„Deildin verður með þessu á heimsmælikvarða“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 14. desember 2020 13:12 Nýja greiningartækið getur greint um fjögur þúsund sýni á sólarhring. Það heitir Cobas 8800. Vísir/Baldur Með tilkomu nýs greiningartækis, sem barst loksins til landsins eftir margra mánaða bið, verður sýkla-og veirufræðideild Landspítalans á heimsmælikvarða hvað varðar afkastagetu og möguleika á greiningu. Þetta sagði Karl G. Kristinsson, yfirlæknir deildarinnar, í hádegisfréttum Bylgjunnar. Nýja greiningartækið, sem kostaði um hundrað milljónir króna, þykir bæði afar fullkomið og afkastamikið og getur það greint um fjögur þúsund sýni á sólarhring. Þegar það verður sett saman og kemst í notkun verður sýkla-og veirufræðideildin ekki lengur háð aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar sem hefur veitt dygga aðstoð frá upphafi faraldursins. Upphaflega stóð til að tækið kæmi til landsins með fraktflugvél Icelandair en tækið reyndist of stórt. Gripið var til þess ráðs að leigja úkraínska Antonov 12 herflutningafél en tækið kom til landsins um kvöldmatarleytið í gær með þeirri vél. „Þetta er tæki af bestu gerð sem fáanlegt er í dag hvað varðar greiningar á erfðaefni með sameindafræðilegri greiningu. Þetta er mjög afkastamikið tæki og hefur möguleika á að greina fjölda veira og baktería.“ Nokkrar tafir urðu á komu tækisins til landsins, meðal annars út af faraldrinum sjálfum en þrátt fyrir að langt sé liðið á faraldurinn mun tækið kom að góðum notum og auka afkastagetu deildarinnar á öðrum sviðum. Cobas 8800 þykir bæði afar fullkomið og afkastamikið. „Tilefni kaupanna var Covid-19 faraldurinn því afkastageta tækisins hjálpar okkur að halda betur utan um þetta þannig að við getum framkvæmt fleiri greiningar en þetta er í raun og veru miklu meira en það. Þetta er í rauninni mjög fullkomið tæki sem setur okkur framarlega hvað varðar greiningagetu og getur þar með bætt þjónustuna. Tækið getur til dæmis greint lifrarbólguveirurnar, HPV veiruna sem veldur leghálskrabbameini, Cýtómegalóveiru, Epstein- Barr veiruna og Adenóveirur. Þá getur það einnig greint veirumagnið sem getur skipt verulegu máli þegar verið er að meta árangur meðferðar og horfur sjúklinga“. Karl kveðst himinlifandi með nýja tækið sem muni bæta þjónustu við sjúklinga til muna. „Það má segja það að deildin verði með þessu á heimsmælikvarða hvað varðar afkastagetu og mögulega á greiningum. Það er hægt að greina berklabakteríur og ónæmisgen berklabakteríunnar, klamýdíu og lekanda þannig að þetta opnar ýmsa möguleika. Það er mjög spennandi að fá svona tæki í hendurnar og geta farið að endurskipuleggja þjónustuna og bæta hana með tilkomu þessa tækis.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Landspítalinn Tengdar fréttir Nýtt Covid greiningartæki Landspítalans getur nýst við skimun á leghálskrabbameini Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir allt á ætlun þegar kemur að færslu skimunar leghálskrabbameins frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæslunnar. Hann segir ný COVID greiningartæki Landspítalans geta nýst við skimunina. 4. september 2020 12:34 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Fleiri fréttir Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Sjá meira
Nýja greiningartækið, sem kostaði um hundrað milljónir króna, þykir bæði afar fullkomið og afkastamikið og getur það greint um fjögur þúsund sýni á sólarhring. Þegar það verður sett saman og kemst í notkun verður sýkla-og veirufræðideildin ekki lengur háð aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar sem hefur veitt dygga aðstoð frá upphafi faraldursins. Upphaflega stóð til að tækið kæmi til landsins með fraktflugvél Icelandair en tækið reyndist of stórt. Gripið var til þess ráðs að leigja úkraínska Antonov 12 herflutningafél en tækið kom til landsins um kvöldmatarleytið í gær með þeirri vél. „Þetta er tæki af bestu gerð sem fáanlegt er í dag hvað varðar greiningar á erfðaefni með sameindafræðilegri greiningu. Þetta er mjög afkastamikið tæki og hefur möguleika á að greina fjölda veira og baktería.“ Nokkrar tafir urðu á komu tækisins til landsins, meðal annars út af faraldrinum sjálfum en þrátt fyrir að langt sé liðið á faraldurinn mun tækið kom að góðum notum og auka afkastagetu deildarinnar á öðrum sviðum. Cobas 8800 þykir bæði afar fullkomið og afkastamikið. „Tilefni kaupanna var Covid-19 faraldurinn því afkastageta tækisins hjálpar okkur að halda betur utan um þetta þannig að við getum framkvæmt fleiri greiningar en þetta er í raun og veru miklu meira en það. Þetta er í rauninni mjög fullkomið tæki sem setur okkur framarlega hvað varðar greiningagetu og getur þar með bætt þjónustuna. Tækið getur til dæmis greint lifrarbólguveirurnar, HPV veiruna sem veldur leghálskrabbameini, Cýtómegalóveiru, Epstein- Barr veiruna og Adenóveirur. Þá getur það einnig greint veirumagnið sem getur skipt verulegu máli þegar verið er að meta árangur meðferðar og horfur sjúklinga“. Karl kveðst himinlifandi með nýja tækið sem muni bæta þjónustu við sjúklinga til muna. „Það má segja það að deildin verði með þessu á heimsmælikvarða hvað varðar afkastagetu og mögulega á greiningum. Það er hægt að greina berklabakteríur og ónæmisgen berklabakteríunnar, klamýdíu og lekanda þannig að þetta opnar ýmsa möguleika. Það er mjög spennandi að fá svona tæki í hendurnar og geta farið að endurskipuleggja þjónustuna og bæta hana með tilkomu þessa tækis.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Landspítalinn Tengdar fréttir Nýtt Covid greiningartæki Landspítalans getur nýst við skimun á leghálskrabbameini Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir allt á ætlun þegar kemur að færslu skimunar leghálskrabbameins frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæslunnar. Hann segir ný COVID greiningartæki Landspítalans geta nýst við skimunina. 4. september 2020 12:34 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Fleiri fréttir Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Sjá meira
Nýtt Covid greiningartæki Landspítalans getur nýst við skimun á leghálskrabbameini Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir allt á ætlun þegar kemur að færslu skimunar leghálskrabbameins frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæslunnar. Hann segir ný COVID greiningartæki Landspítalans geta nýst við skimunina. 4. september 2020 12:34