Láta sárir Inter-menn reiði sína bitna á Sardiníustrákunum? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. desember 2020 09:01 Romelu Lukaku er væntanlega staðráðinn í að skora gegn Cagliari eftir að hafa mistekist það gegn Shakhtar Donetsk á miðvikudaginn. getty/BSR Eftir vonbrigðin í Meistaradeild Evrópu fer Inter til Sardiníu og mætir Cagliari í ítölsku úrvalsdeildinni í hádeginu í dag. Inter gerði markalaust jafntefli við Shakhtar Donetsk á heimavelli í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar á miðvikudaginn. Inter endaði í fjórða og neðsta sæti B-riðils og komst því ekki einu sinni í Evrópudeildina eftir áramót. Antonio Conte, knattspyrnustjóri Inter, var súr og svekktur eftir leikinn gegn Shakhtar, reifst við Fabio Capello í sjónvarpsviðtali og sagði að sínir menn hefðu verið óheppnir með dómgæslu í Meistaradeildinni í vetur. Þótt Conte hafi náð frábærum árangri á sínum stjóraferli hefur Meistaradeildin ekki verið hans keppni. Lið hans hafa aldrei komist lengra en í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Þótt á ýmsu hafi gengið hjá Inter á tímabilinu er liðið í 2. sæti ítölsku deildarinnar með 21 stig, fimm stigum á eftir AC Milan. Eina deildartap Inter á tímabilinu kom einmitt gegn Milan í grannaslagnum um miðjan október. Lautaro Martínez er kominn með sex mörk á tímabilinu.getty/Claudio Villa Inter hefur unnið þrjá deildarleiki í röð og skorað samtals tíu mörk í þeim. Inter hefur alls skorað 26 mörk, flest allra í ítölsku deildinni. Vörnin hefur þó verið óvenju lek miðað við lið Contes í gegnum tíðina. Inter hefur fengið á sig fjórtán mörk í tíu deildarleikjum og Samir Handanovic hefur aðeins haldið marki sínu hreinu í tvígang. Romelu Lukaku er markahæsti leikmaður Inter í deildinni með átta mörk. Eitt þeirra kom í 3-1 sigri Inter á Bologna um síðustu helgi. Alls átta leikmenn hafa skorað fyrir Inter í deildinni á þessu tímabili. Andstæðingar Inter í dag, Cagliari, eru í 11. sæti deildarinnar með tólf stig. Sardiníustrákarnir hafa gert jafntefli í síðustu tveimur leikjum sínum, 1-1 gegn Verona og 2-2 gegn nýliðum Spezia. Joao Pedro er prímusmótorinn í sóknarleik Cagliari.getty/Pier Marco Tacca Cagliari byrjaði mjög vel á síðasta tímabili og tapaði aðeins tveimur af fyrstu fimmtán leikjum sínum. Liðið missti svo móðinn í desember, náði sér aldrei á strik eftir það og endaði að lokum í 14. sæti deildarinnar. Belgíski miðjumaðurinn Radja Nainggolan var í lykilhlutverki hjá Cagliari á síðasta tímabili, þá á láni frá Inter. Hann sneri aftur til Inter fyrir þetta tímabil en hefur ekki fengið mörg tækifæri hjá Conte í vetur. Besti leikmaður Cagliari er Brassinn Joao Pedro. Á síðasta tímabili skoraði hann átján mörk og var í hópi markahæstu leikmanna ítölsku deildarinnar. Í vetur er hann kominn með sex mörk í tíu deildarleikjum. Leikur Cagliari og Inter hefst klukkan 11:30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Ítalski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Barcelona - Mallorca | Geta náð sjö stiga forskoti Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Í beinni: Fram - FH | Fyrsti heimaleikur Fram í efstu deild í 37 ár Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Bæði lið fengu skell síðast Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Sjá meira
Inter gerði markalaust jafntefli við Shakhtar Donetsk á heimavelli í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar á miðvikudaginn. Inter endaði í fjórða og neðsta sæti B-riðils og komst því ekki einu sinni í Evrópudeildina eftir áramót. Antonio Conte, knattspyrnustjóri Inter, var súr og svekktur eftir leikinn gegn Shakhtar, reifst við Fabio Capello í sjónvarpsviðtali og sagði að sínir menn hefðu verið óheppnir með dómgæslu í Meistaradeildinni í vetur. Þótt Conte hafi náð frábærum árangri á sínum stjóraferli hefur Meistaradeildin ekki verið hans keppni. Lið hans hafa aldrei komist lengra en í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Þótt á ýmsu hafi gengið hjá Inter á tímabilinu er liðið í 2. sæti ítölsku deildarinnar með 21 stig, fimm stigum á eftir AC Milan. Eina deildartap Inter á tímabilinu kom einmitt gegn Milan í grannaslagnum um miðjan október. Lautaro Martínez er kominn með sex mörk á tímabilinu.getty/Claudio Villa Inter hefur unnið þrjá deildarleiki í röð og skorað samtals tíu mörk í þeim. Inter hefur alls skorað 26 mörk, flest allra í ítölsku deildinni. Vörnin hefur þó verið óvenju lek miðað við lið Contes í gegnum tíðina. Inter hefur fengið á sig fjórtán mörk í tíu deildarleikjum og Samir Handanovic hefur aðeins haldið marki sínu hreinu í tvígang. Romelu Lukaku er markahæsti leikmaður Inter í deildinni með átta mörk. Eitt þeirra kom í 3-1 sigri Inter á Bologna um síðustu helgi. Alls átta leikmenn hafa skorað fyrir Inter í deildinni á þessu tímabili. Andstæðingar Inter í dag, Cagliari, eru í 11. sæti deildarinnar með tólf stig. Sardiníustrákarnir hafa gert jafntefli í síðustu tveimur leikjum sínum, 1-1 gegn Verona og 2-2 gegn nýliðum Spezia. Joao Pedro er prímusmótorinn í sóknarleik Cagliari.getty/Pier Marco Tacca Cagliari byrjaði mjög vel á síðasta tímabili og tapaði aðeins tveimur af fyrstu fimmtán leikjum sínum. Liðið missti svo móðinn í desember, náði sér aldrei á strik eftir það og endaði að lokum í 14. sæti deildarinnar. Belgíski miðjumaðurinn Radja Nainggolan var í lykilhlutverki hjá Cagliari á síðasta tímabili, þá á láni frá Inter. Hann sneri aftur til Inter fyrir þetta tímabil en hefur ekki fengið mörg tækifæri hjá Conte í vetur. Besti leikmaður Cagliari er Brassinn Joao Pedro. Á síðasta tímabili skoraði hann átján mörk og var í hópi markahæstu leikmanna ítölsku deildarinnar. Í vetur er hann kominn með sex mörk í tíu deildarleikjum. Leikur Cagliari og Inter hefst klukkan 11:30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Ítalski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Barcelona - Mallorca | Geta náð sjö stiga forskoti Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Í beinni: Fram - FH | Fyrsti heimaleikur Fram í efstu deild í 37 ár Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Bæði lið fengu skell síðast Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Sjá meira