Börsungar heimsóttu Frigoríficos Morrazo og leið ekki að löngu þar til Spánarmeistararnir voru komnir með örugga forystu.
Barcelona vann að lokum fimmtán marka sigur, 24-39, eftir að hafa leitt með sjö mörkum í leikhléi, 13-20.
Aleix Gómez var markahæstur Börsunga með sjö mörk en Jure Dolenec, Blaz Janc og Alex Garcia gerðu fimm mörk hver.