Eitthvað er rotið í Danaveldi Ólafur Ísleifsson skrifar 13. desember 2020 10:01 Þingmenn Miðflokksins hafa á Alþingi lagt fram tillögu til þingsályktunar um að dómsmálaráðherra flytji frumvarp um breytingu á útlendingalögum með það að markmiði að hemja útgjöld ríkissjóðs til málefna hælisleitenda og auka skilvirkni í málsmeðferð. Tryggt verði að ákvörðun um hvort umsókn fái efnislega meðferð taki að hámarki 48 klukkustundir og að niðurstaða málsmeðferðar liggi fyrir innan sex mánaða. Greinarhöfundur er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Skilvirkni Tillagan snýst um sparnað fyrir ríkissjóð, skilvirkni í stjórnsýslu og bætta nýtingu fjármuna sem veittir eru til að styðja fólk í nauðum statt úti í heimi. Tillaga Miðflokksins er sett fram með hliðsjón af reynslu nágrannaþjóða með áherslu á nýlega norræna stefnumörkun. Tillagan styðst við mannúðarsjónarmið en er flutt án leyfis frá þeim sem slegið hafa múr- og naglföstu eignarhaldi á mannúð og góðmennsku. Ábyrg stefna á grundvelli mannúðarsjónarmiða Af ítarlegri stefnuskrá danska jafnaðarmannaflokksins, systurflokks Samfylkingar, og einörðum málflutningi Mette Fredriksen forsætisráðherra, má ráða að danskir kratar telji Danmörku nánast í nauðvörn vegna mistaka í stefnu liðinna ára í málefnum hælisleitenda. Jafnaðarmannaflokkurinn hafnar gildandi stefnu í málaflokknum. Fólk á flótta setji sig í lífshættu þar sem menn af misjöfnu sauðahúsi græði stórfé á ógæfu annarra. Á þremur síðustu árum hafi tíu þúsund börn, konur og karlar farist eða týnst í Miðjarðarhafinu. Þessi harmleikur kalli á réttlátara hælisleitendakerfi. Hér eru borin fram mannúðleg sjónarmið án þeirrar sýndarmennsku sem stundum gætir í þeim efnum. Móttökustöð utan Evrópu Í þessu ljósi setja danskir jafnaðarmenn fram aðalstefnumál sitt í málaflokknum: Að sett verði á laggirnar, helst í samstarfi við aðrar Evrópuþjóðir, móttökustöð hælisleitenda utan Evrópu. Komi hælisleitendur á danska grundu skuli senda þá í móttökustöðina. Danmörk muni taka við ákveðnum fjölda kvótaflóttamanna í samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. Þannig fáist stjórn á hve mörgum flóttamönnum sé hjálpað í Danmörku. Mistök fortíðar Í stefnuræðu sinni við setningu danska þjóðþingsins 6. október sl. fylgdi Mette Fredriksen forsætisráðherra, þessari stefnu eftir. Hún sagði útlendingastefnu fortíðar hafa verið mistök. Ríkisstjórnin myndi halda áfram strangri stefnu, en meira þyrfti að koma til. Evrópska hælisleitendakerfið væri í raun hrunið. Breyttar áherslur í málefnum hælisleitenda Í ræðunni sagði forsætisráðherra: Eins og komið er bregðumst við bæði þeim sem flýja með milligöngu smyglara og þeim sem eftir sitja og hafa mesta þörf fyrir hjálp. Aðstoð Dana hljóti að beinast að því fólki. Við viljum meðhöndla hælisumsóknir utan Danmerkur í þriðju löndum, sem veitt geta þeim öryggi sem þurfa á vernd að halda. Frá sínum bæjardyrum væri þetta eina raunhæfa framtíðarlausnin og boðaði hún lagafrumvarp í framhaldinu. Nauðsyn á landamæraeftirliti Stefna jafnaðarmanna og ræður danska forsætisráðherrans bera því glöggt vitni í hvílíkar ógöngur Danir hafa ratað í málefnum hælisleitenda. Orð Shakespeares úr leikritinu um danska prinsinn Hamlet í fyrirsögn þessarar greinar sýnast eiga við. Í stefnu jafnaðarmanna er að finna tillögur um eftirlit á landamærum, breytingar á Schengen-samkomulaginu og sendingu hælisleitenda til heimalands. Meðan ekki er stjórn á ytri landamærum Evrópusambandsins og hætta á óhæfuverkum vofi yfir skuli Danmörk viðhalda landamæraeftirliti. Umbætur þurfi á Schengen-samkomulaginu þannig að einstök aðildarríki ES ákveði stjórn á eigin landamærum. Með því ráði Danir hverjir komi inn í landið. Þetta sé grundvallaratriði til að tryggja öryggi dönsku þjóðarinnar. Norska ríkisstjórnin hefur uppi áþekk sjónarmið. Flóttamenn eða farandfólk? Í stefnu danskra jafnaðarmanna segir að margt af því fólki sem komið hafi til Danmerkur og Evrópu á síðustu árum séu ekki flóttamenn heldur farandfólk í leit að betra lífi. Verði samþykkt að slíkir fái vist í Danmörku muni margir leita þangað. Þetta ráði danskt samfélag ekki við. Samfélagið sjálft, velferðarkerfið og hlutskipti launafólks eru undir í málinu. Samfélag, velferðarkerfi og kjör launafólks Í stefnuskjali jafnaðarmanna segir að áætlað sé að um 20 þúsund manns dvelji ólöglega í Danmörku. Til dæmis geti verið um að ræða hælisleitendur sem fengið hafi afsvar og sem yfirvöld viti ekki hvar haldi til. Þeir hafi horfið undir yfirborð jarðar og lifi skuggalífi í Danmörku. Þeir framfleyti sér til dæmis með afbrotum og svartri vinnu sem hafi skapað ólögmætan vinnumarkað í Danmörku. Skilyrði öflugs velferðarsamfélags sé vel starfandi vinnumarkaður þar sem fólk geti lifað af tekjum sínum. Það grafi undan dönsku samfélagi ef við lýði er ólöglegur hliðarvinnumarkaður þar sem fólk á ólögmætum forsendum starfi á mjög lágum launum og við óviðunandi skilyrði. Jafnaðarmenn sætta sig ekki við ólögmætan vinnumarkað og slíka meðferð á fólki og ekki að réttindi launafólks séu fótum troðin. Tillaga okkar Miðflokksmanna styðst við sjónarmið af ofangreindu tagi. Leggjum við hlustir og afstýrum alvarlegum vanda Stefna danskra jafnaðarmanna og málflutningur Mette Fredriksen forsætisráðherra sýnir að eitthvað hefur farið alvarlega úrskeiðis í landi okkar dönsku vinaþjóðar. Við hljótum að leggja við hlustir og afstýra því að hið sama gerist hér áður en það er orðið of seint. Við getum ekki látið sem við tökum ekki eftir að eitthvað er rotið í Danaveldi. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Ólafur Ísleifsson Skoðun: Kosningar 2021 Alþingi Mest lesið Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Þingmenn Miðflokksins hafa á Alþingi lagt fram tillögu til þingsályktunar um að dómsmálaráðherra flytji frumvarp um breytingu á útlendingalögum með það að markmiði að hemja útgjöld ríkissjóðs til málefna hælisleitenda og auka skilvirkni í málsmeðferð. Tryggt verði að ákvörðun um hvort umsókn fái efnislega meðferð taki að hámarki 48 klukkustundir og að niðurstaða málsmeðferðar liggi fyrir innan sex mánaða. Greinarhöfundur er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Skilvirkni Tillagan snýst um sparnað fyrir ríkissjóð, skilvirkni í stjórnsýslu og bætta nýtingu fjármuna sem veittir eru til að styðja fólk í nauðum statt úti í heimi. Tillaga Miðflokksins er sett fram með hliðsjón af reynslu nágrannaþjóða með áherslu á nýlega norræna stefnumörkun. Tillagan styðst við mannúðarsjónarmið en er flutt án leyfis frá þeim sem slegið hafa múr- og naglföstu eignarhaldi á mannúð og góðmennsku. Ábyrg stefna á grundvelli mannúðarsjónarmiða Af ítarlegri stefnuskrá danska jafnaðarmannaflokksins, systurflokks Samfylkingar, og einörðum málflutningi Mette Fredriksen forsætisráðherra, má ráða að danskir kratar telji Danmörku nánast í nauðvörn vegna mistaka í stefnu liðinna ára í málefnum hælisleitenda. Jafnaðarmannaflokkurinn hafnar gildandi stefnu í málaflokknum. Fólk á flótta setji sig í lífshættu þar sem menn af misjöfnu sauðahúsi græði stórfé á ógæfu annarra. Á þremur síðustu árum hafi tíu þúsund börn, konur og karlar farist eða týnst í Miðjarðarhafinu. Þessi harmleikur kalli á réttlátara hælisleitendakerfi. Hér eru borin fram mannúðleg sjónarmið án þeirrar sýndarmennsku sem stundum gætir í þeim efnum. Móttökustöð utan Evrópu Í þessu ljósi setja danskir jafnaðarmenn fram aðalstefnumál sitt í málaflokknum: Að sett verði á laggirnar, helst í samstarfi við aðrar Evrópuþjóðir, móttökustöð hælisleitenda utan Evrópu. Komi hælisleitendur á danska grundu skuli senda þá í móttökustöðina. Danmörk muni taka við ákveðnum fjölda kvótaflóttamanna í samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. Þannig fáist stjórn á hve mörgum flóttamönnum sé hjálpað í Danmörku. Mistök fortíðar Í stefnuræðu sinni við setningu danska þjóðþingsins 6. október sl. fylgdi Mette Fredriksen forsætisráðherra, þessari stefnu eftir. Hún sagði útlendingastefnu fortíðar hafa verið mistök. Ríkisstjórnin myndi halda áfram strangri stefnu, en meira þyrfti að koma til. Evrópska hælisleitendakerfið væri í raun hrunið. Breyttar áherslur í málefnum hælisleitenda Í ræðunni sagði forsætisráðherra: Eins og komið er bregðumst við bæði þeim sem flýja með milligöngu smyglara og þeim sem eftir sitja og hafa mesta þörf fyrir hjálp. Aðstoð Dana hljóti að beinast að því fólki. Við viljum meðhöndla hælisumsóknir utan Danmerkur í þriðju löndum, sem veitt geta þeim öryggi sem þurfa á vernd að halda. Frá sínum bæjardyrum væri þetta eina raunhæfa framtíðarlausnin og boðaði hún lagafrumvarp í framhaldinu. Nauðsyn á landamæraeftirliti Stefna jafnaðarmanna og ræður danska forsætisráðherrans bera því glöggt vitni í hvílíkar ógöngur Danir hafa ratað í málefnum hælisleitenda. Orð Shakespeares úr leikritinu um danska prinsinn Hamlet í fyrirsögn þessarar greinar sýnast eiga við. Í stefnu jafnaðarmanna er að finna tillögur um eftirlit á landamærum, breytingar á Schengen-samkomulaginu og sendingu hælisleitenda til heimalands. Meðan ekki er stjórn á ytri landamærum Evrópusambandsins og hætta á óhæfuverkum vofi yfir skuli Danmörk viðhalda landamæraeftirliti. Umbætur þurfi á Schengen-samkomulaginu þannig að einstök aðildarríki ES ákveði stjórn á eigin landamærum. Með því ráði Danir hverjir komi inn í landið. Þetta sé grundvallaratriði til að tryggja öryggi dönsku þjóðarinnar. Norska ríkisstjórnin hefur uppi áþekk sjónarmið. Flóttamenn eða farandfólk? Í stefnu danskra jafnaðarmanna segir að margt af því fólki sem komið hafi til Danmerkur og Evrópu á síðustu árum séu ekki flóttamenn heldur farandfólk í leit að betra lífi. Verði samþykkt að slíkir fái vist í Danmörku muni margir leita þangað. Þetta ráði danskt samfélag ekki við. Samfélagið sjálft, velferðarkerfið og hlutskipti launafólks eru undir í málinu. Samfélag, velferðarkerfi og kjör launafólks Í stefnuskjali jafnaðarmanna segir að áætlað sé að um 20 þúsund manns dvelji ólöglega í Danmörku. Til dæmis geti verið um að ræða hælisleitendur sem fengið hafi afsvar og sem yfirvöld viti ekki hvar haldi til. Þeir hafi horfið undir yfirborð jarðar og lifi skuggalífi í Danmörku. Þeir framfleyti sér til dæmis með afbrotum og svartri vinnu sem hafi skapað ólögmætan vinnumarkað í Danmörku. Skilyrði öflugs velferðarsamfélags sé vel starfandi vinnumarkaður þar sem fólk geti lifað af tekjum sínum. Það grafi undan dönsku samfélagi ef við lýði er ólöglegur hliðarvinnumarkaður þar sem fólk á ólögmætum forsendum starfi á mjög lágum launum og við óviðunandi skilyrði. Jafnaðarmenn sætta sig ekki við ólögmætan vinnumarkað og slíka meðferð á fólki og ekki að réttindi launafólks séu fótum troðin. Tillaga okkar Miðflokksmanna styðst við sjónarmið af ofangreindu tagi. Leggjum við hlustir og afstýrum alvarlegum vanda Stefna danskra jafnaðarmanna og málflutningur Mette Fredriksen forsætisráðherra sýnir að eitthvað hefur farið alvarlega úrskeiðis í landi okkar dönsku vinaþjóðar. Við hljótum að leggja við hlustir og afstýra því að hið sama gerist hér áður en það er orðið of seint. Við getum ekki látið sem við tökum ekki eftir að eitthvað er rotið í Danaveldi. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun