hafi enn verið að safna gögnum um málið. Einnig hafi máli verið viðkvæmt starfsmannamál. 10. desember 2020 08:01
Jón Þór hættir sem landsliðsþjálfari Jón Þór Hauksson er hættur sem þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá KSÍ. 8. desember 2020 16:04
Framkoma Jóns Þórs í fögnuði landsliðsins til skoðunar Framkoma Jóns Þórs Haukssonar landsliðsþjálfara í fögnuði íslenska kvennalandsliðsins eftir að þær tryggðu sér sæti á EM 2022 á þriðjudaginn er til skoðunar hjá KSÍ. Hann var undir áhrifum áfengis og þótti fara yfir strikið í samtölum sínum við leikmenn. 4. desember 2020 16:51