Þetta segir Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í athugasemd við færslu á Facebook-síðunni „Orð kvöldsins og Morgunbæn verði áfram á RÚV“.
Um er að ræða gamla síðu sem 3.900 einstaklingar tilheyra.
Umræðuna hefur Ólafur Egilsson, sem talar um „lágkúru RÚV“ þar sem hætta eigi beinum útsendingum frá sunnudagsmessum.
„Í þeirra stað mun kirkjunni gefinn kostur á að setja saman og taka upp athafnir á fimmtudögum sem síðan verði varpað út sunnudaginn á eftir,“ segir Ólafur.
Ásmundur er einn þeirra sem furða sig á fyrrnefndri ákvörðun en á síðunni má finna athugasemdir frá fleiri þjóðþekktum einstaklingum sem hugnast ekki ákvörðun RÚV.
„Óviðunandi,“ segir Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins. „Danska sjónvarpið er með kirkjuefni á sunnudagsmorgnum.“
„Hverjum dettur þetta í hug og framkvæmir það?“ spyr Björn Bjarnason, fyrrverandi þingmaður og ráðherra.
„RÚV á enga samleið með þjóðinni,“ segir Gústaf Níelsson.