Öll topplið stærstu deilda Evrópu í dag spila í Evrópudeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. desember 2020 13:00 Harry Kane fagnar marki sínu fyrir Tottenham Hotspur á móti Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Getty/Clive Rose 2020 er búið að vera mjög sérstakt ár og það má kannski sjá dæmi um það á liðunum sem nú skipa efstu sætin í stærstu fótboltadeildum Evrópu. Topplið fimm bestu deilda Evrópufótboltans eiga það öll sameiginlegt að hafa verið í pottinum þegar það var dregið í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar í hádeginu í dag. Ekkert liðanna sextán sem eru enn með í Meistaradeildinni er í efsta sæti í sínu landi. Porto er eina liðið í Meistaradeildinni sem er ekki í einu af fimm stærstu deildunum (England, Spánn, Ítalía, Þýskaland, Frakkland) en liðið er bara í þriðja sæti í portúgölsku deildinni. Aðra sögu er að segja af liðum í Evrópudeildinni því þau hafa náð að sameina leiki á fimmtudögum með góðri frammistöðu heima fyrir. Líder de La Liga: Real SociedadLíder de la Premier League: Tottenham Líder de la Bundesliga: LeverkusenLíder de la Serie A: MilanLíder de la Ligue 1: LilleLos líderes de las cinco grandes ligas estarán mañana en el sorteo... de la Europa League — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) December 14, 2020 Tottenham á Englandi, Real Sociedad á Spáni, Bayer Leverkusen í Þýskalandi, AC Milan á Ítalíu og Lille í Frakklandi eru á toppnum í sínum löndum og um leið eru þau í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Tottenham er með jafnmörg stig og Meistaradeildarlið Liverpool en situr í toppsætinu á betri markatölu. Næsta enska liðið sem er enn í Meistaradeildinni er lið Chelsea í fimmta sætinu. Liðið í þriðja sæti, Leicester City, er í Evrópudeildinni eins og Tottenham. Manchester City er enn með í Meistaradeildinni en liðið er bara í níunda sæti í ensku deildinni. Real Sociedad er líka ofar en liðið í öðru sæti á markatölu. Meistaradeildarlið Atletico Madrid er í öðru sæti á Spáni og Real Madrid er síðan þremur stigum á eftir í þriðja sætinu. Sevilla og Barcelona eru bæði enn með í Meistaradeildinni en á meðan Sevilla er í fimmta sæti þá er Barcelona bara í áttunda sæti. AC Milan er með þriggja stiga forskot á nágranna sína í Internazionale en Inter datt út í Meistaradeildinni og náði ekki einu sinni inn í Evrópudeildina. Liðið í þriðja sæti, Napoli, er í Evrópudeildinni en fyrsta Meistaradeildarliðið er Juventus sem eins og er í fjórða sætinu. Hin Meistaradeildarliðin eru í 8. (Atalanta) og 9. sæti (Lazio). Bayer Leverkusen komst upp fyrir Evrópumeistara Bayern München og í toppsætið í Þýskalandi um helgina. Meistaradeildarlið RB Leipzig og Borussia Dortmund eru í 3. og 5. sæti en Borussia Mönchengladbach er bara í áttunda sætinu. Lille er ofar en Lyon á markatölu á toppi frönsku deildarinnar en Meistaradeildarlið Paris Saint Germain er síðan stigi á eftir í þriðja sætinu. PSG er eina franska liðið sem er enn með í Meistaradeildinni og Lille er eina franska liðið sem er eftir í Evrópudeildinni. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Enski boltinn Franski boltinn Spænski boltinn Þýski boltinn Ítalski boltinn Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Sjá meira
Topplið fimm bestu deilda Evrópufótboltans eiga það öll sameiginlegt að hafa verið í pottinum þegar það var dregið í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar í hádeginu í dag. Ekkert liðanna sextán sem eru enn með í Meistaradeildinni er í efsta sæti í sínu landi. Porto er eina liðið í Meistaradeildinni sem er ekki í einu af fimm stærstu deildunum (England, Spánn, Ítalía, Þýskaland, Frakkland) en liðið er bara í þriðja sæti í portúgölsku deildinni. Aðra sögu er að segja af liðum í Evrópudeildinni því þau hafa náð að sameina leiki á fimmtudögum með góðri frammistöðu heima fyrir. Líder de La Liga: Real SociedadLíder de la Premier League: Tottenham Líder de la Bundesliga: LeverkusenLíder de la Serie A: MilanLíder de la Ligue 1: LilleLos líderes de las cinco grandes ligas estarán mañana en el sorteo... de la Europa League — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) December 14, 2020 Tottenham á Englandi, Real Sociedad á Spáni, Bayer Leverkusen í Þýskalandi, AC Milan á Ítalíu og Lille í Frakklandi eru á toppnum í sínum löndum og um leið eru þau í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Tottenham er með jafnmörg stig og Meistaradeildarlið Liverpool en situr í toppsætinu á betri markatölu. Næsta enska liðið sem er enn í Meistaradeildinni er lið Chelsea í fimmta sætinu. Liðið í þriðja sæti, Leicester City, er í Evrópudeildinni eins og Tottenham. Manchester City er enn með í Meistaradeildinni en liðið er bara í níunda sæti í ensku deildinni. Real Sociedad er líka ofar en liðið í öðru sæti á markatölu. Meistaradeildarlið Atletico Madrid er í öðru sæti á Spáni og Real Madrid er síðan þremur stigum á eftir í þriðja sætinu. Sevilla og Barcelona eru bæði enn með í Meistaradeildinni en á meðan Sevilla er í fimmta sæti þá er Barcelona bara í áttunda sæti. AC Milan er með þriggja stiga forskot á nágranna sína í Internazionale en Inter datt út í Meistaradeildinni og náði ekki einu sinni inn í Evrópudeildina. Liðið í þriðja sæti, Napoli, er í Evrópudeildinni en fyrsta Meistaradeildarliðið er Juventus sem eins og er í fjórða sætinu. Hin Meistaradeildarliðin eru í 8. (Atalanta) og 9. sæti (Lazio). Bayer Leverkusen komst upp fyrir Evrópumeistara Bayern München og í toppsætið í Þýskalandi um helgina. Meistaradeildarlið RB Leipzig og Borussia Dortmund eru í 3. og 5. sæti en Borussia Mönchengladbach er bara í áttunda sætinu. Lille er ofar en Lyon á markatölu á toppi frönsku deildarinnar en Meistaradeildarlið Paris Saint Germain er síðan stigi á eftir í þriðja sætinu. PSG er eina franska liðið sem er enn með í Meistaradeildinni og Lille er eina franska liðið sem er eftir í Evrópudeildinni. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enski boltinn Franski boltinn Spænski boltinn Þýski boltinn Ítalski boltinn Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Sjá meira