Sara Björk knattspyrnukona ársins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. desember 2020 11:16 Sara Björk er knattspyrnukona Íslands, sjötta árið í röð. Vísir/Vilhelm KSÍ tilkynnti í gær að Sara Björk Gunnarsdóttir væri knattspyrnukona ársins 2020. Sjötta árið í röð. Sveindís Jane Jónsdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir komu þar á eftir í valinu að þessu sinni. Að valinu koma fjölmargir aðilar, meðal annars fyrrum landsliðsmenn, þjálfarar og forystufólk í knattspyrnuhreyfingunni. Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, er Knattspyrnukona ársins í sjöunda skipti og sjötta árið í röð. Sara Björk bætti landsleikjamet Katrínar Jónsdóttur og hefur nú leikið alls 136 leiki fyrir A-landslið Íslands. Hún spilaði stóra rullu í því að Ísland tryggði sæti sitt á Evrópumótinu 2022 en það er fjórða Evrópumótið í röð sem Ísland fer á. Þá gekk hún til liðs við Frakklands- og Evrópumeistara Lyon þar sem hún gerði sér lítið fyrir og skoraði í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. „Það er alltaf mikill heiður að vera kosin knattspyrnukona ársins. Þetta hefur auðvitað verið svolítið sérstakt ár að mörgu leyti. Ég færði mig um set frá Wolfsburg yfir til Lyon eftir góð ár í Þýskalandi, hef verið ánægð með byrjunina hjá nýjum klúbbi og hlakka til framhaldsins, ekki síst með landsliðinu, þar sem við náðum okkar markmiði að tryggja sæti á EM. Það eru spennandi tímar framundan,“ sagði Sara Björk í stuttu spjalli við KSÍ um valið. 2. sæti - Sveindís Jane Jónsdóttir Sveindís Jane Jónsdóttir er í 2. sæti yfir knattspyrnukonur ársins. Hún kom eins og stormsveipur inn í íslenska landsliðið eftir að hafa spilað lykilhlutverk í mögnuðu liði Breiðabliks. Hún kom í Kópavoginn á láni frá Keflavík og stóð svo sannarlega fyrir sínu. Skoraði hún 14 mörk í aðeins 15 leikjum og var markahæst í Pepsi Max deild kvenna ásamt Öglu Maríu Albertsdóttur. Í heildina lék hún fimm A-landsleiki árið 2020 og skoraði í þeim tvö mörk. Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði tvö mörk í sínum fyrsta A-landsleik. Geri aðrir betur.VÍSIR/VILHELM 3. sæti - Glódís Perla Viggósdóttir Í þriðja sæti er svo Glódís Perla Viggósdóttir. Hún var einn besti leikmaður sænsku úrvalsdeildarinnar þar sem lið hennar Rosengård lenti í öðru sæti. Hún var tilnefnd sem besti varnarmaður deildarinnar á uppskeru hátíð sænsku úrvalsdeildarinnar. Glódís Perla lék alls átta landsleiki á árinu og er komin með 89 leiki á ferlinum, magnað afrek hjá leikmanni sem er aðeins 25 ára gamall. Glódís Perla Viggósdóttir hefur alls leikið 89 leiki fyrir íslenska A-landsliðið. Ekki allir hafa verið leiknir í veðri sem þessu.VÍSIR/VILHELM Fótbolti KSÍ Fréttir ársins 2020 Tengdar fréttir Sara Björk ofarlega á lista Guardian yfir hundrað bestu leikmenn heims Enski miðill The Guardian velur ár hvert 100 bestu knattspyrnukonur ársins. Landsliðsfyrirliði Íslands, Sara Björk Gunnarsdóttir, er í 24. sæti listans fyrir árið 2020. 10. desember 2020 11:01 Get ekki setið undir slíkum ásökunum enda eru þær fjarri sannleikanum Landsliðskonan Hallbera Guðný Gísladóttir segist ekki getað setið undir þeim ásökunum að leikmenn íslenska landsliðsins hafi á einn eða annan hátt hrakið Jón Þór Hauksson, þjálfara liðsins, úr starfi. 10. desember 2020 16:00 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sport Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 Fleiri fréttir Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ Sjá meira
Að valinu koma fjölmargir aðilar, meðal annars fyrrum landsliðsmenn, þjálfarar og forystufólk í knattspyrnuhreyfingunni. Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, er Knattspyrnukona ársins í sjöunda skipti og sjötta árið í röð. Sara Björk bætti landsleikjamet Katrínar Jónsdóttur og hefur nú leikið alls 136 leiki fyrir A-landslið Íslands. Hún spilaði stóra rullu í því að Ísland tryggði sæti sitt á Evrópumótinu 2022 en það er fjórða Evrópumótið í röð sem Ísland fer á. Þá gekk hún til liðs við Frakklands- og Evrópumeistara Lyon þar sem hún gerði sér lítið fyrir og skoraði í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. „Það er alltaf mikill heiður að vera kosin knattspyrnukona ársins. Þetta hefur auðvitað verið svolítið sérstakt ár að mörgu leyti. Ég færði mig um set frá Wolfsburg yfir til Lyon eftir góð ár í Þýskalandi, hef verið ánægð með byrjunina hjá nýjum klúbbi og hlakka til framhaldsins, ekki síst með landsliðinu, þar sem við náðum okkar markmiði að tryggja sæti á EM. Það eru spennandi tímar framundan,“ sagði Sara Björk í stuttu spjalli við KSÍ um valið. 2. sæti - Sveindís Jane Jónsdóttir Sveindís Jane Jónsdóttir er í 2. sæti yfir knattspyrnukonur ársins. Hún kom eins og stormsveipur inn í íslenska landsliðið eftir að hafa spilað lykilhlutverk í mögnuðu liði Breiðabliks. Hún kom í Kópavoginn á láni frá Keflavík og stóð svo sannarlega fyrir sínu. Skoraði hún 14 mörk í aðeins 15 leikjum og var markahæst í Pepsi Max deild kvenna ásamt Öglu Maríu Albertsdóttur. Í heildina lék hún fimm A-landsleiki árið 2020 og skoraði í þeim tvö mörk. Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði tvö mörk í sínum fyrsta A-landsleik. Geri aðrir betur.VÍSIR/VILHELM 3. sæti - Glódís Perla Viggósdóttir Í þriðja sæti er svo Glódís Perla Viggósdóttir. Hún var einn besti leikmaður sænsku úrvalsdeildarinnar þar sem lið hennar Rosengård lenti í öðru sæti. Hún var tilnefnd sem besti varnarmaður deildarinnar á uppskeru hátíð sænsku úrvalsdeildarinnar. Glódís Perla lék alls átta landsleiki á árinu og er komin með 89 leiki á ferlinum, magnað afrek hjá leikmanni sem er aðeins 25 ára gamall. Glódís Perla Viggósdóttir hefur alls leikið 89 leiki fyrir íslenska A-landsliðið. Ekki allir hafa verið leiknir í veðri sem þessu.VÍSIR/VILHELM
Fótbolti KSÍ Fréttir ársins 2020 Tengdar fréttir Sara Björk ofarlega á lista Guardian yfir hundrað bestu leikmenn heims Enski miðill The Guardian velur ár hvert 100 bestu knattspyrnukonur ársins. Landsliðsfyrirliði Íslands, Sara Björk Gunnarsdóttir, er í 24. sæti listans fyrir árið 2020. 10. desember 2020 11:01 Get ekki setið undir slíkum ásökunum enda eru þær fjarri sannleikanum Landsliðskonan Hallbera Guðný Gísladóttir segist ekki getað setið undir þeim ásökunum að leikmenn íslenska landsliðsins hafi á einn eða annan hátt hrakið Jón Þór Hauksson, þjálfara liðsins, úr starfi. 10. desember 2020 16:00 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sport Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 Fleiri fréttir Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ Sjá meira
Sara Björk ofarlega á lista Guardian yfir hundrað bestu leikmenn heims Enski miðill The Guardian velur ár hvert 100 bestu knattspyrnukonur ársins. Landsliðsfyrirliði Íslands, Sara Björk Gunnarsdóttir, er í 24. sæti listans fyrir árið 2020. 10. desember 2020 11:01
Get ekki setið undir slíkum ásökunum enda eru þær fjarri sannleikanum Landsliðskonan Hallbera Guðný Gísladóttir segist ekki getað setið undir þeim ásökunum að leikmenn íslenska landsliðsins hafi á einn eða annan hátt hrakið Jón Þór Hauksson, þjálfara liðsins, úr starfi. 10. desember 2020 16:00