Afríka slapp ekki Ragnar Schram og Hans Steinar Bjarnason skrifa 10. desember 2020 18:00 Fjölmiðlar á Íslandi og víðar á vesturlöndum hafa undanfarið fjallað um hversu vel Afríka hafi sloppið frá Covid-19 heimsfaraldrinum. Nýleg úttekt SOS Barnaþorpanna í austan- og sunnanverðri Afríku sýnir þó að ástandið er í raun grafalvarlegt og brothætt. Smit- og dánartölur í Afríku eru vissulega lægri en víðast hvar annarsstaðar en þær eru nú aftur á uppleið og segja aðeins hálfa söguna um ástandið. Erfitt er fyrir Evrópubúa að setja sig í spor Afríkubúa. Tækni, samgöngur, menntun, rafmagn, heilsugæsla, aldurssamsetning og svo margt annað er afar ólíkt því sem þekkist á vesturlöndum. Efnahagur Afríku er heilt yfir brothættur og má ekki við miklum áföllum. Sóttvarnaraðgerðir yfirvalda hafa víðast hvar komið verulega illa niður á verslun, iðnaði og félagsþjónustu og fátækt er þegar farin að aukast á ný. Skólahald liggur víða niðri og börn eru farin að vinna til að hjálpa við tekjuöflun heimilanna. Óttast er að stór hluti þessara barna snúi ekki aftur í skóla. 12 ára stúlkur þungaðar Eitt það átakanlegasta við niðurstöður úttektarinnar er aukið ofbeldi gegn konum og börnum á tímum faraldursins. Þunganir unglingsstúlkna frá 18 ára og allt niður í 12 ára aldur eru orðnar að öðrum faraldri. Í einni sýslu í Kenía var tilkynnt um fjögur þúsund þunganir stúlkubarna, eingöngu á tímabilinu mars til júní, og voru um 200 þessara stúlkna undir 14 ára aldri. Þetta á aðeins við um tilkynnt tilfelli en þau eru í raun mun fleiri. Gerendurnir eru langflestir tengdir stúlkunum fjölskylduböndum og stúlkurnar eru ólíklegar til að snúa aftur til náms. Þetta vandamál á einnig við um flest önnur Afríkuríki. 73% aukning á heimilisofbeldi Einnig er sláandi að sjá tölur yfir annað kynferðisofbeldi gegn konum á svæðinu sem úttektin náði til. 73% þeirra kvenna sem rætt var við búa við aukið ofbeldi af hálfu maka. 51% eru þolendur kynferðisofbeldis á heimilinu. 21% verða fyrir áreiti við vatnsstöðvar og 32% aukning er á þvinguðum barnagiftingum stúlkna. Nú þegar nálgast árslok er önnur bylgja í kortunum á sama tíma og fátækt er að aukast á ný og ofbeldi gegn konum og börnum er í veldisvexti. Í fjarlægð hafa margir andað léttar fyrir hönd Afríku en við höfum ekki efni á því. Afríka er ekki sloppin. Þetta er ekki búið. Nánar má lesa um þessa úttekt á heimasíðu SOS Barnaþorpanna á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hjálparstarf Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Stígum stærri og róttækari græn skref í Reykjavík Líf Magneudóttir Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Fjölmiðlar á Íslandi og víðar á vesturlöndum hafa undanfarið fjallað um hversu vel Afríka hafi sloppið frá Covid-19 heimsfaraldrinum. Nýleg úttekt SOS Barnaþorpanna í austan- og sunnanverðri Afríku sýnir þó að ástandið er í raun grafalvarlegt og brothætt. Smit- og dánartölur í Afríku eru vissulega lægri en víðast hvar annarsstaðar en þær eru nú aftur á uppleið og segja aðeins hálfa söguna um ástandið. Erfitt er fyrir Evrópubúa að setja sig í spor Afríkubúa. Tækni, samgöngur, menntun, rafmagn, heilsugæsla, aldurssamsetning og svo margt annað er afar ólíkt því sem þekkist á vesturlöndum. Efnahagur Afríku er heilt yfir brothættur og má ekki við miklum áföllum. Sóttvarnaraðgerðir yfirvalda hafa víðast hvar komið verulega illa niður á verslun, iðnaði og félagsþjónustu og fátækt er þegar farin að aukast á ný. Skólahald liggur víða niðri og börn eru farin að vinna til að hjálpa við tekjuöflun heimilanna. Óttast er að stór hluti þessara barna snúi ekki aftur í skóla. 12 ára stúlkur þungaðar Eitt það átakanlegasta við niðurstöður úttektarinnar er aukið ofbeldi gegn konum og börnum á tímum faraldursins. Þunganir unglingsstúlkna frá 18 ára og allt niður í 12 ára aldur eru orðnar að öðrum faraldri. Í einni sýslu í Kenía var tilkynnt um fjögur þúsund þunganir stúlkubarna, eingöngu á tímabilinu mars til júní, og voru um 200 þessara stúlkna undir 14 ára aldri. Þetta á aðeins við um tilkynnt tilfelli en þau eru í raun mun fleiri. Gerendurnir eru langflestir tengdir stúlkunum fjölskylduböndum og stúlkurnar eru ólíklegar til að snúa aftur til náms. Þetta vandamál á einnig við um flest önnur Afríkuríki. 73% aukning á heimilisofbeldi Einnig er sláandi að sjá tölur yfir annað kynferðisofbeldi gegn konum á svæðinu sem úttektin náði til. 73% þeirra kvenna sem rætt var við búa við aukið ofbeldi af hálfu maka. 51% eru þolendur kynferðisofbeldis á heimilinu. 21% verða fyrir áreiti við vatnsstöðvar og 32% aukning er á þvinguðum barnagiftingum stúlkna. Nú þegar nálgast árslok er önnur bylgja í kortunum á sama tíma og fátækt er að aukast á ný og ofbeldi gegn konum og börnum er í veldisvexti. Í fjarlægð hafa margir andað léttar fyrir hönd Afríku en við höfum ekki efni á því. Afríka er ekki sloppin. Þetta er ekki búið. Nánar má lesa um þessa úttekt á heimasíðu SOS Barnaþorpanna á Íslandi.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun